Huggaðu raunamædda
Huggaðu raunamædda
„Drottinn hefir smurt mig . . . til að hugga alla hrellda.“ — JESAJA 61:1, 2.
1, 2. Hverja ættum við að hugga og hvers vegna?
JEHÓVA, Guð allrar huggunar, kennir okkur að sýna fólki umhyggju þegar erfiðleika og ógæfu ber að garði. Hann kennir okkur að hughreysta niðurdregna og hugga alla sem syrgja. (1. Þessaloníkubréf 5:14) Við látum okkur annt um trúsystkini þegar þau þarfnast slíkrar hjálpar. Og við sýnum líka kærleika þeim sem standa utan safnaðarins, jafnvel fólki sem hefur ekki sýnt þess nein merki fram til þessa að því þyki vænt um okkur. — Matteus 5:43-48; Galatabréfið 6:10.
2 Jesús Kristur las upp hið spádómlega umboð Jesajabókar og heimfærði á sjálfan sig: „Andi Drottins er yfir mér, af því að Drottinn hefir smurt mig. Hann hefir sent mig til að flytja nauðstöddum gleðilegan boðskap og til að græða þá, sem hafa sundurmarið hjarta, . . . til að hugga alla hrellda.“ (Jesaja 61:1, 2; Lúkas 4:16-19) Smurðir kristnir menn á okkar dögum gerðu sér snemma grein fyrir því að þetta væri einnig hlutverk þeirra, og ‚aðrir sauðir‘ leggja þeim fúslega lið við það. — Jóhannes 10:16.
3. Hvernig gætum við hjálpað fólki sem spyr hvers vegna Guð leyfi þjáningar?
3 Oft spyr fólk þegar ógæfu ber að garði og það er í sárum: „Hvers vegna leyfir Guð svona þjáningar?“ Biblían svarar þessari spurningu skilmerkilega. Hins vegar getur það tekið nokkurn tíma fyrir þann sem er ekki biblíunemandi að skilja svarið til fulls. Rit Votta Jehóva eru ágætis hjálp til þess. * En oft hefur það reynst góð byrjun að hughreysta fólk með því að sýna því biblíutexta eins og til dæmis Jesaja 61:1, 2 sem lýsir svo ágætlega löngun Guðs til að hugga og hughreysta mennina.
4. Hvernig tókst pólskum votti að hjálpa niðurdreginni stúlku og hvað getur þú lært af því?
4 Ungir sem aldnir þurfa á huggun að halda. Niðurdregin unglingsstúlka í Póllandi spurði vinkonu sína ráða. Vinkonan, sem er vottur Jehóva, komst að raun um að stúlkan var full af efasemdum og var með ótal spurningar: „Af hverju er illskan svona mikil? Af hverju þjáist fólk? Af hverju er systir mín lömuð? Af hverju er ég ekki með heilbrigt hjarta? Kirkjan segir að þetta sé vilji Guðs. Ef það er rétt ætla ég að hætta að trúa á hann!“ Vinkonan baðst fyrir í hljóði og sagði síðan: „Mér þykir vænt um að þú skulir spyrja mig um þetta. Ég skal reyna að hjálpa þér.“ Hún sagðist sjálf hafa haft sínar efasemdir sem barn en vottar Jehóva hefðu hjálpað sér. „Ég komst að raun um að það er ekki Guð sem lætur fólk þjást,“ sagði hún. „Hann elskar mennina og vill þeim allt hið besta, og bráðlega ætlar hann að gerbreyta ástandinu á jörðinni. Sjúkdómar, vandamál ellinnar og dauðinn hverfa fyrir fullt og allt og hlýðið fólk fær að lifa að eilífu hér á jörð.“ Hún sýndi stúlkunni Opinberunarbókina 21:3, 4; Jobsbók 33:25 og Jesaja 35:5-7 og 65:21-25. Stúlkunni var augljóslega létt þegar hún sagði eftir alllangar umræður: „Núna veit ég fyrir hvað ég lifi. Má ég koma aftur til þín?“ Hún þáði boð um biblíunámskeið og það var haldið tvisvar í viku.
