Hjónaband og barneignir á endalokatímanum
Hjónaband og barneignir á endalokatímanum
„Tíminn er orðinn stuttur.“ — 1. KOR. 7:29.
1. (a) Hvaða breytingar hafa átt sér stað núna á „síðustu dögum“? (b) Hvernig snertir það okkur að fjölskyldulífið skuli vera í upplausn?
Í ORÐI Guðs kemur fram að „tíð endalokanna“ myndi einkennast af styrjöldum, jarðskjálftum, hallærum og drepsóttum. (Dan. 8:17, 19; Lúk. 21:10, 11) Þar kemur einnig fram að miklar þjóðfélagsbreytingar myndu eiga sér stað á þessum örlagatímum í sögu mannkyns. Upplausn í fjölskyldulífinu yrði meðal þeirra erfiðleika sem fólk þyrfti að glíma við á „síðustu dögum“. (2. Tím. 3:1-4) Hvaða áhrif hafa þessar breytingar á okkur? Svo víðtækar eru þær og svo náið snerta þær líf fólks að þær geta haft áhrif á afstöðu kristinna manna til hjónabands og barneigna. Hvernig þá?
2. Hvernig lítur heimurinn almennt á hjónaband og skilnað?
2 Hjónaskilnaðir eru orðnir mjög algengir og þeim fer fjölgandi víða um lönd, enda auðvelt að fá skilnað. Við ættum hins vegar að hafa skýrt í huga að Jehóva Guð hefur allt aðra afstöðu til hjónabands og skilnaðar en
tíðkast í heiminum sem við búum í. Hver er þá afstaða Jehóva?3. Hvernig líta Jehóva og Jesús Kristur á hjónabandið?
3 Jehóva Guð ætlast til þess að þeir sem ganga í hjónaband haldi hjúskaparheitið. Þegar hann gaf saman fyrstu hjónin sagði hann að maður ætti að ‚búa við eiginkonu sína og þau yrðu eitt hold‘. Jesús Kristur endurtók þessi orð löngu síðar og bætti þá við: „Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja.“ Síðan sagði hann: „Sá sem skilur við konu sína nema sakir hórdóms og kvænist annarri, drýgir hór.“ (1. Mós. 2:24; Matt. 19:3-6, 9) Jehóva og Jesús líta því svo á að hjónaband sé ævilangt samband sem tekur ekki enda fyrr en annað hjónanna deyr. (1. Kor. 7:39) Þar eð hjónabandið er heilagt er skilnaður háalvarlegt mál. Reyndar segir í Biblíunni að Jehóva hati hjónaskilnað sem á sér ekki biblíulega forsendu. * — Lestu Malakí 2:13-16; 3:6.
Ábyrg afstaða til hjónabands
4. Af hverju sér ungt fólk stundum eftir því að hafa flýtt sér að ganga í hjónaband?
4 Umheimurinn er óguðlegur og virðist ekki hugsa um annað en kynlíf. Kynæsandi myndum rignir yfir okkur dag eftir dag. Við getum ekki látið eins og það hafi engin áhrif á okkur, sérstaklega á unga fólkið í söfnuðinum. Hvernig ætti ungt kristið fólk að bregðast við þessum óheilnæmu áhrifum sem geta vakið upp kynferðislegar langanir, jafnvel gegn vilja þess? Sumir hafa reynt að bregðast við þessu með því að ganga mjög ungir í hjónaband. Þannig vonast þeir til að geta forðast kynferðislegt siðleysi. En margir sjá fljótlega eftir því að giftast mjög ungir. Af hverju? Þegar hveitibrauðsdagarnir eru liðnir og hversdagsleikinn tekur við kemur stundum í ljós að ungu hjónin eiga ósköp fátt sameiginlegt. Ljóst er að hjón í þessari aðstöðu eiga við alvarlegan vanda að glíma.
