„Raust þeirra hefur borist út um alla jörðina“
„Raust þeirra hefur borist út um alla jörðina“
„Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda.“ — MATTEUS 28:19.
1, 2. (a) Hvaða verkefni fól Jesús lærisveinum sínum? (b) Hvers vegna gátu frumkristnir menn áorkað eins miklu og raun bar vitni?
SKÖMMU áður en Jesús steig upp til himna fól hann lærisveinum sínum verkefni. Hann sagði þeim: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda.“ (Matteus 28:19) Þetta var gríðarlegt verkefni.
2 Hugsaðu þér. Á hvítasunnunni árið 33 var heilögum anda úthellt yfir um 120 lærisveina. Þeir hófu þetta verk með því að segja Postulasagan 2:1-36) Hvernig gat svona fámennur hópur náð til ,allra þjóða‘? Það var ógerlegt frá mannlegum bæjardyrum séð, en „Guð megnar allt“. (Matteus 19:26) Frumkristnir menn höfðu heilagan anda sér til hjálpar og þeir voru kappsamir. (Sakaría 4:6; 2. Tímóteusarbréf 4:2) Ekki voru liðnir þrír áratugir þegar Páll postuli gat sagt að fagnaðarerindið væri prédikað „fyrir öllu, sem skapað er undir himninum“. — Kólossubréfið 1:23.
öðrum frá því að Jesús væri hinn langþráði Messías og að hægt væri að hljóta hjálpræði fyrir atbeina hans. (3. Hvað yfirgnæfði hið ómengaða kristna ,hveiti‘?
3 Sönn kristni hélt áfram að breiðast út svo til alla fyrstu öldina. En Jesús hafði sagt fyrir að Satan myndi sá „illgresi“ og að það myndi yfirgnæfa hið sannkristna ,hveiti‘ í aldaraðir fram að uppskerutímanum. Og sú varð raunin eftir dauða postulanna. — Matteus 13:24-39.
Hraður vöxtur nú á dögum
4, 5. Hvaða verk hófu smurðir kristnir menn árið 1919 og hvers vegna var þetta erfitt verkefni?
4 Árið 1919 var tíminn kominn til að aðskilja hið ómengaða kristna hveiti frá illgresinu. Smurðir kristnir menn vissu að fyrirskipun Jesú var enn í gildi. Þeir trúðu því staðfastlega að þeir lifðu á „síðustu dögum“ og voru sér meðvita um spádóm Jesú: „Þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.“ (2. Tímóteusarbréf 3:1; Matteus 24:14) Já, þeir vissu að mikið verk var fyrir höndum.
5 En líkt og lærisveinarnir árið 33 stóðu þessir smurðu kristnu menn frammi fyrir risavöxnu verkefni. Þeir voru aðeins nokkur þúsund að tölu í örfáum löndum. Gátu þeir með einhverju móti boðað fagnaðarerindið „um alla heimsbyggðina“? Hafðu í huga að jarðarbúum hafði fjölgað úr ef til vill 300 milljónum á tímum rómversku keisaranna í næstum 2 milljarða eftir fyrri heimsstyrjöldina. Og jarðarbúum myndi halda áfram að fjölga ört alla 20. öldina.
6. Hvaða árangur hafði náðst í að útbreiða fagnaðarerindið um miðjan fjórða áratug síðustu aldar?
6 Þrátt fyrir það hófust smurðir þjónar Jehóva handa við verkið, sem fyrir lá, líkt og bræður þeirra á fyrstu öld. Þeir treystu á Jehóva og andi hans var með þeim. Um miðjan fjórða áratuginn höfðu um 56.000 boðberar kunngert sannleika Biblíunnar í 115 löndum. Þá þegar hafði miklu verið áorkað en mikið meira var ógert.
7. (a) Hvaða nýja verkefni blasti við smurðum kristnum mönnum? (b) Hvernig hefur samansöfnuninni miðað áfram til þessa með aðstoð ,annarra sauða‘?
7 Þegar betri skilningur fékkst á því hver ,mikli múgurinn‘ var, sem nefndur er í Opinberunarbókinni 7:9, blasti við þessum iðjusömu kristnu mönnum nýtt verkefni. Og þetta var jafnframt fyrirheit um hjálp. Safna þurfti ótilgreindum fjölda ,annarra sauða‘ sem hefði jarðneska von, „af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum“. (Jóhannes 10:16) Þeir myndu ,þjóna Jehóva dag og nótt‘. (Opinberunarbókin 7:15) Það þýddi að þeir myndu aðstoða við boðunar- og kennslustarfið. (Jesaja 61:5) Smurðir kristnir menn fögnuðu því að boðberum fjölgaði svo þúsundum skipti og síðar milljónum. Árið 2003 náðist nýtt hámark þegar 6.429.351 tók þátt í boðunarstarfinu — og langflestir þeirra eru af múginum mikla. * Smurðir kristnir menn eru þakklátir fyrir þessa hjálp og aðrir sauðir eru þakklátir fyrir að mega styðja smurða bræður sína. — Matteus 25:34-40.
