Erfiðleikar sem vekja von
Erfiðleikar sem vekja von
„Á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir.“ — 2. TÍMÓTEUSARBRÉF 3:1.
HEFURÐU heyrt um eða jafnvel kynnst af eigin raun dapurlegum atburðum eins og þessum?
● Drepsótt dregur fjölda fólks til dauða.
● Hundruð manna deyja í hungursneyð.
● Þúsundir farast í jarðskjálfta og enn fleiri missa heimili sín.
Á næstu blaðsíðum er bent á nokkrar sláandi staðreyndir um atburði eins og þessa. Einnig er sýnt fram á að í Biblíunni er spáð að slíkt ástand myndi einkenna tímabil sem hún kallar ,síðustu daga‘. *
Markmiðið með þessum greinum er þó ekki að sannfæra þig um að við búum í hrjáðum heimi. Þú veist það eflaust nú þegar. Greinarnar eru samdar með það fyrir augum að vekja von. Sýnt er fram á að uppfylling eftirfarandi sex biblíuspádóma þýðir að „síðustu dögum“ lýkur brátt. Í þessum greinum er einnig rætt um algengar mótbárur gegn því að spár Biblíunnar séu að rætast og nefnd góð rök fyrir því að betri tíð sé rétt fram undan.
[Neðanmáls]
^ gr. 7 Í greininni: „Af hverju leyfir Guð þjáningar og illsku?“ á bls. 16-17 í þessu blaði er fjallað um af hverju Guð umber þetta slæma ástand.