Fagnaðarerindið er mikil blessun
Fagnaðarerindið er mikil blessun
„[Jehóva] hefir smurt mig. Hann hefir sent mig til að flytja nauðstöddum gleðilegan boðskap og til að græða þá, sem hafa sundurmarið hjarta, . . . til að hugga alla hrellda.“ — JESAJA 61:1, 2.
1, 2. (a) Hver sagðist Jesús vera og hvernig gerði hann það? (b) Hvaða blessun fylgdi hinum gleðilega boðskap sem Jesús flutti?
JESÚS var staddur í samkunduhúsinu í Nasaret. Þetta var á hvíldardegi snemma á starfsferli hans. Frásagan segir að honum hafi verið fengin „bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn, þar sem ritað er: Andi [Jehóva] er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja . . . gleðilegan boðskap.“ Jesús las áfram upp úr spádóminum, settist síðan niður og sagði: „Í dag hefur rætst þessi ritning í áheyrn yðar.“ — Lúkas 4:16-21.
2 Með þessum hætti benti Jesús á að hann væri boðberinn sem um var spáð og senda átti til að flytja huggun og gleðilegan boðskap. (Matteus 4:23) Og það var gleðiboðskapur sem hann flutti. Hann sagði áheyrendum sínum: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“ (Jóhannes 8:12) Hann sagði einnig: „Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.“ (Jóhannes 8:31, 32) Jesús hafði „orð eilífs lífs.“ (Jóhannes 6:68, 69) Ljós, líf og frelsi eru svo sannarlega dýrmæt blessun!
3. Hvaða fagnaðarerindi prédikuðu lærisveinar Jesú?
Matteus 24:14; Postulasagan 15:7; Rómverjabréfið 1:16) Þeir sem tóku við fagnaðarerindinu kynntust Jehóva Guði. Þeir voru leystir úr trúarlegri ánauð og urðu hluti af nýrri andlegri þjóð sem nefnd er „Ísrael Guðs.“ Þeir áttu í vændum að ríkja að eilífu á himni ásamt Drottni Jesú Kristi. (Galatabréfið 5:1; 6:16; Efesusbréfið 3:5-7; Kólossubréfið 1:4, 5; Opinberunarbókin 22:5) Þetta var stórfengleg blessun!
3 Lærisveinarnir héldu boðunarstarfi Jesú áfram eftir hvítasunnu árið 33. Þeir prédikuðu ‚fagnaðarerindið um ríkið‘ bæði meðal Ísraelsmanna og heiðinna manna. (Fagnaðarboðun nú á tímum
4. Hvernig er boðunarumboðinu sinnt nú á tímum?
4 Smurðir kristnir menn nú á tímum halda áfram að sinna hinu spádómlega verkefni, sem Jesú var upphaflega falið, ásamt ‚miklum múgi‘ af ‚öðrum sauðum.‘ (Opinberunarbókin 7:9; Jóhannes 10:16) Árangurinn er sá að fagnaðarerindið er prédikað í áður óþekktum mæli. Í 235 löndum og stjórnarsvæðum hafa Vottar Jehóva gengið fram til að „flytja nauðstöddum gleðilegan boðskap og til að græða þá, sem hafa sundurmarið hjarta, til að boða herteknum frelsi og fjötruðum lausn, til að boða náðarár [Jehóva] og hefndardag Guðs vors, til að hugga alla hrellda.“ (Jesaja 61:1, 2) Hið kristna boðunarstarf er því enn til blessunar fyrir marga og hughreystir „aðra í þrengingum þeirra.“ — 2. Korintubréf 1:3, 4.
5. Hvaða munur er á Vottum Jehóva og kirkjufélögum kristna heimsins varðandi boðun fagnaðarerindisins?
5 Kirkjudeildir kristna heimsins beita sér svo sem fyrir ýmiss konar kristniboði. Margar senda trúboða til annarra landa í þeim tilgangi að snúa fólki til sinnar trúar. Til dæmis greinir tímaritið The Orthodox Christian Mission Center Magazine frá starfi trúboða rétttrúnaðarkirkjunnar á Madagaskar, í sunnanverðri Afríku, Tansaníu og Simbabve. En rétttrúnaðarmenn upp til hópa taka ekki þátt í slíku starfi frekar en gengur og gerist hjá öðrum kirkjudeildum kristna heimsins. Allir vígðir vottar Jehóva leitast hins vegar við að taka þátt í boðun fagnaðarerindisins. Þeim er ljóst að þessi boðun er merki um ósvikna trú. Páll sagði: „Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.“ Ef trúin knýr mann ekki til verka má segja að hún sé dauð. — Rómverjabréfið 10:10; Jakobsbréfið 2:17.
