Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 137

Trúfastar konur og kristnar systur

Trúfastar konur og kristnar systur

(Rómverjabréfið 16:2)

  1. 1. María, Sara, Ester, Rut og aðrar,

    ötular sýndu þær eiginmönnum tryggð.

    Guðrækni þeirra á bjargfastri trú byggð.

    Margir bera kennsl á þær með nafni nú.

    Fleiri konur kunni Guð að meta,

    hvergi nefndar nafni, þær sýndu sömu trú.

  2. 2. Hugrekki, gæska, góðvild, ást og alúð,

    einkenni sem má sjá góðu fólki hjá.

    Dyggðir sem konur þær okkur minna á,

    já, þær eru okkur einstök fyrirmynd.

    Eins nú, systur, þið sem Guði þjónið,

    þjónustan er dýrmæt og okkur gleðilind.

  3. 3. Mæður og dætur, eiginkonur, ekkjur,

    iðnar þið takið í verki Drottins þátt.

    Framkoman hógvær og hjartað lítillátt.

    Með Guðs hylli óttist ekki neina raun.

    Ykkur systrum Jehóva mun sinna,

    sannfæringu styrkja, þið bráðum hljótið laun.