SÖNGUR 34
Göngum fram í ráðvendni
-
1. Guð, reyndu mig, því ég met trúfesti,
sjá mína tryggð við þig og hjartans ráðvendni.
Rannsaka mig og kanna hjartans blæ
og hreinsa hugann vel svo blessun frá þér fæ.
(VIÐLAG)
Ég ætla mér, staðráðinn ætíð er,
ég ætlaʼ að ganga hér í ráðvendni með þér.
-
2. Við lygara ei leggja vil mitt lið
og aldrei leyfi mér að fylgja þeirra sið.
Jehóva, tak ei burtu mína sál
með þeim sem elska svik og ósætti og tál.
(VIÐLAG)
Ég ætla mér, staðráðinn ætíð er,
ég ætlaʼ að ganga hér í ráðvendni með þér.
-
3. Ég elska, Guð, þinn bústað alla tíð
og tilbið ávallt þar með þínum hreina lýð.
Ég geng því kringum altari þitt enn
og enduróma lof svo heyri allir menn.
(VIÐLAG)
Ég ætla mér, staðráðinn ætíð er,
ég ætlaʼ að ganga hér í ráðvendni með þér.
(Sjá einnig Sálm 25:2.)