Fagnaðarerindi sem veitir eilífa blessun
6. Hvaða fagnaðartíðindi eru prédikuð nú á tímum?
6 Vottar Jehóva boða bestu tíðindi sem hugsast getur. Þeir fletta upp í Biblíunni og sýna þeim sem vilja að Jesús hafi fórnað lífi sínu til að opna mannkyni leiðina til Guðs, og til að veita syndafyrirgefningu og von um eilíft líf. (Jóhannes 3:16; 2. Korintubréf 5:18, 19) Þeir boða að Guðsríki hafi verið stofnsett á himnum í höndum hins smurða konungs Jesú Krists, og að bráðlega muni það uppræta illskuna af jörðinni og stjórna endurreisn paradísar. (Opinberunarbókin 11:15; 21:3, 4) Þeir upplýsa nágranna sína um að nú standi yfir ‚náðarár Jehóva,‘ sem Jesaja spáði, og mannkynið á þess enn kost að taka við fagnaðarerindinu. Þeir vara líka við því að bráðlega renni upp ‚hefndardagur Guðs vors ‘ er hann afmáir syndara sem iðrast ekki. — Sálmur 37:9-11.
7. Hvaða dæmi sýnir einingu Votta Jehóva og af hverju er eining þeirra slík?
7 Í heimi harmleikja og hörmunga eru þetta einu fagnaðartíðindin sem boða eilífa blessun. Þeir sem taka við þessu fagnaðarerindi sameinast einhuga heimsbræðralagi kristinna manna, og þjóðerni, ættflokkamunur Kólossubréfið 3:14; Jóhannes 15:12) Þetta sýndi sig í einu Afríkulandi á síðasta ári. Morgun einn vöknuðu höfuðborgarbúar við byssuhvelli. Valdaránstilraun var hafin. Þegar þjóðernisleg deilumál komu upp á yfirborðið var vottafjölskylda gagnrýnd fyrir að hýsa votta af öðrum þjóðernishópi. „Í þessu húsi eru aðeins vottar Jehóva,“ svaraði fjölskyldan. Þjóðernislegur munur skipti hana ekki máli heldur var þeim annt um að sýna kristinn kærleika og hughreysta nauðstadda. Ættingi, sem var ekki vottur, hafði á orði: „Menn af öllum trúarbrögðum hafa svikið trúsystkini sín. Vottar Jehóva eru eina undantekningin.“ Mörg áþekk dæmi mætti nefna frá löndum þar sem borgaraleg átök eða stríð hafa verið háð, og þau sýna og sanna að Vottar Jehóva ‚elska allt bræðrafélagið.‘ — 1. Pétursbréf 2:17.
eða ólíkur efnahagur fær ekki að valda þar sundrung. Þeir hafa ‚íklæðst elskunni sem er band algjörleika‘ og einingar. (Fagnaðarerindið breytir fólki
8, 9. (a) Hvaða breytingar gera þeir sem taka við fagnaðarerindinu? (b) Hvaða dæmi sýna fram á kraftinn í fagnaðarerindinu?
8 Fagnaðarerindið snýst um það sem Páll kallaði „þetta líf og hið komanda.“ (1. Tímóteusarbréf 4:8) Bæði veitir það unaðslega og örugga framtíðarvon og bætir „þetta líf“ sem nú er. Hver einstakur vottur Jehóva hefur orð Guðs, Biblíuna, að leiðarljósi og lagar líf sitt að vilja hans. (Sálmur 119:101) Þeir endurnýja persónuleika sinn með því að tileinka sér eiginleika svo sem réttlæti og hollustu. — Efesusbréfið 4:24.