8. Hvernig brugðust vottar Jehóva við því gífurlega álagi sem fylgdi síðari heimsstyrjöldinni?
8 Þegar hveitihópurinn kom aftur fram á sjónarsviðið háði Satan heiftarlegt stríð gegn honum. (Opinberunarbókin 12:17) Hvernig brást Satan við þegar múgurinn mikli fór að koma fram á sjónarsviðið? Með feikilegu ofbeldi um allan heim. Leikur einhver vafi á því að hann hafi staðið á bak við árásina á sanna tilbeiðslu í síðari heimsstyrjöldinni? Kristnir menn urðu fyrir miklu álagi beggja vegna víglínunnar. Mörg trúsystkina okkar máttu þola hræðilegar raunir og sum þeirra létu lífið fyrir trú sína. Samt sem áður endurómuðu þau orð sálmaritarans: „Með Guðs hjálp mun ég lofa orð hans, Guði treysti ég, ég óttast eigi. Hvað getur hold gjört mér?“ (Sálmur 56:5; Matteus 10:28) Smurðir kristnir menn og aðrir sauðir stóðu staðfastlega saman, styrktir af anda Jehóva. (2. Korintubréf 4:7) Og fyrir vikið ,breiddist orð Guðs út‘. (Postulasagan 6:7) Þegar stríðið braust út árið 1939 tóku 72.475 þátt í boðunarstarfinu. En í lok stríðsins árið 1945 leiddi ársskýrslan engu að síður í ljós að 156.299 vottar boðuðu fagnaðarerindið og var skýrslan þó ekki tæmandi. Hvílíkur ósigur fyrir Satan!
9. Hvaða skólar voru kynntir til sögunnar í síðari heimsstyrjöldinni?
9 Þrátt fyrir ringulreið seinni heimsstyrjaldarinnar voru þjónar Jehóva greinilega ekki í vafa um að boðunarstarfinu yrði haldið áfram. Árið 1943, þegar stríðið var í algleymingi, voru meira að segja kynntir til sögunnar tveir nýir skólar. Annan þeirra, sem nú heitir Boðunarskólinn, átti að starfrækja í öllum söfnuðum til að þjálfa votta Jehóva í að prédika og gera menn að lærisveinum. Hinn skólinn, Biblíuskólinn Gíleað, var til að þjálfa trúboða sem myndu byggja upp starfið víða um heim. Já, þegar stríðsbálið slokknaði voru sannkristnir menn reiðubúnir fyrir aukið starf.
10. Hvernig sýndu þjónar Jehóva kappsemi sína árið 2003?
10 Og þeir hafa unnið stórkostlegt starf. Ungir sem aldnir, foreldrar og börn og jafnvel hinir veikburða, hafa fengið þjálfun í Boðunarskólanum. Þau hafa unnið og vinna enn að hinu mikla verkefni sem Jesús fól okkur. (Sálmur 148:12, 13; Jóel 3:1, 2) Árið 2003 störfuðu að meðaltali 825.185 sem brautryðjendur í hverjum mánuði, annaðhvort tímabundið eða reglulega, og vitnar það um kappsemi þeirra. Og vottar Jehóva vörðu 1.234.796.477 klukkustundum það árið í að segja öðrum frá fagnaðarerindinu um ríkið. Jehóva kann vissulega að meta ötult starf þjóna sinna.
Á erlendri grund
11, 12. Hvaða dæmi vitna um gott starf trúboða?
