Persónuverndarstillingar

Við notum vefkökur og álíka tækni til að upplifun þín verði sem best. Sumar vefkökur eru nauðsynlegar og þeim er ekki hægt að hafna. Aðrar vefkökur geturðu valið að samþykkja eða hafna en þær notum við aðeins til að auka notagildi síðunnar. Gögnin verða aldrei seld eða notuð í markaðsskyni. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni Notkun vefkakna og tengdrar tækni í söfnuði Votta Jehóva um allan heim. Þú getur breytt stillingunum hvenær sem er í persónuverndarstillingunum.

Hoppa beint í efnið

Hvers vegna nota Vottar Jehóva ekki krossinn í tilbeiðslu sinni?

Hvers vegna nota Vottar Jehóva ekki krossinn í tilbeiðslu sinni?

 Krossinn er í hugum margra tákn kristinnar trúar.

 Þótt Vottar Jehóva séu kristnir þá notum við ekki krossinn í tilbeiðslu okkar. Af hverju ekki?

 Ein ástæða er sú að Biblían sýnir að Jesús dó ekki á krossi heldur á staur. Auk þess gefur Biblían kristnum mönnum skýr fyrirmæli um að ,forðast skurðgoðadýrkun‘ sem þýðir að þeir eiga ekki að nota kross í tilbeiðslu sinni. – 1. Korintubréf 10:14; 1. Jóhannesarbréf 5:21.

 Í ljósi þess eru orð Jesú mjög þýðingamikil: „Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jóhannes 13:34, 35) Hann benti á að fórnfús kærleikur – en ekki kross eða eitthvað líkneski – ætti að auðkenna sanna fylgjendur hans.