9 Tökum Franco sem dæmi en hann átti erfitt með að hemja skap sitt. Hvenær sem eitthvað fór úrskeiðis fékk hann æðiskast og braut hluti. Konan hans kynnti sér Biblíuna með hjálp Votta Jehóva og kristið fordæmi þeirra opnaði augu Francos smám saman fyrir því að hann þyrfti að breyta sér. Hann fór líka að kynna sér Biblíuna með hjálp vottanna og var að lokum fær um að sýna friðsemd og sjálfstjórn sem eru ávextir heilags anda. (Galatabréfið 5:22, 23) Hann var einn af 492 sem létu skírast í Belgíu á þjónustuárinu 2001. Alejandro er annað dæmi. Þessi ungi maður var djúpt sokkinn í fíkniefnaneyslu og hélt til á sorphaug þar sem hann safnaði dóti til að selja og fjármagna fíkniefnakaupin. Hann var 22 ára þegar Vottar Jehóva buðu honum biblíunámskeið sem hann þáði. Hann sótti kristnar samkomur og las daglega í Biblíunni. Svo fljótur var hann að taka upp hreint líferni að ekki var liðið hálft ár þar til hann gat tekið þátt í boðunarstarfinu. Þar með bættist hann í hóp 10.115 boðbera sem störfuðu í Panama á síðasta ári.
Fagnaðarerindið — blessun fyrir auðmjúka menn
10. Hverjir taka við fagnaðarerindinu og hvað uppgötva þeir?
10 Jesaja boðaði að nauðstöddum (auðmjúkum samkvæmt nákvæmri þýðingu frumtextans) yrði flutt fagnaðarerindi. Hverjir eru þessir auðmjúku? Í Postulasögunni er þeim lýst svo að þeir séu ‚ætlaðir til eilífs lífs.‘ (Postulasagan 13:48) Þetta eru auðmjúkir menn af öllum þjóðfélagsstigum sem opna hjörtu sín fyrir boðskap sannleikans. Þeir uppgötva að þeir uppskera margfalt meiri blessun en heimurinn býður upp á ef þeir gera vilja Guðs. (1. Jóhannesarbréf 2:15-17) En hvernig ná Vottar Jehóva að snerta hjörtu manna í boðunarstarfinu?
11. Hvernig á að prédika fagnaðarerindið að sögn Páls?
11 Tökum Pál postula sem dæmi en hann skrifaði Korintumönnum: „Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóm Guðs, kom ég ekki með frábærri mælskusnilld eða speki. Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesú Krist og hann krossfestan.“ (1. Korintubréf 2:1, 2) Páll reyndi ekki að vekja hrifningu áheyrenda með því að flíka lærdómi sínum. Hann kenndi ekkert nema staðreyndir sem staðfestar voru af Guði, staðreyndir sem standa skráðar í Biblíunni núna. Og Páll hvatti Tímóteus, trúboðsfélaga sinn til að ‚prédika orðið og gefa sig að því.‘ (2. Tímóteusarbréf 4:2) Tímóteus átti að prédika „orðið“ eða boðskap Guðs. Páll skrifaði honum sömuleiðis: „Legg kapp á að reynast hæfur fyrir Guði sem verkamaður, er ekki þarf að skammast sín og fer rétt með orð sannleikans.“ — 2. Tímóteusarbréf 2:15.
12. Hvernig fara Vottar Jehóva eftir orðum Páls og fordæmi?
12 Vottar Jehóva fylgja bæði fordæmi Páls og skrifum hans til Tímóteusar. Þeir gera sér grein fyrir kraftinum í orði Guðs og reyna að nota það vel til að sýna nágrönnum sínum viðeigandi orð sem hughreysta og vekja von. (Sálmur 119:52; 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17; Hebreabréfið 4:12) Þeir nota auk þess biblíutengd rit til að auðvelda áhugasömum að viða að sér meiri biblíuþekkingu eftir hentugleikum. En þeir gera sér alltaf far um að sýna fólki ritningarorð, vitandi að innblásið orð Guðs snertir hjörtu auðmjúkra manna. Og þeir styrkja sína eigin trú með því að nota það þannig.
„Að hugga alla hrellda“
13. Hvaða atburðir áttu sér stað árið 2001 sem ollu því að margir voru huggunarþurfi?
13 Árið 2001 fékk sinn skerf af hörmungum og margir voru þar af leiðandi þurftu huggunar við. Eitt hrikalegasta dæmið var hryðjuverkaárásin á World Trade Center í New York og á Pentagon nálægt Washington, D.C., í september síðastliðnum. Árásirnar voru mikið áfall fyrir bandarísku þjóðina. Þegar slíkir atburðir eiga sér stað leggja Vottar Jehóva sig fram um að „hugga alla hrellda“ eins og þeim ber. Fáeinar frásögur lýsa vel hvernig þeir fara að því.
