Persónuverndarstillingar

Við notum vefkökur og álíka tækni til að upplifun þín verði sem best. Sumar vefkökur eru nauðsynlegar og þeim er ekki hægt að hafna. Aðrar vefkökur geturðu valið að samþykkja eða hafna en þær notum við aðeins til að auka notagildi síðunnar. Gögnin verða aldrei seld eða notuð í markaðsskyni. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni Notkun vefkakna og tengdrar tækni í söfnuði Votta Jehóva um allan heim. Þú getur breytt stillingunum hvenær sem er í persónuverndarstillingunum.

Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

PRÓFAÐU ÞETTA

Leggðu biblíuvers á minnið

Leggðu biblíuvers á minnið

Hefurðu einhvern tíma átt erfitt með að muna ákveðið biblíuvers sem þú hefur lesið mörgum sinnum? Það gæti verið vers sem veitir þér huggun, hjálpar þér að sigrast á röngum hugsunum eða vers sem þig langar til að deila með öðrum. (Sálm. 119:11, 111) Skoðum nokkrar aðferðir til að leggja biblíuvers á minnið.

  • Notaðu JW Library-appið. Búðu til flokk með heitinu „Uppáhaldsbiblíuvers“ og safnaðu þar öllum versum sem þú vilt muna. a

  • Settu biblíuvers á áberandi stað. Skrifaðu versið sem þú vilt leggja á minnið á blað og settu það þar sem þú sérð það oft. Sumir setja það við spegilinn eða á ísskápinn. Og aðrir taka skjáskot af versinu og nota hana sem skjámynd í tölvunni eða símanum.

  • Búðu þér til leifturspjöld. Skrifaðu biblíuversið á aðra hliðina og textann á hina. Reyndu síðan að muna hvað stendur í versinu eða hvar versið er í Biblíunni.