Söngur 10
Hér er ég, send mig!
1. Nú spotta menn á margan hátt
hið mikla nafn Guðs opinskátt,
hann kallast aumur, illur nú,
hann er ei til, er heimskra trú.
Hver notar heilagt nafnið hans
svo nái það til sérhvers manns?
„Hér er ég, Guð! Send mig, send mig
Ég mönnum lofgjörð flyt um þig.
(VIÐLAG)
Því æðri heiður hlýt ég ei, Guð,
hér er ég, send mig, send mig.“
2. Þeir segja Drottin seinlátan
er síst af öllu óttast hann,
en auðinn metur margur hver
og mörgum Sesar guðinn er.
Hver fræðir þá um framtíð hér,
þá fregn hvað stríð Guðs mönnum ber?
„Hér er ég, Guð! Send mig, send mig.
Ég mæli óttalaust um þig.
(VIÐLAG)
Því æðri heiður hlýt ég ei, Guð,
hér er ég, send mig, send mig.“
3. Þeir stynja er af auðmýkt sjá
að illskan magnast jörðu á
því slíkir þrá þau sannleiks grið
er sannan veita hugarfrið.
Hver huggar þá, hver hjálpar þeim
með hughreysting um nýjan heim?
„Hér er ég, Guð! Send mig, send mig,
Ég mildur fræði þá um þig.
(VIÐLAG)
Því æðri heiður hlýt ég ei, Guð,
hér er ég, send mig, send mig.“
(Sjá einnig Sálm. 10:4; Esek. 9:4.)