NÁMSGREIN 45
Hvernig hjálpum við öðrum að halda fyrirmæli Krists?
,Farið því og gerið fólk að lærisveinum og kennið því að halda öll fyrirmæli mín.‘ – MATT. 28:19, 20.
SÖNGUR 89 Hlustið, hlýðið og hljótið blessun
YFIRLIT *
1. Hvað sagði Jesús lærisveinum sínum að gera samkvæmt Matteusi 28:18–20?
EFTIR að Jesús hafði verið reistur upp frá dauðum birtist hann lærisveinum sínum sem voru saman komnir í Galíleu. Hann var með mikilvægar upplýsingar handa þeim. Hvaða upplýsingar? Við getum lesið um það í Matteusi 28:18–20. – Lestu.
2. Hvaða spurningar skoðum við?
2 Fyrirmæli Jesú um að gera fólk að lærisveinum ná líka til allra þjóna Guðs nú á dögum. Við skulum því skoða þrjár spurningar sem tengjast verkefninu sem Jesús hefur gefið okkur. Hvað ættum við að gera, auk þess að kenna nýjum lærisveinum kröfur Guðs? Hvernig geta allir boðberar í söfnuðinum stuðlað að andlegum vexti biblíunemenda? Og hvernig getum við hjálpað bræðrum og systrum sem hafa hætt að boða trúna að byrja að gera það aftur?
KENNUM ÞEIM AÐ HALDA FYRIRMÆLIN
3. Hvað er fólgið í því sem Jesús bauð lærisveinum sínum að gera?
3 Það sem Jesús sagði er skýrt. Við verðum að kenna fólki það sem hann bauð. En það er eitt sem við megum alls ekki gleyma. Jesús sagði ekki: ,Kennið fólki öll fyrirmæli mín.‘ Þess í stað sagði hann: „Kennið því að halda öll fyrirmæli mín.“ Til að fara eftir þessu er ekki nóg að kenna biblíunemendum hvað þeir eiga að gera. Við þurfum líka að sýna þeim hvernig þeir geta gert það. (Post. 8:31) Hvers vegna er það nauðsynlegt?
4. Hvað merkir það að halda fyrirmæli? Lýstu með dæmi.
4 Að halda fyrirmæli merkir að fara eftir þeim. Tökum dæmi sem lýsir því hvernig við getum kennt fólki að fara eftir fyrirmælum Krists. Hvað gerir ökukennari til að kenna nemendum sínum að fylgja umferðarreglunum? Í skólastofunni kennir hann þeim ef til vill reglurnar. En til að kenna þeim að hlýða reglunum þarf hann að gera meira. Hann þarf að leiðbeina þeim úti í umferðinni svo að þeir æfist í að nota það sem þeir hafa lært. Hvað lærum við af þessu dæmi?
5. (a) Hvað þurfum við að kenna biblíunemendum okkar að gera samkvæmt Jóhannes 14:15 og 1. Jóhannesarbréfi 2:3? (b) Nefndu dæmi um það hvernig við getum leiðbeint nemendum okkar?
5 Þegar við leiðbeinum öðrum við biblíunám kennum við þeim hvers Guð krefst af okkur. En það er ekki nóg. Við verðum að kenna biblíunemendum okkar að fara eftir því sem þeir læra í daglegu lífi sínu. (Lestu Jóhannes 14:15; 1. Jóhannesarbréf 2:3.) Við þurfum að sýna nemendum okkar hvernig þeir geta farið eftir meginreglum Biblíunnar í skólanum, vinnunni eða þegar þeir njóta afþreyingar. Við getum sagt þeim dæmi um hvernig það að fara eftir leiðbeiningum Biblíunnar verndaði okkur gegn skaða eða hjálpaði okkur að taka viturlega ákvörðun. Við getum beðið til Jehóva með nemanda okkar um að hann leiðbeini honum með heilögum anda sínum. – Jóh. 16:13.
6. Hvað fleira þurfum við að gera þegar við kennum öðrum að halda fyrirmæli Jesú?
6 Hvað fleira felur það í sér að kenna öðrum að halda fyrirmæli Jesú? Við verðum að hjálpa biblíunemendum okkar að þroska með sér löngun til að gera fólk að lærisveinum. Tilhugsunin að boða trúna getur vakið ótta hjá sumum nemendum. Við þurfum því að vera þolinmóð og kenna þeim að skilja sannindi Biblíunnar á þann hátt að trú þeirra styrkist. Það getur snert hjarta þeirra og knúið þá til verka. Hvernig getum við hjálpað nemendum að fá löngun til að flytja fagnaðarboðskapinn?