11 Bæði nemendur úr Gíleaðskólanum og nú síðustu árin úr Þjónustuþjálfunarskólanum hafa unnið mikið og gott starf. Þegar fyrstu trúboðarnir komu til Brasilíu árið 1945 voru innan við 400 boðberar þar í landi. Bæði þeir og trúboðarnir, sem síðar komu, hafa unnið hörðum höndum við hlið
ötulla bræðra sinna í Brasilíu og Jehóva hefur stórum blessað erfiði þeirra. Það er einkar ánægjulegt fyrir þá sem muna eftir gamla tímanum að sjá boðbera verða 607.362 árið 2003 og er það mesti fjöldi hingað til.12 Tökum einnig Japan sem dæmi. Áður en seinni heimsstyrjöldin braust út voru þar um hundrað boðberar Guðsríkis. Meðan á stríðinu stóð fækkaði þeim sökum grimmilegra ofsókna og í lok stríðsins voru fáir vottar á lífi og sterkir í trúnni. (Orðskviðirnir 14:32) Þessir ráðvöndu vottar, sem eftir voru, tóku vissulega vel á móti þeim 13 trúboðum úr Gíleaðskólanum sem komu árið 1949. Og trúboðunum þótti strax vænt um japönsk trúsystkini sín sem voru gestrisin og full eldmóðs. Rúmum 50 árum síðar, árið 2003, var greint því að í Japan væru alls 217.508 boðberar sem er nýtt met. Jehóva hefur sannarlega blessað fólk sitt þar í landi. Svipaða sögu er að segja víða annars staðar. Þeir sem hafa getað starfað á erlendri grund hafa lagt mikið af mörkum til útbreiðslu fagnaðarerindisins og árið 2003 var það prédikað í 235 löndum, eyjum og stjórnarsvæðum víðs vegar um heiminn. Já, hinn mikli múgur kemur af „alls kyns fólki“ eða þjóðum.
„Af alls kyns . . . kynkvíslum og lýðum og tungum“
13, 14. Hvernig sýndi Jehóva fram á gildi þess að boða fagnaðarerindið á „alls kyns . . . tungum“?
13 Fyrsta skráða kraftaverkið eftir að lærisveinarnir voru smurðir heilögum anda á hvítasunnunni árið 33 var að þeir töluðu tungum við mannfjöldann. Ef til vill hafa allir sem á hlýddu talað grísku sem var alþjóðamál á þeim tíma. Og þar eð þetta voru „guðræknir menn“ gátu þeir að öllum líkindum skilið hebresku guðsþjónustuna í musterinu. En athygli þeirra vaknaði fyrir alvöru þegar þeir heyrðu fagnaðarerindið á málinu sem þeir höfðu lært við móðurkné. — Postulasagan 2:5, 7-12.
14 Nú á dögum eru einnig notuð mörg tungumál í boðunarstarfinu. Því var spáð að hinn mikli múgur ætti ekki aðeins að vera af þjóðum heldur líka af „kynkvíslum og lýðum og tungum“. Í samræmi við þetta spáði Jehóva fyrir munn Sakaría: „Tíu menn af þjóðum ýmissa tungna [munu] taka í kyrtilskaut eins Gyðings og segja: ,Vér viljum fara með yður, því að vér höfum heyrt, að Guð sé með yður.‘“ (Sakaría 8:23) Þó að vottar Jehóva hafi ekki lengur tungutalsgáfuna vita þeir hversu mikilvægt það er að kenna fólki á móðurmáli þess.
15, 16. Hvernig hafa trúboðar og aðrir lagt sig fram um að prédika á heimamálinu?
15 Fáein tungumál, eins og enska, franska og spænska, eru að vísu mjög útbreidd nú á dögum. En þeir sem yfirgefa heimaland sitt til að starfa í öðrum löndum reyna að læra heimamálið svo að fagnaðarerindið verði aðgengilegra þeim sem ,hneigjast til eilífs lífs‘. (Postulasagan 13:48, NW) Það getur reynst þrautin þyngri. Þegar vottana á Túvalú í Suður-Kyrrahafi vantaði rit á móðurmáli sínu hófst einn trúboðinn handa við þýðingarstörf. Engin orðabók var tiltæk svo að hann fór að búa til orðalista með túvalúeyskum orðum. Um síðir var bókin Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð * gefin út á túvalúeysku. Þegar trúboðar komu til Curaçao voru hvorki til biblíurit né orðabók á heimamálinu, papíamentó. Einnig var mikill ágreiningur um hvernig ritmálið ætti að vera. En engu að síður var fyrsta kristna biblíuritið á papíamentó gefið út áður en tvö ár voru liðin frá því að fyrstu trúboðarnir komu. Núna er það eitt af þeim 133 tungumálum sem Varðturninn kemur út á samtímis ensku útgáfunni.