Með þeirri huggun sem Guð gefur
5. Hvað er sérstaklega huggandi þegar við tjáum fólki samúð okkar?
5 Samúð er alltaf viðeigandi þegar við reynum að hugga aðra. Við viljum að hinn raunamæddi skilji bæði af orðum okkar og raddblæ að okkur sé innilega annt um hann. Við gerum það ekki með innantómum tuggum. Biblían talar um að við ‚höldum von okkar fyrir þolgæði og huggun ritninganna.‘ (Rómverjabréfið 15:4) Með hliðsjón af því getum við valið viðeigandi stund til að útskýra hvað Guðsríki sé og notað Biblíuna til að sýna fram á hvernig það muni leysa núverandi vandamál. Síðan getum við fært rök fyrir því að þessi von sé örugg. Þannig getum við huggað aðra.
6. Hvað ættum við að sýna fólki fram á þannig að það geti sótt sem mesta huggun til Biblíunnar?
6 Til að hafa fullt gagn af þeirri huggun, sem við bjóðum fram, þarf fólk að kynnast hinum sanna Guði, skilja hvers konar persóna hann er og átta sig á því að loforð hans eru áreiðanleg. Þegar við reynum að hjálpa manneskju sem er ekki vottur Jehóva er gott að útskýra eftirfarandi. (1) Huggunin, sem Biblían veitir, er frá Jehóva, hinum sanna Guði. (2) Jehóva er alvaldur Guð, skapari himins og jarðar. Hann er Guð kærleikans og er ríkur af góðvild og sannleika. (3) Við getum fengið kraft til að þola ýmislegt ef við nálægjum okkur Guði með nákvæmri þekkingu úr orði hans. (4) Í Biblíunni er sagt frá ýmsum prófraunum sem fólk lenti í.
7. (a) Hverju getum við áorkað með því að leggja áherslu á huggunina sem Guð gefur „í ríkum mæli fyrir Krist“? (b) Hvernig gætirðu huggað manneskju sem veit að hún hefur breytt illa?
7 Síðara Korintubréf 1:3-7 hefur oft verið hughreystandi fyrir niðurdregna sem þekkja til Biblíunnar. Hægt er að benda sérstaklega á orðin „þannig hljótum vér og huggun í ríkum mæli fyrir Krist.“ Þessi ritningarstaður getur vakið fólk til vitundar um að það geti sótt meiri huggun til Biblíunnar en það hefur gert fram til þessa. Hann getur líka orðið kveikja frekari umræðna, kannski við annað tækifæri. Ef einhverjum finnst hann geta kennt sjálfum sér um erfiðleika sína gætum við sagt honum, án þess að virka fordæmandi, að það sé hughreystandi að lesa 1. Jóhannesarbréf 2:1, 2 og Sálm 103:11-14. Þannig getum við huggað aðra með þeirri huggun sem Guð gefur.
Þegar ofbeldi og efnahagserfiðleikar leggjast á
8, 9. Hvernig er hægt að hugga og hughreysta þá sem líða vegna ofbeldisverka annarra?
8 Ótal milljónir manna hafa orðið fórnarlömb ofbeldis — ýmist af hendi afbrotamanna eða vegna stríðsátaka. Hvernig er hægt að hugga þetta fólk?
9 Sannkristnir menn gæta þess að taka ekki afstöðu með einum né neinum í átökum heimsins, og þeir varast að vitna um nokkuð slíkt í orði eða verki. (Jóhannes 17:16) Þeir nota hins vegar Biblíuna til að sýna fram á að hið ómannúðlega ástand nútímans haldi ekki endalaust áfram. Þeir lesa kannski Sálm 11:5 til að benda á hvernig Jehóva líti á þá sem hafa yndi af ofbeldi, eða Sálm 37:1-4 til að minna á þá hvatningu Guðs að hefna okkar ekki sjálf heldur treysta honum. Í Sálmi 72:12-14 kemur fram hvernig hinum meiri Salómon, Jesú Kristi, sem er konungur á himnum núna, er innanbrjósts að horfa upp á saklaust fólk líða sökum ofbeldis annarra.