14, 15. Nefndu tvö dæmi um það hvernig Vottarnir notuðu Biblíuna til að hughreysta.
14 Boðberi í fullu starfi kom að máli við konu úti á gangstétt og spurði hana hvernig henni væri innanbrjósts eftir nýafstaðnar hryðjuverkaárásir. Konan fór að gráta. Hún sagði að sér liði illa og sagðist óska þess að hún gæti orðið að einhverju liði. Votturinn sagði henni að Guði sé mjög annt um okkur öll og las Jesaja 61:1, 2. Konunni þóttu þessi guðinnblásnu orð rökrétt og hún hafði á orði að allir væru harmi slegnir. Hún þáði síðan smárit og bað vottinn að heimsækja sig.
15 Tveir vottar voru í boðunarstarfinu og komu að máli við mann sem var að vinna í skúrbyggingu. Þeir buðust til að sýna honum hughreystandi orð í Biblíunni, með hliðsjón af nýafstöðnum harmleik við World Trade Center. Hann þáði boðið og þeir lásu 2. Korintubréf 1:3-7 þar sem meðal annars er talað um „huggun í ríkum mæli fyrir Krist.“ Maðurinn kvaðst þakklátur fyrir að vottarnir skyldu hughreysta nágranna sína og sagði: „Þið vinnið frábært starf. Guð blessi ykkur.“
16, 17. Hvaða tvö dæmi sýna kraft Biblíunnar til að hjálpa fólki sem er miður sín eftir harmleik?
16 Vottur var að fara aftur til áhugasamra er hann hitti son konu einnar er sýnt hafði áhuga. Votturinn sagðist vera að huga að því hvernig nágrönnum sínum vegnaði eftir nýafstaðinn harmleik. Maðurinn lýsti yfir undrun sinni að votturinn skyldi taka sér tíma til að heimsækja fólk og kanna hvernig því liði. Hann kvaðst hafa verið að vinna í grennd við World Trade Center þegar árásin átti sér stað og hefði séð alla atburðarásina. Hann spurði hvers vegna Guð leyfði þjáningar og votturinn las nokkur vers upp úr Biblíunni, meðal annars Sálm 37:39 þar sem stendur: „Hjálp réttlátra kemur frá [Jehóva], hann er hæli þeirra á neyðartímum.“ Maðurinn spurði hvernig vottinum og fjölskyldu hans liði, bauð honum að koma aftur og þakkaði innilega fyrir heimsóknina.
17 Vottar Jehóva hughreystu þúsundir manna fyrstu dagana eftir hryðjuverkaárásina. Þar á meðal hittu þeir konu sem var miður sín vegna atburðanna. Hún hlustaði þegar þeir lásu Sálm 72:12-14 þar sem stendur: „Hann bjargar hinum snauða, er hrópar á hjálp, og hinum þjáða, er enginn liðsinnir. Hann aumkast yfir bágstadda og snauða, og fátækum hjálpar hann. Frá ofbeldi og ofríki leysir hann þá, og blóð þeirra er dýrmætt í augum hans.“ Konunni þóttu þetta athyglisverð orð og hún bað vottana að lesa þau aftur og bauð þeim síðan inn til að halda samræðunum áfram. Áður en þeir kvöddu var biblíunámskeið komið af stað.
