Jehóva varðveitir okkur til að við björgumst
Jehóva varðveitir okkur til að við björgumst
„Kraftur Guðs varðveitir yður sem trúið til þess að þér öðlist hjálpræðið sem albúið bíður þess að opinberast á efsta degi.“ – 1. PÉT. 1:4, 5.
HVERT ER SVARIÐ?
Hvernig hjálpar Jehóva okkur að taka við fagnaðarerindinu?
Hvernig eru ráð Jehóva okkur til verndar?
Hvernig uppörvar Jehóva okkur?
1, 2. (a) Af hverju getum við treyst að Jehóva hjálpi okkur að vera trú allt til enda? (b) Hve náið þekkir Jehóva okkur?
„SÁ SEM staðfastur er allt til enda verður hólpinn.“ (Matt. 24:13) Með þessum orðum benti Jesús á að við þurfum að vera Jehóva trú til að bjargast þegar hann fullnægir dómi yfir heimi Satans. En það merkir ekki að Jehóva ætlist til þess að við getum staðist vegna eigin visku eða krafta. Í Biblíunni segir: „Guð er trúr og lætur ekki reyna ykkur um megn fram heldur mun hann, þegar hann reynir ykkur, einnig sjá um að þið fáið staðist.“ (1. Kor. 10:13) Hvaða ályktun má draga af þessum orðum?
2 Jehóva lofar hér að við verðum ekki fyrir erfiðari prófraunum en við ráðum við. Til þess þarf hann að gerþekkja okkur, meðal annars hvernig við erum úr garði gerð, hvað við þolum og hvaða erfiðleika við eigum við að glíma. Þekkir hann okkur svona vel? Já, í Biblíunni kemur fram að hann þekki hvert og eitt okkar náið. Hann þekkir daglegar venjur okkar og getur meira að segja lesið hugrenningar okkar og fyrirætlanir. – Lestu Sálm 139:1-6.
3, 4. (a) Hvernig sýnir reynsla Davíðs að Jehóva gefur gaum að okkur hverju og einu? (b) Hvað gerir Jehóva fyrir fólk nú á tímum?
3 Virðist það langsótt að Guð sýni smáum mönnum slíkan áhuga? Sálmaskáldið Davíð velti þessari spurningu fyrir sér og sagði í bæn til Jehóva: „Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, sem þú settir þar, hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans?“ (Sálm. 8:4, 5) Þessi spurning Davíðs var ef til vill sprottin af eigin reynslu. Hann var yngstur sona Ísaí en Jehóva hafði ,sótt hann í haglendið þar sem hann gætti fjár og gert hann að höfðingja yfir Ísrael‘. Hann var ,maður Jehóva að skapi‘. (1. Sam. 13:14; 2. Sam. 7:8) Hugsaðu þér hvernig Davíð hlýtur að hafa verið innanbrjósts þegar hann gerði sér grein fyrir að skapari alheims hafði gefið gaum að hugrenningum ungs fjárhirðis.
4 Það er ekki síður merkilegt að Jehóva skuli sýna okkur sem nú lifum slíkan áhuga sem raun ber vitni. Hann safnar saman fólki af öllum þjóðum sem eru „gersemar“ í augum hans og hjálpar því að þjóna sér í ráðvendni. (Hagg. 2:7, Biblían 1981) Til að glöggva okkur á því hvernig Jehóva hjálpar okkur að vera ráðvönd skulum við kanna hvernig hann laðar fólk að sannleikanum.
GUÐ HJÁLPAR OKKUR AÐ TAKA VIÐ FAGNAÐARERINDINU
5. Hvernig laðar Jehóva fólk að syni sínum? Lýstu með dæmi.
5 Jesús sagði: „Enginn getur komið til mín nema faðirinn, sem sendi mig, laði hann.“ (Jóh. 6:44) Þessi orð gefa til kynna að við þurfum að fá hjálp Guðs til að verða lærisveinar Krists. Hvernig laðar Jehóva fólk að syni sínum? Með því að láta boða fagnaðarerindið og með því að beita heilögum anda sínum. Lítum á dæmi. Þegar Páll og starfsfélagar hans voru staddir í Filippí hittu þeir konu sem hét Lýdía og boðuðu henni fagnaðarerindið. Í frásögn Biblíunnar segir: „Opnaði Drottinn hjarta hennar og hún tók við því sem Páll sagði.“ Guð beitti anda sínum til að hjálpa henni að skilja boðskapinn með þeim árangri að hún var skírð og heimilisfólk hennar. – Post. 16:13-15.