10. Hvernig geta ritningarstaðirnir í greininni hjálpað þeim sem hafa búið við stríðsástand um árabil?
10 Sumir hafa mátt búa við endalaus átök og valdabaráttu klofningshópa. Þeir gera ráð fyrir að stríðsátök og eftirköst þeirra séu hluti af lífinu. Eina úrræðið, sem þeir eygja til að bæta hlutskipti sitt, er að flýja til annars lands. En fæstum tekst að gera það og margir týna lífi sem reyna það. Margir uppgötva, ef þeim tekst að flýja, að þar taka bara við ný vandamál. Það mætti vísa í Sálm 146:3-6 til að benda slíku fólki á að setja von sína á eitthvað áreiðanlegra en það að flytjast úr landi. Spádómarnir í Matteusi 24:3, 7, 14 eða 2. Tímóteusarbréfi 3:1-5 gætu hjálpað þeim að sjá heildarmyndina og átta sig á þýðingu þess ástands sem þeir búa við, það er að segja að við lifum á síðustu dögum hins gamla heimskerfis. Sálmur 46:2-4, 9, 10 og Jesaja 2:2-4 geta kannski vakið þá til vitundar um að það sé raunhæf von um friðsæla framtíð.
11. Hvaða ritningargreinar hugguðu konu í Vestur-Afríku og hvers vegna?
11 Kona í Vestur-Afríku flúði heimili sitt í kúlnaregni eftir langvinn stríðsátök. Hún var síhrædd, raunamædd og vonsvikin. Fjölskyldan var búsett í öðru landi og konan ófrísk þegar Filippíbréfinu 4:6, 7 og Sálmi 55:23, og hún las biblíutengdar greinar í Varðturninum og Vaknið!
eiginmaðurinn ákvað að brenna giftingarvottorðið, reka hana burt ásamt tíu ára syni þeirra og gerast prestur. Hún lét að lokum huggast og fann tilgang með lífinu þegar henni var sýnt hvað stendur í12. (a) Hvaða lausn býður Biblían þeim sem búa við bágan efnahag? (b) Hvernig gat vottur í Asíulandi hjálpað viðskiptavini sínum?
12 Milljónir manna hafa orðið illa úti þegar efnahagur landa hefur hrunið. Stundum má líka rekja það til styrjalda en stundum hefur sparifé fólks orðið að engu og það hefur neyðst til að láta eigur sínar af hendi vegna óskynsamlegrar stjórnarstefnu og ágirndar og óheiðarleika valdamanna. Margir hafa aldrei haft mikið af heimsins gæðum. Það er hughreystandi fyrir allt þetta fólk að Guð skuli lofa því að bæta hag þeirra sem treysta honum og heita nýjum réttlátum heimi þar sem allir munu njóta handaverka sinna. (Sálmur 146:6, 7; Jesaja 65:17, 21-23; 2. Pétursbréf 3:13) Þegar vottur einn í landi í Asíu heyrði viðskiptavin lýsa áhyggjum sínum af efnahagsástandinu benti hann á að það væri hluti af heildarmynstri sem teygði sig um allan heim. Í framhaldinu var rætt um Matteus 24:3-14 og Sálm 37:9-11 og reglulegt biblíunámskeið fylgdi í kjölfarið.
13. (a) Hvernig gætum við notað Biblíuna til að hjálpa þeim sem eru vonsviknir með innantóm loforð? (b) Hvernig gætirðu reynt að rökræða við þá sem finnst slæmt ástand sanna að Guð sé ekki til?
13 Þegar fólk hefur þjáðst árum saman eða er vonsvikið eftir mörg svikin loforð er það kannski orðið eins og Ísraelsmenn í Egyptalandi sem hlustuðu ekki „sökum hugleysis.“ (2. Mósebók 6:9) Þegar svo er komið getur verið gott að benda á hvernig Biblían geti hjálpað fólki að takast á við yfirstandandi vandamál og forðast tálgryfjur sem gætu spillt lífi margra að óþörfu. (1. Tímóteusarbréf 4:8b) Sumir telja hið slæma ástand, sem þeir búa við, vera sönnun þess að Guð sé ekki til eða standi á sama um þá. Þú gætir lagt út af viðeigandi ritningarstöðum til að sýna þessu fólki fram á að Guð hafi boðið fram hjálp sína en margir hafi ekki þegið hana. — Jesaja 48:17, 18.
