SÖNGUR 55
Óttastu ekki
-
1. Þjóð mín haltu alltaf áfram,
útbreið sannleiksboðskapinn,
hræðstu ekki óvin þinn,
öllum jarðarbúum kynn
að minn krýndi sonur Kristur
hafi kastað himni frá
Satan sem hann brátt mun binda,
lausn þá bandingjarnir fá.
(VIÐLAG)
Óttast ekki því ég ann þér,
ei þig skelfi hótun nein.
Alla trúa ég mun vernda
líkt og eigin augastein.
-
2. Þó að andstæðingar eflist,
fái ýmsum brögðum beitt,
þótt þeir smjaðriʼ og brosi breitt
svo þig burtu geti leitt.
Ekki óttast, elsku fólk mitt,
þeirra andstöðu var spáð.
Ég mun sjá um sanna votta
þar til sigrinum er náð.
(VIÐLAG)
Óttast ekki því ég ann þér,
ei þig skelfi hótun nein.
Alla trúa ég mun vernda
líkt og eigin augastein.
-
3. Aldrei óttast að þú gleymist,
ég er enn þá skjöldur þinn,
þótt þig gleypi dauðans gin
sigrað get ég þann óvin.
Ekki hræðast hann sem getur
deytt þitt hold en ekki sál.
Verið trúföst allt til enda,
ykkar frelsun er mitt mál.
(VIÐLAG)
Óttast ekki því ég ann þér,
ei þig skelfi hótun nein.
Alla trúa ég mun vernda
líkt og eigin augastein.
(Sjá einnig 5. Mós. 32:10; Neh. 4:14; Sálm 59:2; 83:3, 4.)