Konungarnir tveir á tíma endalokanna
Spádómarnir á þessari tímalínu skarast. Þeir sanna allir að við lifum á tíma endalokanna. – Dan. 12:4.
Biblíuvers Opinb. 11:7; 12:13, 17; 13:1–8, 12.
Spádómur „Villidýrið“ reikar um jörðina í aldaraðir. Á tíma endalokanna særist sjöunda höfuðið. Seinna grær það og „öll jörðin“ fylgir dýrinu. Satan notar dýrið til að ,heyja stríð við þá sem eftir eru‘.
Uppfylling Eftir flóðið koma fram mannlegar stjórnir í andstöðu við Jehóva. Meira en 3.000 árum síðar, í fyrri heimsstyrjöldinni, veikist Breska heimsveldið verulega. Það eflist á ný þegar það tekur höndum saman við Bandaríkin. Satan notar stjórnmálakerfi sitt í heild til að ofsækja þjóna Guðs, sérstaklega á tíma endalokanna.
Biblíuvers Dan. 11:25–45.
Spádómur Konungur norðursins og konungur suðursins berjast um völd á tíma endalokanna.
Uppfylling Þýskaland og ensk-ameríska heimsveldið berjast um völd. Árið 1945 verða Sovétríkin og bandamenn þeirra konungur norðursins. Sovétríkin falla árið 1991 og með tímanum verða Rússland og bandamenn þess konungur norðursins.
Biblíuvers Jes. 61:1; Mal. 3:1; Lúk. 4:18.
Spádómur Jehóva sendir „sendiboða“ sinn til að ,ryðja braut‘ áður en Messíasarríkið er stofnsett. Þessi hópur byrjar að „flytja fátækum fagnaðarboðskap“.
Uppfylling Frá 1870 vinna Charles T. Russell og félagar hans ötullega að því að útskýra sannindi Biblíunnar. Árið 1881 gera þeir sér grein fyrir að þjónar Guðs þurfa að boða trúna. Þeir gefa út greinar eins og „Þúsund prédikarar óskast“ og „Smurðir til að prédika“.
Biblíuvers Matt. 13:24–30, 36–43.
Spádómur Óvinur sáir illgresi meðal hveitis. Illgresið fær að vaxa og fela hveitið þar til á uppskerutímanum. Þá er illgresið skilið frá hveitinu.
Uppfylling Árið 1870 byrja menn að sjá mun á sannkristnum mönnum og falskristnum. Á tíma endalokana er sannkristnum mönnum safnað saman og þeir aðgreindir frá falskristnum mönnum.
Biblíuvers Dan. 2:31–33, 41–43.
Spádómur Fæturnir úr járni og leir eru á líkneski úr ýmsum málmum.
Uppfylling Leirinn táknar róttæk en vinsæl öfl innan ensk-ameríska heimsveldisins. Þessi öfl draga úr getu heimsveldisins til að beita styrk járnsins.
Biblíuvers Matt. 13:30; 24:14, 45; 28:19, 20.
Spádómur „Hveitinu“ er safnað „í hlöðuna“ og „hinn trúi og skynsami þjónn“ er settur yfir ,vinnuhjúin‘. Byrjað er að boða fagnaðarboðskapinn „um alla jörðina“.
Uppfylling Árið 1919 er trúi þjónninn settur yfir þjóna Guðs. Þaðan í frá boða Biblíunemendurnir trúna af enn meira kappi. Núna boða vottar Jehóva trúna í meira en 200 löndum og gefa út biblíutengt efni á meira 1.000 tungumálum.
Biblíuvers Dan. 12:11; Opinb. 13:11, 14, 15.
Spádómur Tvíhyrnt villidýr tekur forystuna í að reisa „líkneski af villidýrinu“ með höfuðin sjö og það ,blæs lífi í líkneskið‘.
Uppfylling Ensk-ameríska heimsveldið tekur forystuna í að stofna Þjóðabandalagið. Fleiri þjóðir styðja þetta bandalag. Seinna á konungur norðursins einnig aðild að bandalaginu, en aðeins frá 1926 til 1933. Þjóðabandalaginu – og Sameinuðu þjóðunum á eftir þeim – er gefið lof sem aðeins ríki Guðs á skilið að fá.
Biblíuvers Dan. 8:23, 24.
Spádómur Illur konungur verður „mikill skaðvaldur“.
Uppfylling Ensk-ameríska heimsveldið hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu. Bandaríkin ollu til dæmis ægilegri og áður óþekktri eyðileggingu í síðari heimsstyrjöldinni þegar þau vörpuðu tveim kjarnorkusprengjum á óvinaríki heimsveldisins.
Biblíuvers Dan. 11:31; Opinb. 17:3, 7–11.
Spádómur Skarlatsrautt villidýr með tíu horn stígur upp úr undirdjúpinu og það er „áttundi konungurinn“. Í Daníelsbók er talað um þennan konung sem „viðurstyggð eyðingarinnar“.
Uppfylling Þjóðabandalagið líður undir lok í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið eru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar. Sameinuðu þjóðunum – eins og Þjóðabandalaginu áður – er gefið lof sem ríki Guðs á skilið að fá. Sameinuðu þjóðirnar eiga eftir að gera árás á trúarbrögðin.
Biblíuvers 1. Þess. 5:3; Opinb. 17:16.
Spádómur Þjóðirnar segja: „Friður og öryggi!“ „Hornin tíu“ og „villidýrið“ ráðast á „vændiskonuna“ og gera út af við hana. Eftir það er þjóðunum eytt.
Uppfylling Þjóðirnar fullyrða að þær hafi komið á friði og öryggi. Aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna eyða falstrúarstofnunum. Þetta er upphaf þrengingarinnar miklu. Þrengingin tekur enda þegar þessu heimskerfi verður eytt í Harmagedón.
Biblíuvers Esek. 38:11, 14–17; Matt. 24:31.
Spádómur Góg ræðst inn í land þjóna Guðs. Síðan safna englar Guðs saman „hans útvöldu“.
Uppfylling Konungur norðursins og aðrar stjórnir heimsins gera árás á þjóna Guðs. Einhvern tíma eftir að þessi árás hefst eru þeir sem eftir eru af hinum andasmurðu kallaðir til himna.
Biblíuvers Esek. 38:18–23; Dan. 2:34, 35, 44, 45; Opinb. 6:2; 16:14, 16; 17:14; 19:20.
Spádómur ,Sá sem sat á hvítum hesti‘ vinnur „fullnaðarsigur“ með því að eyða Góg og her hans. ,Villidýrinu er kastað í eldhafið‘ og risastóra líkneskið er mölbrotið.
Uppfylling Jesús konungur Guðsríkis kemur þjónum Guðs til bjargar. Með hjálp 144.000 meðstjórnenda sinna og englaher sínum tortímir hann bandalagi þjóða, öllu stjórnmálakerfi Satans.