6. Hvernig hefur Jehóva hjálpað okkur öllum að tileinka okkur sanna tilbeiðslu?
6 Er Lýdía sú eina sem hefur upplifað þetta? Alls ekki. Ef þú ert vígður þjónn Guðs hefur hann líka hjálpað þér að tileinka þér sanna tilbeiðslu. Jehóva sá eitthvað gott í fari þínu rétt eins og hann sá eitthvað verðmætt í hjarta Lýdíu. Þegar þú fórst að hlusta á fagnaðarerindið hjálpaði Jehóva þér með heilögum anda að skilja það. (1. Kor. 2:11, 12) Þegar þú leitaðist við að fara eftir því sem þú lærðir blessaði hann viðleitni þína. Þegar þú vígðir honum líf þitt gladdirðu hjarta hans. Jehóva hefur verið með þér við hvert fótmál síðan þú byrjaðir að ganga veginn til lífsins.
7. Hvernig vitum við að Jehóva hjálpar okkur að vera trúföst?
7 Þar sem Jehóva hjálpaði okkur að byrja að þjóna sér getum við treyst að hann hjálpi okkur líka að vera trúföst. Hann veit að við kynntumst ekki sannleikanum upp á eigin spýtur og hann veit líka að við getum ekki haldið áfram að þjóna honum hjálparlaust. Pétur postuli skrifaði hinum andasmurðu: „Kraftur Guðs varðveitir yður sem trúið til þess að þér öðlist hjálpræðið sem albúið bíður þess að opinberast á efsta degi.“ (1. Pét. 1:4, 5) Þessi orð eiga raunar við alla kristna menn og eru því áhugaverð fyrir hvert og eitt okkar. Hvers vegna? Vegna þess að við þurfum öll á hjálp Guðs að halda til að vera honum trú.
FORÐAÐ FRÁ ALVARLEGUM MISTÖKUM
8. Af hverju geta okkur orðið á alvarleg mistök?
8 Álag lífsins og ófullkomleiki okkar getur valdið því að við sjáum ekki hlutina sömu augum og Jehóva. Þá getur okkur orðið það á að gera alvarleg mistök. (Lestu Galatabréfið 6:1. *) Þetta henti Davíð einu sinni.
9, 10. Hvernig aftraði Jehóva Davíð frá að gera alvarleg mistök og hvað gerir hann fyrir okkur?
9 Davíð sýndi hrósverða sjálfstjórn með því að hefna sín ekki á Sál konungi þegar hann var á flótta undan honum. (1. Sam. 24:2-7) En skömmu síðar náði ófullkomleikinn yfirhöndinni. Hann og menn hans voru matarþurfi og hann bað þá samlanda sinn, sem Nabal hét, vinsamlega um aðstoð. Nabal svaraði með skætingi og Davíð reiddist þá ákaflega og ákvað að hefna sín á öllu heimilisfólki hans. Hann hugsaði ekki til þess að hann myndi baka sér blóðskuld í augum Guðs með því að drepa saklaust fólk. En Abígail, eiginkona Nabals, aftraði Davíð frá að gera þessi skelfilegu mistök. Davíð áttaði sig á að þarna var hönd Jehóva að verki og sagði við Abígail: „Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, sem sendi þig til móts við mig í dag. Blessuð séu hyggindi þín og þú sjálf sem forðaðir mér frá því að baka mér blóðskuld með því að taka réttinn í mínar hendur.“ – 1. Sam. 25:9-13, 21, 22, 32, 33.
10 Hvaða lærdóm má draga af þessari frásögu? Jehóva sendi Abígail til að aftra Davíð frá að gera alvarleg mistök. Hann hjálpar þjónum sínum nú á tímum á sambærilegan hátt. Við ættum auðvitað ekki að búast við að hann sendi einhvern til okkar í hvert sinn sem við erum í þann mund að gera einhver mistök. Og við getum ekki vitað fyrir fram hvað Jehóva gerir við ákveðnar aðstæður eða hvað hann leyfir til að láta vilja sinn ná fram að ganga. (Préd. 11:5) Við getum engu að síður treyst að Jehóva veit alltaf í hvaða aðstöðu við erum og hjálpar okkur að vera sér trú. Hann gefur eftirfarandi loforð: „Ég vil fræða þig, vísa þér veginn sem þú átt að ganga, ég vil gefa þér ráð, vaka yfir þér.“ (Sálm. 32:8) Hvernig gefur Jehóva okkur ráð? Hvernig getum við nýtt okkur þau? Og hvers vegna getum við verið viss um að Jehóva leiðir þjóna sína nú á tímum? Við finnum svör við þessum spurningum í Opinberunarbókinni.
