PRÓFAÐU ÞETTA
Leggðu biblíuvers á minnið
Hefurðu einhvern tíma átt erfitt með að muna ákveðið biblíuvers sem þú hefur lesið mörgum sinnum? Það gæti verið vers sem veitir þér huggun, hjálpar þér að sigrast á röngum hugsunum eða vers sem þig langar til að deila með öðrum. (Sálm. 119:11, 111) Skoðum nokkrar aðferðir til að leggja biblíuvers á minnið.
-
Notaðu JW Library-appið. Búðu til flokk með heitinu „Uppáhaldsbiblíuvers“ og safnaðu þar öllum versum sem þú vilt muna. a
-
Settu biblíuvers á áberandi stað. Skrifaðu versið sem þú vilt leggja á minnið á blað og settu það þar sem þú sérð það oft. Sumir setja það við spegilinn eða á ísskápinn. Og aðrir taka skjáskot af versinu og nota hana sem skjámynd í tölvunni eða símanum.
-
Búðu þér til leifturspjöld. Skrifaðu biblíuversið á aðra hliðina og textann á hina. Reyndu síðan að muna hvað stendur í versinu eða hvar versið er í Biblíunni.
a Spilaðu myndskeiðið Upplifðu gleðina sem fylgir því að gera fólk að lærisveinum – leyfðu Jehóva að hjálpa þér – Leitarverkfæri til að sjá hvernig þetta er gert.