Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 4

Jehóva er minn hirðir

Jehóva er minn hirðir

(Sálmur 23)

  1. 1. Minn hirðir Jehóva heitir,

    ég leiðsögn hans fylgja vil.

    Hann hjartað þekkir og hugsanir

    og hans ég því leita til.

    Að grænum grundum mig leiðir,

    þar sál mína hressir við.

    Og mig ætíð leiðir með umhyggju

    svo eignist ég hvíld og frið.

    Mig ætíð leiðir með umhyggju

    svo eignist ég hvíld og frið.

  2. 2. Ég hressist er orð þitt heyri

    á heilnæmri réttri leið.

    Og sakir nafns þíns þú sækir mig

    og sinnir í hverri neyð.

    Þótt dali dimma ég gangi

    þá dug veitir stafur þinn.

    Engar ógnanir þarf að óttast þar

    því enn ertu vinur minn.

    Ei ógnanir þarf að óttast þar

    því enn ertu vinur minn.

  3. 3. Minn hirðir, Jehóva, ertu,

    ég fylgi þér hvert sem er.

    Og stöðuglega þú styrkir mig,

    þinn stuðning þú veitir mér.

    Svo sannlega sem þú lifir

    svo sönn er mín von til þín.

    Megi ást þín umlykja mig hvern dag

    því ástúð þín aldrei dvín.

    Þín ást þá umlykur mig hvern dag,

    sú ástúð sem aldrei dvín.

(Sjá einnig Sálm 28:9; 80:2.)