RÁÐ SEM VERNDA
11. Hve vel fylgist Jehóva með því sem fram fer í söfnuðum þjóna sinna?
11 Í 2. og 3. kafla Opinberunarbókarinnar er sagt frá sýn þar sem Jesús Kristur rannsakar söfnuðina sjö í Litlu-Asíu. Sýnin leiðir í ljós að Kristur sér ekki aðeins ástandið almennt heldur horfir líka á einstök atriði. Minnst er á ákveðna einstaklinga og veitt viðeigandi hrós eða ráðleggingar. Hvaða þýðingu hefur það fyrir okkur? Söfnuðirnir sjö tákna andasmurða kristna menn eftir 1914. Ráðleggingarnar, sem söfnuðirnir sjö fá, eiga erindi til allra safnaða þjóna Guðs á jörðinni núna. Við getum því réttilega ályktað að Jehóva leiði þjóna sína fyrir milligöngu sonar síns. Hvernig getum við notið góðs af leiðsögn hans?
12. Hvernig getum við leyft Jehóva að stýra skrefum okkar?
12 Sjálfsnám er ein leið til að fá leiðsögn frá Jehóva. Hann lætur okkur í té biblíutengdar leiðbeiningar í ríkum mæli, og þær birtast í ritum hins trúa Matt. 24:45) En til að njóta góðs af þeim þurfum við að gefa okkur tíma til að skoða þær vel og fara eftir þeim. Sjálfsnám er ein af þeim aðferðum sem Jehóva hvetur okkur til að nota til að forðast hrösun. (Júd. 24) Hefurðu einhvern tíma rekist á eitthvað í ritunum sem hljómar eins og það sé skrifað beinlínis fyrir þig? Þá skaltu líta svo á að leiðréttingin sé frá Jehóva. Vinur getur átt það til að klappa þér á öxlina til að vekja athygli þína á einhverju. Jehóva getur sömuleiðis beitt anda sínum til að vekja athygli á einhverju sem þú og eflaust fleiri þurfa að bæta í fari sínu. Við leyfum Jehóva að stýra skrefum okkar með því að vera næm fyrir leiðsögn heilags anda. (Lestu Sálm 139:23, 24.) Það er full ástæða til að skoða hve miklum tíma og kröftum við verjum í sjálfsnám.
og hyggna þjóns. (13. Af hverju er skynsamlegt að skoða námsvenjur sínar?
13 Ef við notum of mikinn tíma í afþreyingu getur það orðið til þess að við höfum ekki nægan tíma til að stunda sjálfsnám. Bróðir nokkur segir: „Það er hægðarleikur að láta sjálfsnámið renna út í sandinn. Skemmtiefni er ódýrara og auðfengnara en nokkru sinni fyrr. Það er hægt að nálgast það í sjónvarpi, tölvu og síma. Það er allt í kringum okkur.“ Ef við gáum ekki að okkur getur svo farið að við notum sífellt meiri tíma til að horfa á skemmtiefni og á endanum verði enginn tími eftir fyrir rækilegt sjálfsnám. (Ef. 5:15-17) Það er full ástæða til að spyrja sig hve oft maður gefi sér tíma til að kafa djúpt í orð Guðs. Gerum við það aðeins þegar við þurfum að undirbúa ræðu eða verkefni á samkomu? Ef svo er þurfum við kannski að nýta betur tímann sem er ætlaður fyrir fjölskyldunám eða sjálfsnám og grafa eftir þeim andlegu fjársjóðum sem Jehóva lætur í té. Viskan frá Jehóva er okkur nauðsynleg til að hljóta hjálpræði. – Orðskv. 2:1-5.
STYRKJANDI UPPÖRVUN
14. Hvernig sjáum við af Biblíunni að Jehóva er annt um líðan okkar?
14 Davíð varð fyrir margs konar raunum og erfiðleikum á lífsleiðinni. (1. Sam. 30:3-6) Af innblásnum orðum Biblíunnar má sjá að Jehóva vissi hvernig honum var innanbrjósts. (Lestu Sálm 34:19; 56:9.) Guð veit líka hvernig okkur líður. Það er hughreystandi að hann skuli láta sér annt um okkur þegar við erum með „sundurmarið hjarta“ eða „sundurkraminn anda“. Vitneskjan um það styrkir okkur ekki síður en Davíð, en hann söng: „Ég gleðst og fagna yfir trúfesti þinni því að þú sást neyð mína og gafst gætur að mér í þrengingum.“ (Sálm. 31:8) En Jehóva veit ekki bara af neyð okkar heldur hjálpar okkur að komast í gegnum erfiðleikana með því að hughreysta okkur og uppörva. Safnaðarsamkomurnar eru ein af þeim leiðum sem hann notar til þess.