Eftir storma og jarðskjálfta
14, 15. Hvernig sýndu vottar Jehóva umhyggju sína eftir hryðjuverkaárás?
14 Stormar, jarðskjálftar, eldsvoðar eða sprengingar valda oft miklum hörmungum og almennri sorg. Hvað er hægt að gera til að hugga þá sem eftir lifa?
15 Fólk þarf að finna að einhver láti sér annt um það. Margir voru miður sín eftir hryðjuverkaárás í landi einu. Margir misstu ættingja, fyrirvinnu, vini, atvinnu eða einhvers konar öryggi sem þeim fannst þeir búa við. Vottar Jehóva lögðu sig fram um að verða að liði í samfélaginu, tjáðu fólki samúð sína vegna þess sem það hafði misst og bentu á hughreystandi orð í Biblíunni. Umhyggja þeirra var vel metin.
16. Hvers vegna náðu vottar góðum árangri í boðunarstarfinu í El Salvador eftir náttúruhamfarir?
16 Árið 2001 varð öflugur jarðskjálfti í El Salvador og mannskæð aurskriða kom í kjölfarið. Meðal þeirra sem fórust var 25 ára maður og tvær systur unnustu hans. Móðir unga mannsins og unnusta sneru sér af alefli að boðunarstarfinu fljótlega eftir það. Margir sögðu þeim að Guð hefði tekið þá sem létust eða að það hefði verið Guðs vilji. Trúsysturnar Orðskviðina 10:22 til að sýna fram á að Guð vilji ekki að við þjáumst, en þar stendur samkvæmt Nýheimsþýðingunni: „Blessun Jehóva auðgar og hann lætur enga kvöl fylgja henni.“ Þær lásu Rómverjabréfið 5:12 til að sýna fram á að dauðinn sé afleiðing af synd mannsins en sé ekki vilji Guðs. Og þær bentu á hin hughreystandi orð í Sálmi 34:19, Sálmi 37:29, Jesaja 25:8 og Opinberunarbókinni 21:3, 4. Fólk hlustaði fúslega, ekki síst vegna þess að konurnar tvær höfðu sjálfar misst ættingja í hamförunum, og mörg ný biblíunámskeið voru hafin.
tvær vitnuðu í17. Hvers konar hjálp getum við veitt þegar náttúruhamfarir verða?
17 Vera má að þú hittir einhvern eftir náttúruhamfarir sem þarf á tafarlausri hjálp að halda. Það gæti þurft að kalla á lækni handa honum, hjálpa honum að komast á spítala eða gera það sem hægt er til að hann fái mat og húsaskjól. Eftir jarðskjálfta á Ítalíu árið 1998 hafði blaðamaður á orði að vottar Jehóva „starfi mjög markvisst og rétti þjáðum hjálparhönd án þess að hafa áhyggjur af því hvaða trúfélagi þeir tilheyri.“ Sums staðar hafa atburðir, sem Biblían spáði á síðustu dögum, valdið miklum þjáningum. Þá vekja vottar Jehóva athygli á spádómum Biblíunnar og hughreysta fólk með því að benda á að hún lofi því að ríki Guðs muni veita mannkyni varanlegt öryggi. — Orðskviðirnir 1:33; Míka 4:4.
Þegar ástvinur deyr
18-20. Hvað gætirðu sagt eða gert til huggunar þegar dauðsfall hefur orðið í fjölskyldu?
18 Milljónir manna syrgja látna ástvini dag hvern. Þú hittir kannski syrgjandi fólk í dagsins önn eða í boðunarstarfinu. Hvað geturðu sagt eða gert til huggunar?