7. Hvernig getum við hjálpað nemanda að þroska með sér löngun til að segja öðrum frá fagnaðarboðskapnum?
7 Við gætum spurt biblíunemanda okkar: Hvernig hefur það bætt líf þitt að fara eftir meginreglum Biblíunnar? Heldurðu að aðrir þurfi á boðskapnum að halda? Hvernig geturðu hjálpað þeim? (Orðskv. 3:27; Matt. 9:37, 38) Sýndu biblíunemandanum smáritin í verkfærakistunni okkar og láttu hann velja þau sem hann telur höfða til ættingja, vina eða vinnufélaga. Gefðu nemandanum nokkur smárit. Æfðu með honum hvernig hann getur boðið þau af háttvísi. Þegar nemandi okkar hefur verið samþykktur sem óskírður boðberi viljum við að sjálfsögðu fara með honum í boðunina og veita stuðning og leiðsögn. – Préd. 4:9, 10; Lúk. 6:40.
HVERNIG GETUR SÖFNUÐURINN HJÁLPAÐ BIBLÍUNEMENDUM AÐ TAKA FRAMFÖRUM?
8. Hvers vegna er mikilvægt að nemendur okkar þroski með sér djúpan kærleika til Guðs og náungans? (Sjá einnig rammann „ Hvernig er hægt að styrkja kærleika biblíunemenda til Guðs?“)
8 Höfum hugfast að Jesús sagði okkur að kenna öðrum „að halda öll fyrirmæli“ sín. Þar með talin eru sannarlega tvö mikilvægustu boðorðin, að elska Guð og elska náunga okkar, en þau eru nátengd því að boða trúna og gera fólk Matt. 22:37–39) Hvernig þá? Mikilvægasta hvötin til að boða trúna er kærleikur – kærleikur okkar til Guðs og náungans. Tilhugsunin um að taka þátt í að boða trúna getur skiljanlega vakið ótta hjá sumum biblíunemendum. En við getum fullvissað þá um að með hjálp Jehóva geti þeir smám saman unnið bug á ótta við menn. (Sálm. 18:2–4; Orðskv. 29:25) Ramminn sem fylgir þessari grein bendir á það sem við getum gert til að hjálpa nemanda okkar að láta kærleikann til Jehóva vaxa. Hvernig getur söfnuðurinn aðstoðað við að hjálpa nýjum lærisveinum að sýna meiri kærleika?
að lærisveinum. (9. Hvernig getur sá sem er að læra að aka bíl tileinkað sér mikilvægan lærdóm?
9 Skoðum aftur dæmið um þann sem er að læra að aka bíl. Hvernig lærir hann að keyra í umferðinni með ökukennarann sér við hlið? Með því að hlusta á leiðbeiningar hans og fylgjast með öðrum tillitssömum ökumönnum. Ökukennarinn gæti til dæmis bent honum vingjarnlega á hvernig ökumaður hleypir öðrum fram fyrir sig í umferðinni. Hann gæti líka bent honum á ökumann sem lækkar háu ljósin til að blinda ekki aðra ökumenn. Nemandinn getur líkt eftir ökumönnum eins og þessum þegar hann er úti í umferðinni.
10. Hvað mun hjálpa biblíunemandanum að taka framförum í trúnni?
10 Á svipaðan hátt lærir biblíunemandi sem er að hefja ferð sína á veginum til lífsins ekki aðeins af kennara sínum heldur líka af fordæmi annarra þjóna Jehóva. Hvað er því biblíunemendum mikil hjálp til að taka framförum í trúnni? Að koma á safnaðarsamkomur. Hvers vegna? Það sem þeir heyra á samkomum eykur þekkingu þeirra, styrkir trú þeirra og hjálpar þeim að vaxa í kærleika til Guðs. (Post. 15:30–32) Á samkomum getur biblíukennarinn auk þess kynnt nemandann fyrir bræðrum og systrum sem hann á ýmislegt sameiginlegt með. Hvaða dæmi um kristinn kærleika gæti nemandinn séð í söfnuðinum? Veltum fyrir okkur eftirfarandi dæmum.
