Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 112

Jehóva, Guð friðarins

Jehóva, Guð friðarins

(Filippíbréfið 4:9)

  1. 1. Guð kærleikans þú ert,

    þú sem kennir okkur frið.

    Biðjum ávallt um þinn anda

    að hann auki okkur lið.

    Þú vinur okkar ert

    ef við elskum æ þinn son.

    Þannig aðgang að þér eigum,

    öðlumst frið og bjarta von.

  2. 2. Þinn andi eykur sýn

    og þitt orð er ljósagnótt,

    leiðsögn veitir, njótum verndar

    þó í veröld ríki nótt.

    Nú styttist í þá stund

    þegar stöðvast ógn og stríð.

    Viltu blessa verkin okkar,

    veita frið þinn alla tíð?

  3. 3. Þín elskuð börnin öll

    himnum á og hér á jörð,

    ríkið boða báðir hópar,

    saman búa sem ein hjörð.

    Brátt réttlátt ríki þitt

    stöðvar ranglæti og hryggð.

    Guð mun ætíð hinum hollu

    búa hjá um jarðarbyggð.