Líkjum eftir Jesú tilbiðjum Guð í samræmi við vilja hans
Líkjum eftir Jesú tilbiðjum Guð í samræmi við vilja hans
Í kærleika sínum býður Guð fólki „af öllum þjóðum og kynkvíslum, lýðum og tungum“ að tilbiðja sig. (Opinb. 7:9, 10; 15:3, 4) Þeir sem þiggja boðið geta horft á „yndisleik Drottins“. (Sálm. 27:4; 90:17) Þeir hefja upp lofsöng fyrir Guði eins og sálmaritarinn gerði og segja: „Föllum fram og tilbiðjum, beygjum kné vor fyrir Drottni, skapara vorum.“ — Sálm. 95:6.
Mikils metin tilbeiðsla
Jesús var einkasonur Guðs og hafði næg tækifæri til að tileinka sér viðhorf föðurins, lögmál hans og meginreglur. Jesús gat því með öruggri vissu bent á hvernig bæri að tilbiðja Guð á réttan hátt. Hann sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ — Jóh. 1:14; 14:6.
Jesús gaf hið fullkomna fordæmi um auðmjúka undirgefni við föður sinn. Hann sagði: „Ég geri ekkert einn og sér heldur tala ég það eitt sem faðirinn hefur kennt mér“. Síðan bætti hann við: „Ég geri ætíð það sem honum þóknast.“ (Jóh. 8:28, 29) Á hvern hátt fór Jesús að vilja föðurins?
Fyrir það fyrsta sýndi Jesús föður sínum algera hollustu en hún er undirstaða tilbeiðslunnar á Guði. Jesús sýndi sjálfur hve vænt honum þótti um föður sinn með því að vera Fil. 2:7, 8) Mikilvægur liður í tilbeiðslu Jesú var að hann var ötull að gera menn að lærisveinum. Þess vegna var hann kallaður kennari bæði af trúuðum og vantrúuðum. (Matt. 22:23, 24; Jóh. 3:2) Jesús notaði enn fremur mikið af tíma sínum og kröftum í þágu annarra. Fórnarlund hans veitti honum lítinn tíma fyrir sjálfan sig en hann var ánægður með að þjóna öðrum. (Matt. 14:13, 14; 20:28) Jesús gaf sér alltaf tíma til að koma fram fyrir himneskan föður sinn í bæn þrátt fyrir að vera önnum kafinn. (Lúk. 6:12) Guð hlýtur að hafa metið tilbeiðslu Jesú mjög mikils!
honum hlýðinn og gera vilja hans þótt það kostaði hann miklar þjáningar. (Það kostar baráttu að þóknast Guði
Jehóva fylgdist með hegðun sonar síns og lét í ljós velþóknun sína. (Matt. 17:5) En Satan djöfullinn tók líka eftir trúfesti Jesú sem varð því sérstakur skotspónn hans. Hvað kom til? Enginn maður hafði fram að þessu verið Guði fullkomlega hlýðinn og tilbeðið hann í samræmi við vilja hans. Satan djöfullinn ætlaði að fá Jesú til að hætta tilbeiðslunni sem Jehóva réttilega verðskuldaði. — Opinb. 4:11.
Satan reyndi að spilla Jesú með freistandi tilboði. Hann fór með Jesú upp á „ofurhátt fjall, [sýndi] honum öll ríki heims og dýrð þeirra“. Síðan sagði hann: „Allt þetta mun ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig.“ Hvernig brást Jesús við? „Vík brott, Satan!“ sagði hann: „Ritað er: Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum.“ (Matt. 4:8-10) Já, Jesús vissi að það væri skurðgoðadýrkun að falla fram fyrir Satan óháð því hvers konar hag það virtist hafa í för með sér. Hann vildi ekki einu sinni í eitt skipti tilbiðja nokkurn annan en Jehóva.