5. Hvað hjálpar hjónum að halda hjúskaparheitið? (Sjá einnig neðanmálsgrein.)
5 Það getur verið býsna erfitt að vera giftur manneskju — jafnvel trúsystkini — sem reynist vera mjög ólík því sem þú ímyndaðir þér. (1. Kor. 7:28) En jafnvel þó að upp komi erfið vandamál í hjónabandi vita sannkristnir menn að skilnaður, sem brýtur í bága við Biblíuna, er ekki boðleg leið til að leysa vandann. Þeir sem leggja sig fram um að viðhalda hjónabandinu af því að þeir vilja halda hjúskaparheitið eiga skilið virðingu og stuðning annarra í söfnuðinum. *
6. Hvernig ætti ungt kristið fólk að hugsa um hjónaband?
6 Ertu ung eða ungur og hefur enn ekki stofnað til hjónabands? Hvernig ættirðu þá að hugsa um hjónaband? Þú getur hlíft sjálfum þér við miklu hugarangri ef þú bíður með að stofna til rómantískra tengsla við trúsystkini af hinu kyninu þangað til þú hefur náð nægum líkams-, hugar- og tilfinningaþroska. Biblían tiltekur auðvitað engan ákveðinn giftingaraldur. * Hins vegar kemur fram í henni að það sé skynsamlegt að bíða þangað til sá tími er liðinn hjá þegar kynhvötin er hvað sterkust. Af hverju? Af því að sterk kynhvöt getur brenglað dómgreindina og fengið fólk til að taka óviturlegar ákvarðanir sem það iðrar síðar meir. Munum að Jehóva gefur viturleg ráð um hjónaband í Biblíunni og það er þér til gæfu að fara eftir þeim. — Lestu Jesaja 48:17, 18.
Ábyrg afstaða til barneigna
7. Hvað gerist hjá sumum ungum hjónum og af hverju getur það reynt á samband þeirra?
7 Sum hjón, sem giftast ung, eru varla komin af unglingsaldri þegar þau eiga von á barni. Þau hafa eiginlega ekki haft tíma til að kynnast almennilega áður en barnið kemur í heiminn. Og barnið þarfnast athygli allan sólarhringinn. Eins og eðlilegt er fer mestallur tími móðurinnar í að sinna barninu og þá getur eiginmaðurinn orðið svolítið afbrýðisamur. Svefnlausar nætur geta valdið spennu og álagi sem reynir á samband hjónanna. Þau uppgötva allt í einu að þau eru búin að glata frelsinu að töluverðu leyti. Þau hafa ekki sama svigrúm og áður til að fara ferða sinna. Hvernig eiga þau að líta á breyttar aðstæður?
8. Hvernig eiga hjón að líta á barneignir og af hverju?
8 Rétt eins og fólk þarf að taka ábyrga afstöðu til hjónabands ber að líta á barneignir sem mikla ábyrgð en jafnframt blessun frá Guði. Að eignast barn hefur ýmsar breytingar í för með sér og kristnir foreldrar ættu að gera sitt ýtrasta til að axla þá ábyrgð sem því fylgir. Jehóva gaf mönnum þann hæfileika að geta eignast börn og því ættu foreldrarnir að líta á nýfædda barnið sem „gjöf frá Drottni“. (Sálm. 127:3) Kristnir foreldrar leggja sig fram um að rækja foreldraskyldur sínar „vegna Drottins“. — Ef. 6:1.
9. (a) Hvað er fólgið í því að ala upp barn? (b) Hvað getur eiginmaðurinn gert til að hjálpa konunni að varðveita sterkt samband við Jehóva?
9 Uppeldi barns kostar mikinn tíma og krafta og kallar á áralanga fórnfýsi. Kristinn eiginmaður þarf að gera sér grein fyrir því að eiginkonan hefur líklega ekki fullt gagn af samkomum um nokkurra ára skeið eftir að barn kemur í heiminn. Trúlega hefur hún minni tíma til sjálfsnáms í Biblíunni og til hugleiðingar en hún hafði áður. Þetta gæti orðið til þess að veikja samband hennar við Jehóva. Ábyrgur eiginmaður leggur því eins mikið af mörkum og hann getur til að annast barnið. Hann gæti reynt að bæta upp það sem konan hans fer á mis við á samkomum með því að segja henni frá því sem fram fór þegar heim er komið. Hann getur líka gert Filippíbréfið 2:3, 4.
sitt með því að hugsa um barnið til að konan hans fái næg tækifæri til að taka þátt í að boða fagnaðarerindið. — Lestu10, 11. (a) Hvernig er hægt að ala börn upp með „umvöndun Drottins“? (b) Hvers vegna eiga margir kristnir foreldrar hrós skilið?