11. Hverju gæti biblíunemandi tekið eftir í söfnuðinum og hvaða áhrif gæti það haft á hann?
11 Biblíunemandi sem er einstæð móðir tekur eftir systur sem er í svipaðri stöðu. Það snertir nemandann að sjá hversu mikið systirin leggur á sig til að koma í ríkissalinn með lítil börn. Biblíunemandi sem reynir að hætta að reykja kynnist bróður sem hefur átt við svipað vandamál að glíma en sigraðist á því. Bróðirinn segir biblíunemandanum frá því hvernig kærleikur hans til Jehóva óx og knúði hann til að hlýða boðum hans. (2. Kor. 7:1; Fil. 4:13) Eftir að bróðirinn hefur sagt nemandanum hvernig hann hætti að reykja segir hann: „Þú getur líka hætt.“ Það hvetur nemandann og hann sannfærist um að hann geti það líka. Unglingsstúlka sem er biblíunemandi tekur eftir ungri systur sem er greinilega ánægð að vera vottur Jehóva. Þegar unglingsstúlkan tekur eftir hve glöð systirin er langar hana að komast að því hvers vegna hún er svona ánægð.
12. Hvers vegna getum við sagt að hver og einn í söfnuðinum geti lagt sitt af mörkum til að hjálpa biblíunemendum?
12 Þegar biblíunemendur kynnast trúföstum boðberum sem búa við mismunandi aðstæður læra þeir af fordæmi þeirra hvað það merkir að hlýða boði Krists um að elska Guð og náungann. Jóh. 13:35; 1. Tím. 4:12) Og eins og áður segir getur biblíunemandinn lært af boðberum að takast á við svipaða erfiðleika og þá sem hann er að glíma við. Nemandinn sér af slíkum dæmum að það er á hans færi að gera nauðsynlegar breytingar til að verða lærisveinn Krists. (5. Mós. 30:11) Hver og einn í söfnuðinum getur á ýmsa vegu átt þátt í að hjálpa biblíunemendum að styrkja sambandið við Jehóva. (Matt. 5:16) Hvað gerir þú til að hvetja biblíunemendur sem koma á samkomur?
(HJÁLPUM ÓVIRKUM BOÐBERUM AÐ BOÐA TRÚNA AFTUR
13, 14. Hvernig kom Jesús fram við niðurdregna postula sína?
13 Við viljum hjálpa óvirkum bræðrum okkar og systrum að taka aftur þátt í að boða trúna og gera fólk að lærisveinum. Við sjáum hvernig við getum farið að með því að skoða framkomu Jesú við niðurdregna postula sína.
14 Við lok þjónustu Jesú á jörðinni, stuttu áður en hann var tekinn af lífi, ,yfirgáfu allir lærisveinarnir hann og flúðu‘. (Mark. 14:50; Jóh. 16:32) Hvernig kom Jesús fram við postula sína þegar þeir voru niðurdregnir? Stuttu eftir upprisu sína sagði Jesús við nokkrar konur sem voru fylgjendur hans: „Verið óhræddar. Farið og segið bræðrum mínum [að ég sé risinn upp].“ (Matt. 28:10a) Jesús gafst ekki upp á lærisveinum sínum. Þótt þeir hefðu yfirgefið hann kallaði hann þá samt bræður sína. Líkt og Jehóva var Jesús miskunnsamur og fús til að fyrirgefa. – 2. Kon. 13:23.
15. Hvaða hug berum við til þeirra sem hafa hætt að boða trúna?
15 Okkur er sömuleiðis mjög umhugað um þau sem hafa hætt að taka þátt í boðuninni. Þau eru bræður okkar og systur og við elskum þau. Við höfum ekki gleymt því sem þau lögðu á sig í þjónustunni við Jehóva áður fyrr, sum ef til vill áratugum saman. (Hebr. 6:10) Við söknum þeirra sannarlega. (Lúk. 15:4–7) Hvernig getum við líkt eftir Jesú og sýnt þeim að okkur er annt um þau?
16. Hvernig getum við sýnt óvirkum bræðrum okkar og systrum umhyggju?
16 Hvettu þau hlýlega til að koma á samkomur. Eitt af því sem Jesús gerði til að hvetja niðurdregna postula sína var að bjóða þeim til fundar. (Matt. 28:10b; 1. Kor. 15:6) Við getum á svipaðan hátt hvatt óvirka til að sækja samkomur ef þeir gera það ekki nú þegar. Við vitum að við gætum þurft að bjóða þeim nokkrum sinnum. Og þegar þeir koma gleðjumst við, rétt eins og Jesús hefur án efa glaðst yfir því að lærisveinarnir skyldu þiggja boð sitt. – Samanber Matteus 28:16 og Lúkas 15:6.