18. Hvernig hjálpaði vottur nágrönnum sínum þegar hann var beðinn að fara með bæn?
18 Vottur nokkur vinnur á veitingahúsi í fremur ríkmannlegu hverfi þar sem fólk hafði fram til þessa sýnt fremur lítinn áhuga á fagnaðarerindinu um ríkið. Bæjarbúar virtust felmtri slegnir eftir hryðjuverkaárásirnar. Föstudagskvöldið eftir árásirnar bauð framkvæmdastjóri veitingahússins öllum að fara út fyrir og minnast fórnarlambanna með þögn og með kerti í hönd. Af tillitssemi við tilfinningar viðstaddra gekk votturinn út fyrir og stóð hljóður á gangstéttinni með hinum. Framkvæmdastjórinn vissi að hann var vottur Jehóva og bað hann að fara með bæn fyrir allra hönd á eftir. Votturinn féllst á það. Í bæninni minntist hann á hinn mikla harm í brjósti margra en sagði að syrgjendur þyrftu ekki að syrgja án vonar. Hann minntist á þann tíma þegar ógnarverk af þessu tagi heyra fortíðinni til og sagði að allir gætu nálgast Guð huggunarinnar með því að afla sér góðrar biblíuþekkingar. Eftir að hafa sagt „amen“ gekk framkvæmdastjórinn til hans, þakkaði honum fyrir, faðmaði hann og kvaðst aldrei hafa heyrt fallegri bæn. Sextíu manns fylgdu á eftir.
Blessun fyrir samfélagið
19. Hvaða dæmi sýnir að sumir meta Votta Jehóva mikils fyrir heiðarleika og góð lífsgildi?
19 Eins og margir hafa haft á orði er návist Votta Jehóva til blessunar, ekki síst nú á tímum, fyrir hvert það samfélag þar sem þeir starfa. Fólk sem stuðlar að friði, heiðarleika og góðu siðferði hlýtur að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Vottarnir hittu fyrrverandi yfirmann hjá öryggismálastofnun ríkisins í landi einu í Mið-Asíu. Hann sagði þeim að sér hefði einu sinni verið falið að rannsaka ýmis trúfélög og kvaðst hafa hrifist af heiðarleika og góðri framkomu Votta Jehóva. Hann dáðist að staðfastri trú þeirra og því að þeir skyldu byggja kenningar sínar á Biblíunni og þáði boð um biblíunámskeið.
20. (a) Um hvað ber starf Votta Jehóva á síðasta ári vitni? (b) Hvað bendir til þess að enn sé mikið ógert og hvernig lítum við á það verkefni að boða fagnaðarerindið?
20 Hægt væri að segja þúsundir frásagna til viðbótar, en ljóst er af þeim fáeinu, sem er að finna hér í blaðinu, að Vottar Jehóva hafa unnið ötult starf á þjónustuárinu 2001. * Þeir töluðu við milljónir manna og hughreystu marga syrgjendur, og þeir sáu góðan árangur af boðunarstarfi sínu. Alls lét 263.431 skírast til tákns um vígslu sína til Guðs. Um heim allan fjölgaði boðberum um 1,7 prósent. Og 15.374.986 voru viðstaddir hina árlegu minningarhátíð um dauða Jesú sem bendir til þess að enn sé mikið ógert. (1. Korintubréf 11:23-26) Höldum áfram að leita að auðmjúkum mönnum sem taka við fagnaðarerindinu. Og meðan náðarár Jehóva stendur skulum við halda áfram að hughreysta þá sem hafa „sundurmarið hjarta.“ Við höfum mjög ánægjulegt starf með höndum, og hljótum öll að enduróma orð Jesaja: „Ég gleðst yfir [Jehóva], sál mín fagnar yfir Guði mínum.“ (Jesaja 61:10) Megi Guð halda áfram að nota okkur til að uppfylla spádómsorðin: „Hinn alvaldi [Jehóva mun] láta réttlæti og frægð upp spretta í augsýn allra þjóða.“ — Jesaja 61:11.
[Neðanmáls]
^ gr. 20 Á bls. 19 til 22 er að finna skýrslu um starfsemi Votta Jehóva á þjónustuárinu 2001.
Manstu?
• Hvernig nutu auðmjúkir menn góðs af fagnaðarerindinu sem Jesús prédikaði?
• Hvaða blessun hlutu þeir sem tóku við fagnaðarerindinu sem lærisveinar Jesú boðuðu á fyrstu öld?
• Hvaða blessun hljóta þeir sem taka við fagnaðarerindinu núna?
• Hvernig lítum við á þau sérréttindi að mega boða fagnaðarerindið?
[Spurningar]
[Myndir á blaðsíðu 15]
Vottar Jehóva eru þess alltaf minnugir að þeim ber að boða fagnaðarerindið.
[Myndir á blaðsíðu 17]
Þeir sem taka við fagnaðarerindinu sameinast einhuga heimsbræðrafélagi.