10 Ábyrgir foreldrar gera miklu meira en að sjá barninu fyrir fæði, klæði, húsnæði og heilsugæslu. Í ljósi þess hvernig heimurinn er núna á síðustu dögum er mikilvægt að kenna barninu frá unga aldri þær siðferðisreglur sem það á að lifa eftir. Það þarf að ala það upp „með aga og umvöndun Drottins“. (Ef. 6:4) Þessi „umvöndun“ felur í sér að kenna barninu sjónarmið Jehóva frá unga aldri allt fram á hin erfiðu unglingsár. — 2. Tím. 3:14, 15.
11 Þegar Jesús sagði fylgjendum sínum að gera „allar þjóðir að lærisveinum“ var auðvitað innifalið að foreldrar ættu að hjálpa börnum sínum að verða lærisveinar hans. (Matt. 28:19, 20) Það er engan veginn auðvelt vegna þess álags sem börn og unglingar verða fyrir frá heiminum. Foreldrar eiga því hrós skilið frá öllum í söfnuðinum þegar þeim tekst að ala börnin upp í trúnni og börnin vígjast Jehóva. Þessir ábyrgu foreldrar hafa sigrast á áhrifum heimsins með trú sinni og trúfesti. — 1. Jóh. 5:4.
Einhleyp eða barnlaus í göfugum tilgangi
12. Af hverju ákveða sumir þjónar Guðs að vera einhleypir um tíma?
12 Þar sem „tíminn er orðinn stuttur“ og „heimurinn í núverandi mynd líður undir lok“ erum við hvött í orði Guðs til að hugleiða kosti þess að vera einhleyp. (1. Kor. 7:29-31) Sumir þjónar Guðs ákveða því að vera einhleypir alla ævi eða þá í einhver ár áður en þeir ganga í hjónaband. Þeir eiga hrós skilið fyrir að nota ekki frjálsræðið, sem fylgir því að vera ógiftur, til að keppa að eigingjörnum markmiðum. Margir eru einhleypir til að geta þjónað Jehóva af ‚óbifanlegri fastheldni‘ án truflunar. (Lestu 1. Korintubréf 7:32-35) Sumir einhleypir þjónar Guðs eru brautryðjendur eða Betelítar. Margir reyna að verða að meira gagni í söfnuði Jehóva með því að leitast við að uppfylla kröfurnar til að geta sótt Þjónustuþjálfunarskólann. Þeir sem þjónuðu í fullu starfi um tíma meðan þeir voru ógiftir og ákváðu síðar að gifta sig segja oft að það sem þeir lærðu á þessu tímabili ævinnar hafi komið þeim að góðum notum í hjónabandinu.
13. Hvers vegna ákveða sum kristin hjón að vera barnlaus?
13 Í sumum heimshlutum hefur sú breyting átt sér stað að fjöldi hjóna ákveður að eignast ekki börn. Sum gera 1. Kor. 7:3-5) Sum þeirra þjóna Jehóva og trúsystkinum sínum í farandstarfi eða á Betel en sum eru brautryðjendur eða trúboðar. Jehóva gleymir ekki verki þeirra og kærleikanum sem þau sýna nafni hans. — Hebr. 6:10.
það af fjárhagsástæðum en önnur af því að þau vilja hafa frjálsræði til að einbeita sér að starfsframa. Meðal þjóna Guðs er líka að finna hjón sem ákveða að vera barnlaus. Mörg þeirra gera það til að skapa sér meira svigrúm í þjónustu Jehóva. Það þýðir ekki að þau lifi ekki eðlilegu hjónalífi. Þau eru engu að síður fús til að láta hagsmuni Guðsríkis ganga fyrir sumu af því sem fylgir hjónabandi. (‚Þrenging fyrir holdið‘
14, 15. Hvaða „þrenging“ gætu kristnir foreldrar hlotið „fyrir hold sitt“?