17. Hvað ættum við að gera þegar óvirkur boðberi kemur á samkomu?
17 Bjóddu þau hjartanlega velkomin. Jesús kom þannig fram að lærisveinunum leið vel þegar þeir hittu hann, hann talaði við þá að fyrra bragði. (Matt. 28:18) Hvað gerum við þegar óvirkur boðberi kemur í ríkissalinn? Við ættum að eiga frumkvæðið og bjóða hann hjartanlega velkominn. Við höfum kannski áhyggjur af því hvað við eigum segja. En við getum einfaldlega sagt að okkur finnist gott að sjá hann, án þess þó að gera hann vandræðalegan.
18. Hvernig getum við hvatt óvirka boðbera?
18 Vertu hvetjandi. Lærisveinunum fannst líklega verkefnið að boða trúna um allan heim vera yfirþyrmandi. Jesús Matt. 28:20) Skilaði það árangri? Já. Áður en langt um leið voru þeir önnum kafnir við að „kenna og boða fagnaðarboðskapinn“. (Post. 5:42) Óvirkir boðberar þurfa líka á hvatningu að halda. Þeim finnst kannski yfirþyrmandi að hugsa til að þess að boða trúna á ný. Við getum fullvissað þá um að þeir þurfi ekki að vera einir í boðuninni. Þegar þeir eru tilbúnir getum við farið með þeim. Þeir kunna eflaust að meta að við styðjum þá þegar þeir byrja aftur að boða fagnaðarboðskapinn. Þegar við lítum á óvirka boðbera sem bræður og systur og komum fram við þá í samræmi við það getur það orðið til þess að allir í söfnuðinum fái tilefni til að gleðjast.
hvatti fylgjendur sína með því að segja: „Ég er með ykkur alla daga.“ (VIÐ VILJUM LJÚKA ÞVÍ VERKI SEM OKKUR VAR FALIÐ
19. Hvað langar okkur innilega að gera og hvers vegna?
19 Hversu lengi höldum við áfram að boða trúna og gera fólk að lærisveinum? Þangað til þessi heimsskipan líður undir lok. (Matt. 28:20; sjá Orðaskýringar, „Lokaskeið þessarar heimsskipanar“.) Getum við það? Við erum staðráðin í að gera það! Við gefum fúslega af tíma okkar, kröftum og eigum til að finna þá sem ,hafa það hugarfar sem þarf til að hljóta eilíft líf‘. (Post. 13:48) Við fylgjum fordæmi Jesú þegar við gerum það. Hann sagði: „Minn matur er að gera vilja þess sem sendi mig og ljúka verkinu sem hann fól mér.“ (Jóh. 4:34; 17:4) Það er innileg löngun okkar að gera það líka. Við viljum ljúka verkinu sem okkur hefur verið falið. (Jóh. 20:21) Og við viljum að aðrir, þar á meðal þeir sem eru óvirkir, klári verkefnið með okkur. – Matt. 24:13.
20. Hvers vegna erum við fær um að ljúka verkinu sem Jesús fól okkur, samkvæmt Filippíbréfinu 4:13?
20 Það er ekki auðvelt að ljúka verkefninu sem Jesús fól okkur. En við þurfum ekki að gera það ein. Jesús lofaði að hann yrði með okkur. Við erum „samverkamenn Guðs“ og „í samfélagi við Krist“ þegar við vinnum það verk að gera fólk að lærisveinum. (1. Kor. 3:9; 2. Kor. 2:17) Við getum þess vegna lokið því. Hvílíkur heiður og hvílík ánægja að fá að vinna þetta verk og hjálpa öðrum að gera það líka! – Lestu Filippíbréfið 4:13.
SÖNGUR 79 Kennum þeim að vera staðfastir
^ gr. 5 Jesús sagði fylgjendum sínum að gera fólk að lærisveinum og kenna því að halda öll fyrirmæli sín. Þessi grein fjallar um það sem við getum gert til að fara eftir því sem Jesús sagði. Efnið byggist að hluta til á grein sem birtist í Varðturninum 1. ágúst 2004, bls. 13–18.
^ gr. 66 MYND: Systir leiðbeinir konu við biblíunám og útskýrir fyrir henni hvernig hún getur styrkt kærleika sinn til Jehóva. Seinna fer nemandinn eftir þremur tillögum sem systirin gaf henni.