Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Söngur 120

Hlustið, hlýðið og hljótið blessun

Hlustið, hlýðið og hljótið blessun

(Lúkas 11:28)

1. Þeim sem að hlusta á Krist er það hagur,

öll kennsla hans lýsir upp þeirra braut.

Það veitir hamingju boð hans að heyra,

við blessun hljótum sem laus er við þraut.

(VIÐLAG)

Hlusta og hlýða’ okkur ber,

heyra hver Guðs vilji er.

Til að fá hamingju, hvíld sanna hér,

hlusta og vilja Guðs ger.

2. Mun hús það brotna í árflóðabylgjum

sem er allt bjargföstum kletti byggt á

Nei, ef við ljúflegri leiðsögn Krists fylgjum

á bjargi lífið traust byggjum við þá.

(VIÐLAG)

Hlusta og hlýða’ okkur ber,

heyra hver Guðs vilji er.

Til að fá hamingju, hvíld sanna hér,

hlusta og vilja Guðs ger.

3. Rétt eins og tré rætur teygir í vatnið,

það ávöxt traustan ber á réttri tíð.

Ef Guði hlýðum sem hans eigin börn nú

við blessun höfum og von með hans lýð.

(VIÐLAG)

Hlusta og hlýða’ okkur ber,

heyra hver Guðs vilji er.

Til að fá hamingju, hvíld sanna hér,

hlusta og vilja Guðs ger.