15. Hvaða lærdóm getum við dregið af reynslu Asafs?
15 Sálmaskáldið Asaf er lýsandi dæmi um gildi þess að sækja samkomur. Sálm. 73:2, 13-22) Okkur gæti stundum liðið eins og Asaf. Ranglætið í heimi Satans getur verið lýjandi og gert okkur niðurdregin. Að hitta trúsystkini okkar á samkomum getur hresst okkur og hjálpað til að viðhalda gleðinni í þjónustu Jehóva.
Ranglætið í heiminum var honum hugleikið og það varð til þess að hann varð niðurdreginn og fór að efast um gildi þess að þjóna Guði. Hann lýsir tilfinningum sínum svona: „Beiskja var í hjarta mínu og kvölin nísti hug minn.“ Minnstu munaði að hann hætti að þjóna Jehóva. Hvernig náði hann áttum? „Ég kom inn í helgidóma Guðs,“ segir hann. Í félagsskap annarra tilbiðjenda Jehóva sá hann hlutina í réttu ljósi. Hann áttaði sig á því að velgengni hinna óguðlegu var bara tímabundin og að Jehóva myndi sjá til þess að réttlætið næði fram að ganga. (16. Hvaða lærdóm getum við dregið af Hönnu?
16 En hvað ef þér finnst erfitt að mæta á samkomur vegna einhverrar stöðu sem hefur komið upp? Segjum að þú hafir þurft að afsala þér verkefnum í söfnuðinum og sért leiður yfir því, eða þér hafi lent saman við bróður eða systur. Ef svo er geturðu ef til vill dregið lærdóm af Hönnu. (Lestu 1. Samúelsbók 1:4-8.) Hún var önnur eiginkvenna Elkana. Hin konan, Peninna, skapraunaði henni mjög og hún var oft miður sín. Hún átti sérlega erfitt á þeim árstíma þegar fjölskyldan fór til Síló til að færa Jehóva fórnir. Hanna var svo miður sín að hún grét og borðaði ekki. Hún lét það hins vegar ekki hindra sig í að sækja heim staðinn þar sem Jehóva var tilbeðinn. Jehóva kunni að meta trúfesti hennar og blessaði hana fyrir. – 1. Sam. 1:11, 20.
17, 18. (a) Hvernig fáum við hvatningu og uppörvun á samkomum? (b) Hvað finnst þér um hlýju og umhyggju Jehóva?
17 Þjónar Jehóva ættu að líkja eftir Hönnu. Við ættum að sækja samkomur dyggilega. Við þekkjum öll af eigin raun að samkomurnar eru ákaflega hvetjandi og uppörvandi. (Hebr. 10:24, 25) Kærleikur bræðra og systra er hughreystandi. Stutt svar eða ábending í ræðu getur snortið hjarta okkar. Bróðir eða systir geta uppörvað okkur með hlýlegum orðum eða með því að hlusta. (Orðskv. 15:23; 17:17) Og það er upplífgandi að hefja upp raustina og syngja Jehóva lof ásamt söfnuðinum. Þegar áhyggjur þjaka okkur þurfum við á þeirri uppörvun að halda sem við fáum á samkomunum. Það er þar sem Jehóva veitir okkur huggun og hvetur okkur til að vera trú og þolgóð. – Sálm. 94:18, 19.
18 Við vitum að við erum óhult undir verndarhendi Guðs og tökum undir með sálmaskáldinu Asaf sem ávarpaði hann í söng og sagði: „Þú heldur í hægri hönd mína, þú leiðir mig eftir ályktun þinni.“ (Sálm. 73:23, 24) Við megum vera Jehóva innilega þakklát fyrir að varðveita okkur til að við hljótum hjálpræði.
[Neðanmáls]
^ gr. 8 Galatabréfið 6:1 (Biblían 1981): „Bræður! Ef einhver misgjörð kann að henda mann, þá leiðréttið þér, sem andlegir eruð, þann mann með hógværð. Og haf gát á sjálfum þér, að þú freistist ekki líka.“
[Spurningar]
[Mynd á bls. 28]
Jehóva hefur líka hjálpað þér að taka við fagnaðarerindinu.
[Mynd á bls. 30]
Það er okkur til verndar að fara eftir ráðum Guðs.
[Mynd á bls. 31]
Styrkjandi uppörvun verndar okkur.