Satan byði okkur ef til vill ekki öll ríki heims og dýrð þeirra ef við tilbæðum hann. En hann reynir enn þá að trufla tilbeiðslu sannkristinna manna á Guði. Satan djöfullinn vill að við tilbiðjum einhvern annan eða eitthvað annað. — 2. Kor. 4:4.
Jesús Kristur var trúfastur allt til dauða. Með því að vera ráðvandur Jehóva Guði vegsamaði hann Guð á þann hátt sem enginn annar maður hafði gert áður. Sannkristnir menn reyna að fylgja trúfastri lífsstefnu Jesú með því að láta tilbeiðslu sína á Jehóva sitja fyrir öllu öðru. Gott samband við Guð er það dýrmætasta sem við eigum.
Blessun fylgir því að tilbiðja Guð í samræmi við vilja hans
„Hrein og flekklaus guðrækni“ í augum Guðs hefur margs konar blessun í för með Jak. 1:27) Við lifum til dæmis á þeim tíma þegar þeim fjölgar sem eru „sérgóðir, fégjarnir, raupsamir“ og „andsnúnir öllu góðu“. (2. Tím. 3:1-5) Innan safnaðar Guðs höfum við samt þann heiður að umgangast siðferðilega hreint og heilbrigt fólk sem reynir að tilbiðja Guð samkvæmt meginreglum hans. Er það ekki endurnærandi?
sér. (Með því að vera óflekkuð af þessum heimi fáum við að auki þá blessun að hafa hreina samvisku. Okkur langar til að hafa góða samvisku með því að fara eftir réttlátum meginreglum Guðs og fylgja lögum „keisarans“ þegar þau stangast ekki á við lög Guðs. — Mark. 12:17; Post. 5:27-29.
Heilshugar þjónusta færir okkur annars konar blessun. Líf okkar verður innihaldsríkara og ánægjulegra þegar við einbeitum okkur að því að gera vilja Guðs frekar en okkar eigin. Í stað þess að segja: „Etum þá og drekkum, því að á morgun deyjum við“ höfum við örugga von um eilíft líf í paradís á jörð. — 1. Kor. 15:32.
Í Opinberunarbókinni er bent á þá tíma þegar þeir sem standa hreinir frammi fyrir Guði koma „úr þrengingunni miklu“. Í frásögunni segir: „Sá sem í hásætinu situr mun búa hjá þeim.“ (Opinb. 7:13-15). Sá sem situr í hásætinu er enginn annar en Jehóva Guð, dýrlegasta veran í öllum alheiminum. Reyndu að ímynda þér hve gleðilegt það verður þegar hann býður þér að búa hjá sér sem velkominn gest, verndar þig með umhyggju sinni svo að ekkert geti orðið þér að meini! Að vissu marki getum við nú þegar notið verndar hans og umhyggju.
Allir þeir sem tilbiðja Guð í samræmi við vilja hans verða þá leiddir „til vatnslinda lífsins“. Þessar hressandi vatnslindir tákna allar þær ráðstafanir sem Jehóva gerir til þess að við fáum eilíft líf. Með lausnargjaldi Krists mun Guð „þerra hvert tár af augum þeirra“. (Opinb. 7:17) Mannkynið mun hljóta fullkomleika og það færir ólýsanlega gleði þeim sem hafa von um að lifa að eilífu á jörðinni. Jafnvel núna hrópa tilbiðjendur Guðs af gleði, láta í ljós innilegt þakklæti til hans og tilbiðja hann ásamt þeim á himnum sem syngja honum lofsönginn: „Mikil og dásamleg eru verk þín, Drottinn Guð, þú alvaldi, réttlátir og sannir eru vegir þínir, þú konungur aldanna. Hver skyldi ekki óttast þig, Drottinn, og vegsama nafn þitt? Því að þú einn ert heilagur, allar þjóðir munu koma og tilbiðja frammi fyrir þér því að réttlátir dómar þínir eru opinberir orðnir.“ — Opinb. 15:3, 4.
[Mynd á blaðsíðu 27]
Hvað býður Satan okkur fyrir að tilbiðja sig?