Persónuverndarstillingar

Við notum vefkökur og álíka tækni til að upplifun þín verði sem best. Sumar vefkökur eru nauðsynlegar og þeim er ekki hægt að hafna. Aðrar vefkökur geturðu valið að samþykkja eða hafna en þær notum við aðeins til að auka notagildi síðunnar. Gögnin verða aldrei seld eða notuð í markaðsskyni. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni Notkun vefkakna og tengdrar tækni í söfnuði Votta Jehóva um allan heim. Þú getur breytt stillingunum hvenær sem er í persónuverndarstillingunum.

Hoppa beint í efnið

Hverjir fara til heljar?

Hverjir fara til heljar?

Svar Biblíunnar

 Helja (séol og hades á frummálum Biblíunnar) er einfaldlega gröfin, en ekki staður þar sem fólk kvelst í eldi. Bæði gott og slæmt fólk fer til heljar. (Jobsbók 14:13, Sálmur 9:18) Biblían talar um sameiginlega gröf mannkyns sem „ákvörðunarstað allra sem lifa“. – Jobsbók 30:23.

 Jafnvel Jesús fór til heljar þegar hann dó. Hann var hins vegar ekki „eftir skilinn í helju“, vegna þess að Guð reisti hann upp. – Postulasagan 2:31, 32.

Verður helja til að eilífu?

 Allir þeir sem fara til heljar munu koma þaðan aftur. Þeir verða reistir upp til lífs með hjálp Jesú sem fær kraft frá Guði. (Jóhannes 5:28, 29; Postulasagan 24:15) Spádómurinn í Opinberunarbókinni 20:13 segir um þessa framtíðar upprisu að „dauðinn og hel skiluðu þeim dauðu sem í þeim voru“. Þegar helja hefur verið tæmd verður hún ekki lengur til, enginn fer þangað nokkru sinni framar vegna þess að „dauðinn mun ekki framar til vera“.– Opinberunarbókin 21:3, 4; 20:14.

 Það fara samt ekki allir sem deyja til heljar. Biblían sýnir að sumt fólk er svo fullt illsku að það er engin von um iðrun. (Hebreabréfið 10:26, 27) Þegar þetta fólk deyr fer það ekki til heljar heldur í Gehenna, sem er tákn um eilífa eyðingu. (Matteus 5:29, 30) Til dæmis gaf Jesús í skyn að sumir af hræsnisfullum trúarleiðtogum þess tíma á fyrstu öld myndu fara í Gehenna. – Matteus 23:27-33.