19 Er manneskjan algerlega miður sín? Er heimilið fullt af syrgjandi ættingjum? Þig Prédikarinn 3:1, 7) Kannski á best við að votta samúð sína, skilja eftir viðeigandi biblíutengt rit (bækling, blað eða smárit) og koma síðan aftur nokkrum dögum síðar til að kanna hvort þú getir orðið að liði. Þegar það er tímabært gætirðu boðist til að benda á uppörvandi vers í Biblíunni. Það getur verið bæði róandi og græðandi. (Orðskviðirnir 16:24; 25:11) Þú getur ekki vakið upp dána eins og Jesús gerði, en þú getur hins vegar bent á hvað Biblían segi um ástand hinna dánu, þó svo að þetta sé ef til vill ekki rétti tíminn til að hrekja rangar hugmyndir. (Sálmur 146:4; Prédikarinn 9:5, 10; Esekíel 18:4) Þið gætuð lesið saman loforð Biblíunnar um upprisuna. (Jóhannes 5:28, 29; Postulasagan 24:15) Þú gætir rætt um hvað þau merki og kannski notað til þess eina af upprisufrásögum Biblíunnar. (Lúkas 8:49-56; Jóhannes 11:39-44) Og beindu líka athygli að eiginleikum hins elskuríka Guðs sem gefur okkur slíka von. (Jobsbók 14:14, 15; Jóhannes 3:16) Útskýrðu hvernig þessi vitneskja hafi hjálpað þér og hvers vegna þú treystir henni.
langar kannski til að segja margt en það er mikilvægt að vera nærgætinn. (20 Ef þú býður hinum syrgjandi á safnaðarsamkomu gæti hann kynnst fólki sem elskar náungann og kann að byggja hvert annað upp. Þannig fann sænsk kona það sem hún hafði verið að leita að alla ævi. — Jóhannes 13:35; 1. Þessaloníkubréf 5:11.
21, 22. (a) Hvað þurfum við að gera ef við ætlum að hugga aðra og hughreysta? (b) Hvernig geturðu huggað manneskju sem er gagnkunnug Ritningunni?
21 Veistu stundum ekki hvað þú átt að segja við sorgmædda manneskju, annaðhvort innan safnaðarins eða utan? Gríska orðið, sem oft er þýtt „huggun“ í Biblíunni, merkir bókstaflega „að kalla einhvern að hlið sér.“ Að vera sannur huggari er sem sagt fólgið í því að vera tiltækur að hjálpa þeim sem syrgja. — Orðskviðirnir 17:17.
22 Hvernig geturðu huggað manneskju sem veit hvað Biblían segir um dauðann, lausnargjaldið og upprisuna? Stundum getur návist trúsystkina verið hughreystandi. Vilji hinn sorgmæddi tala skaltu hlusta vel. Þú þarft ekki að flytja neina ræðu. Ef þú lest upp ritningarstaði skaltu líta á þá sem hughreystandi og styrkjandi orð Guðs til ykkar beggja. Þú getur minnst á sterka sannfæringu ykkar beggja um að ritningarorðin rætist örugglega. Með því að sýna ósvikna umhyggju og minnast á hin dýrmætu sannindi, sem orð Guðs geymir, geturðu hjálpað þeim sem syrgja að fá huggun hjá Jehóva, ‚Guði allrar huggunar.‘ — 2. Korintubréf 1:3.
[Neðanmáls]
^ gr. 3 Sjá bækurnar Þekking sem leiðir til eilífs lífs, 8. kafla; Reasoning From the Scriptures, bls. 393-400 og 427-31; Er til skapari sem er annt um okkur?, 10. kafla og bæklinginn Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?
Hverju svarar þú?
• Hverjum kenna margir um ógæfu og hörmungar og hvernig getum við hjálpað þeim?
• Hvernig getum við hjálpað öðrum að leita huggunar í Biblíunni?
• Hvaða aðstæður hryggja marga hér um slóðir og hvernig geturðu huggað þá?
[Spurningar]
[Myndir á blaðsíðu 21]
Færðu öðrum hughreystandi orð á neyðarstund.
[Credit line]
Flóttamannabúðir: UN PHOTO 186811/J. Isaac.
[Mynd á blaðsíðu 22]
Návist vinar getur verið huggandi.