Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 18

Þakkir fyrir lausnargjaldið

Þakkir fyrir lausnargjaldið

(Lúkas 22:20)

  1. 1. Við stöndum, Jehóva,

    þér frammi fyrir nú

    og við fögnum kærleik þeim

    sem að auðsýndir þú.

    Þú gafst þinn einkason

    svo endurheimtum líf

    og öllu æðri er sú gjöf,

    okkur veitir hlíf.

    (VIÐLAG)

    Hann okkur frelsar dauða frá.

    Dýrmæta fórnin brúar gjá.

    Af öllu hjarta

    hátíðlega þökk við viljum tjá.

  2. 2. Það var af gæsku

    sem hann færði þessa fórn,

    knúinn fúsleik gaf hann líf sitt

    og studdi Guðs stjórn.

    Án allrar vonar vorum við,

    svo birtist hann.

    Nú erum vongóð

    því á dauðanum Jesús vann.

    (VIÐLAG)

    Hann okkur frelsar dauða frá.

    Dýrmæta fórnin brúar gjá.

    Af öllu hjarta

    hátíðlega þökk við viljum tjá.