14 Páll postuli sagði hjónum að þau myndu „þrenging . . . hljóta fyrir hold sitt“. (1. Kor. 7:28, Biblían 1912) Þar gæti verið um að ræða veikindi hjónanna, barnanna eða aldraðra foreldra hjónanna. Einnig gæti verið um að ræða erfiðleika og sorgir sem tengjast uppeldi barnanna. Eins og fram kom í byrjun greinarinnar segir í Biblíunni að „á síðustu dögum“ myndu koma „örðugar tíðir“. Erfiðleikarnir yrðu meðal annars fólgnir í því að börn yrðu ‚foreldrum óhlýðin‘. — 2. Tím. 3:1-3.
15 Það er engan veginn auðvelt fyrir kristna foreldra að ala upp börn. Við erum ekki ónæm fyrir hinum ‚örðugu tíðum‘ umhverfis okkur. Kristnir foreldrar þurfa því að heyja stöðuga baráttu gegn hættulegum áhrifum sem ‚aldarháttur þessa heims‘ getur haft á börnin. (Ef. 2:2, 3) Og ekki vinnst alltaf sigur. Ef sonur eða dóttir kristinna hjóna hættir að þjóna Jehóva er það sannarlega „þrenging“ fyrir foreldra sem hafa reynt að ala barnið upp í sannleika Guðs. — Orðskv. 17:25.
„Þá verður sú mikla þrenging“
16. Hvaða „þrenging“ sagði Jesús að ætti eftir að koma?
16 Engin „þrenging“, sem við verðum fyrir í tengslum við hjónaband eða barneignir, kemst þó í hálfkvisti við aðra þrengingu sem er fram undan. Í spádómi um nærveru sína og endalok þessa heims sagði Jesús: „Þá verður sú mikla þrenging, sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og mun aldrei verða.“ (Matt. 24:3, 21) Síðar upplýsti Jesús að mikill múgur manna myndi lifa af þessa ‚miklu þrengingu‘. En heimur Satans á eftir að gera heiftuga lokaárás á friðsama votta Jehóva. Það verður eflaust erfiður tími fyrir okkur öll, jafnt börn sem fullorðna.
17. (a) Af hverju getum við horft örugg til framtíðar? (b) Hvað ætti að hafa áhrif á afstöðu okkar til hjónabands og barneigna?
17 Við ættum samt ekki að skelfast framtíðina. Foreldrar, sem eru Jehóva trúir, geta vonast eftir að hann verndi þá og ung börn þeirra. (Lestu Jesaja 26:20, 21; Sef. 2:2, 3; 1. Kor. 7:14) En höfum hugfast að við lifum á erfiðum tímum og látum það hafa áhrif á afstöðu okkar til hjónabands og barneigna núna á endalokatímanum. (2. Pét. 3:10-13) Þá heiðrum við Jehóva og kristna söfnuðinn með lífi okkar, hvort sem við erum einhleyp eða gift, og hvort sem við eigum börn eða ekki.
[Neðanmáls]
^ gr. 3 Sjá Live With Jehovah’s Day in Mind, bls. 125, undir fyrirsögninni „He Has Hated a Divorcing“.
^ gr. 5 Ef fólk á við vandamál að stríða í hjónabandinu getur verið gott að lesa greinar um hjónaband í Varðturninum 1. nóvember 2003 og Vaknið! (enskri útgáfu) 8. janúar 2001.
^ gr. 6 Sjá Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 30. kafla, „Er ég tilbúin(n) að giftast?“
Til upprifjunar
• Af hverju ætti ungt fólk í söfnuðinum ekki að flýta sér um of að giftast?
• Hvað er fólgið í því að ala upp barn?
• Hvers vegna kjósa margir þjónar Guðs að vera einhleypir og mörg kristin hjón að vera barnlaus?
• Hvaða „þrenging“ getur orðið á vegi kristinna foreldra?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 17]
Af hverju er skynsamlegt fyrir ungt fólk í söfnuðinum að flýta sér ekki um of að giftast?
[Mynd á blaðsíðu 18]
Eiginmaður getur lagt sitt af mörkum til að konan hans geti tekið virkan þátt í þjónustunni við Guð.
[Mynd á blaðsíðu 19]
Hvers vegna ákveða sum kristin hjón að vera barnlaus?