16 Fyrstu trúboðunum í Namibíu tókst ekki að finna votta þar í landi sem gátu hjálpað þeim að þýða. Og þar við bættist að eitt heimamálið, nama, hafði ekki yfir að ráða algengum hugtökum svo sem „fullkominn“. Trúboði segir svo frá: „Ég fékk aðallega kennara, sem voru að nema Biblíuna, til að þýða. Þar sem þeir höfðu takmarkaða þekkingu á sannleikanum þurfti ég að vera með þeim til að ganga úr skugga um að hver setning væri nákvæmlega þýdd.“ Engu að síður var smáritið Life in a New World að lokum þýtt á fjögur tungumál í Namibíu. Núna er Varðturninn gefinn út reglulega á kvanjama og ndonga.
17, 18. Hvað leggja vottarnir á sig í Mexíkó og öðrum löndum?
17 Spænska er aðaltungumálið í Mexíkó. En áður en Spánverjarnir komu voru mörg tungumál töluð þar og sum eru enn í notkun. Rit votta Jehóva eru því gefin út á sjö mexíkóskum tungumálum, svo og á mexíkósku táknmáli. Ríkisþjónustan á maya var fyrsta ritið sem kom út reglulega á amerísku indíánamáli. Í Mexíkó eru nokkur þúsund Mayar, Astekar og aðrir indíánar á meðal 572.530 boðbera Guðsríkis.
18 Milljónir manna hafa flúið heimalönd sín eða flutt búferlum af efnahagsástæðum. Í mörgum löndum eru þar af leiðandi í fyrsta sinn allstór svæði þar sem töluð eru erlend tungumál. Vottar Jehóva hafa ráðist í það að prédika á þessum svæðum. Svo dæmi sé tekið eru á Ítalíu söfnuðir og hópar sem tala 22 tungumál auk ítölsku. Nýlega voru haldin þar 16 tungumálanámskeið, þar á meðal í ítölsku táknmáli, til að hjálpa bræðrum og systrum að prédika fyrir fólki sem talar önnur tungumál. Í mörgum öðrum löndum leggja vottar Jehóva sig einnig fram við að ná til stórra innflytjendasamfélaga. Já, með hjálp Jehóva kemur hinn mikli múgur úr fjöldamörgum málhópum.
„Út um alla jörðina“
19, 20. Hvaða orð Páls eru að uppfyllast á eftirtektarverðan hátt nú á dögum? Skýrðu svarið.
19 Páll postuli skrifaði á fyrstu öldinni: „Hafa þeir ekki heyrt? Jú, vissulega, ,raust þeirra hefur borist út um alla jörðina og orð þeirra til endimarka heimsbyggðarinnar.‘“ (Rómverjabréfið 10:18) Fyrst hægt var að segja þetta um fyrstu öldina er ekki síður hægt að segja þetta um okkar tíma. Milljónir manna, ef til vill fleiri en nokkurn tíma áður, segja: „Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni.“ — Sálmur 34:2.
20 Og ekki hægir á verkinu. Boðberum fer stöðugt fjölgandi. Sífellt meiri tíma er varið til boðunarstarfsins. Farið er í milljónir endurheimsókna og hundruð þúsunda biblíunámskeiða eru haldin. Og boðberar halda áfram að finna áhugasama. Á síðasta ári sóttu 16.097.622 minningarhátíðina um dauða Jesú og hafa aldrei fleiri verið viðstaddir. Það er augljóslega enn mikið starf óunnið. Höldum áfram að líkja eftir staðfastri ráðvendni bræðra okkar og systra sem hafa staðist harðar ofsóknir. Og sýnum sömu kappsemina og trúsystkini okkar sem hafa stritað í þjónustu Jehóva síðan 1919. Allir skulu enduróma söng sálmaritarans: „Allt sem andardrátt hefir lofi Drottin! Halelúja!“ —[Neðanmáls]
^ gr. 7 Sjá ársskýrsluna í Varðturninum (enskri útgáfu) 1. janúar 2004, bls. 18 til 21.
^ gr. 15 Gefin út af Vottum Jehóva.
Geturðu útskýrt?
• Hvaða verk hófust bræðurnir handa við árið 1919 og hvers vegna var þetta erfitt verk?
• Hverjum var safnað saman til að styðja boðunarstarfið?
• Hverju hafa trúboðar og aðrir áorkað á erlendri grund?
• Hvað er til marks um það að Jehóva blessar starf þjóna sinna nú á dögum?
[Spurningar]
[Myndir á blaðsíðu 14, 15]
Þrátt fyrir ringulreið seinni heimsstyrjaldarinnar efuðust þjónar Jehóva ekki um að fagnaðarerindið yrði boðað.
[Rétthafi]
Sprenging: U.S. Navy photo. Aðrar: U.S. Coast Guard photo.
[Myndir á blaðsíðu 16, 17]
Hinn mikli múgur átti að koma af alls kyns kynkvíslum og tungum.