SÖNGUR 8
Jehóva er hæli okkar
-
1. Guð háborg er og hæli,
við honum getum treyst.
Í skugga hans er skýli
og skjól er höfum þreyst.
Hann sjálfur okkar sinnir vörn,
um sína hugsar eins og börn.
Guð umvefur með elsku,
hefur athvarf trúföstum reist.
-
2. Þótt þúsund hafi fallið
og það við þína hlið.
Samt með þeim trúu, mildu,
Guð mun þér veita frið.
Þú óttast ekki ógnir þarft
né aðsteðjandi tjónið margt.
Frá vá og hættu verndar,
undir vængjum hans áttu grið.
-
3. Þér vernd Jehóva veitir,
allt verkar þér í hag.
Þú ógn um nótt ei óttast,
né ör um bjartan dag.
Þú aldrei þarft að óttast neitt
því ávallt vel um þig er skeytt.
Guð veitir voldugt hæli
og hann verndar heimsbræðralag.
(Sjá einnig Sálm 97:10; 121:3, 5; Jes. 52:12.)