Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | BIBLÍAN – HVERNIG HEFUR HÚN VARÐVEIST?

Hvers vegna hefur Biblían varðveist?

Hvers vegna hefur Biblían varðveist?

Biblían hefur varðveist. Þess vegna getum við orðið okkur úti um hana og lesið í henni. Ef þú velur þér góða biblíuþýðingu geturðu verið viss um þú hafir undir höndum áreiðanlegt afrit af upprunalegu ritningunum. * Varðveisla Biblíunnar er í raun stórmerkileg. En hvers vegna hefur Biblían bjargast frá skemmdum, varðveist þrátt fyrir harða andstöðu og staðið af sér gagngerar tilraunir til að breyta boðskap hennar? Hvað er svona einstakt við þessa bók?

„Núna er ég sannfærður um að Biblían, sem ég á, sé gjöf frá Guði.“

Margir sem hafa lesið og rannsakað Biblíuna eru á sama máli og Páll postuli sem skrifaði: „Sérhver ritning er innblásin af Guði.“ (2. Tímóteusarbréf 3:16) Þeir trúa því að Biblían hafi varðveist vegna þess að í henni er einstakur boðskapur frá Guði og vegna þess að hann hefur verndað hana fram á okkar daga. Faizal, sem minnst var á í upphafsgreininni, ákvað að skoða þessar staðhæfingar með því að lesa og rannsaka Biblíuna sjálfur. Það kom honum á óvart að sjá að margar kenningar kristna heimsins eiga sér enga stoð í Biblíunni. Þar að auki var hann mjög hrifinn þegar hann komst að því hver fyrirætlun Guðs er með jörðina.

„Núna er ég sannfærður um að Biblían, sem ég á, sé gjöf frá Guði,“ segir hann. „Ætli Guð sé ekki fær um að gefa mannkyninu bók og varðveita hana ef hann hefur skapað alheiminn? Ef við héldum öðru fram værum við að gera lítið úr mætti Guðs. Hvaða rétt hef ég til að efast um mátt hins alvalda?“ – Jesaja 40:8.

^ gr. 3 Sjá greinina „Hvernig er hægt að velja góða biblíuþýðingu?“ í Varðturninum júlí-september 2008.