Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ein ranghugmynd býður annarri heim

Ein ranghugmynd býður annarri heim

„GÆTIÐ þess að láta engan hertaka ykkur með marklausu, villandi spekitali sem byggist á mannasetningum.“ (Kólossubréfið 2:8) Þessi varnaðarorð er að finna í bréfi sem Páll postuli skrifaði kristnum mönnum á síðari hluta fyrstu aldar.

Þrátt fyrir viðvörun Páls gerðist það um miðbik annarrar aldar að sumir kristnir menn tóku að sækja hugmyndir í smiðju fornra heimspekinga í þeim tilgangi að skýra trúarskoðanir sínar. Hvers vegna gerðu þeir það? Þeir vildu hljóta viðurkenningu menntamanna í Rómaveldi og vinna fleiri til fylgis við trúna.

Jústínus píslarvottur er einna kunnastur þessara manna, og hann áleit að talsmaður Guðs hefði birst grískum heimspekingum löngu áður en hann kom til jarðar sem Jesús Kristur. Að sögn Jústínusar og annarra kennara, sem voru sama sinnis og hann, fullnægði kristnin þörfum allra manna vegna þess framlags sem hún fékk frá heimspeki og goðafræði.

Útgáfa Jústínusar af kristninni reyndist prýðilega til að ávinna henni nýja fylgjendur. En ein ranghugmynd bauð annarri heim og það leiddi að lokum til þess sem nú er almennt talið vera kristni. Til að afhjúpa þessar ranghugmyndir skulum við bera saman það sem segir í Biblíunni sjálfri og í ýmsum heimildarritum.