NÁMSGREIN 21
Láttu ekki „speki þessa heims“ blekkja þig
„Speki þessa heims er heimska í augum Guðs.“ – 1. KOR. 3:19.
SÖNGUR 98 Ritningin er innblásin
YFIRLIT *
1. Hvað lærum við af orði Guðs?
VIÐ getum staðist hvaða erfiðleika sem er vegna þess að Jehóva er kennari okkar. (Jes. 30:20, 21) Í orði hans er að finna allt sem við þurfum til að vera ,albúin og hæf til sérhvers góðs verks‘. (2. Tím. 3:17) Þegar við lifum eftir því sem Biblían kennir verðum við vitrari en þeir sem halda á lofti „speki þessa heims“. – 1. Kor. 3:19; Sálm. 119:97-100.
2. Hvað skoðum við í þessari grein?
2 Viska heimsins höfðar gjarnan til eigingjarnra langana okkar eins og við munum sjá í þessari grein. Okkur gæti því fundist freistandi að fara að hugsa og hegða okkur eins og þeir sem tilheyra heiminum. Það er ekki að ástæðulausu að Biblían segir: „Gætið þess að láta engan hertaka ykkur með heimspeki og innantómum blekkingum sem byggjast á mannasetningum.“ (Kól. 2:8, NW) Í þessari grein skoðum við í ljósi sögunnar hvernig tvær innantómar blekkingar eða lygar breiddust út. Við skoðum líka í báðum tilvikum hvers vegna viska heimsins er heimskuleg og hvernig viska Biblíunnar skarar fram úr öllu því sem heimurinn hefur upp á að bjóða.
BREYTT VIÐHORF Í KYNFERÐISMÁLUM
3-4. Hvernig breyttust viðhorf fólks til kynferðismála snemma á 20. öldinni?
3 Snemma á 20. öldinni urðu miklar breytingar á viðhorfum fólks í siðferðismálum. Fyrir þann tíma var það útbreidd skoðun að kynlíf ætti að takmarkast við
hjónabandið og ekki skyldi ræða kynferðismál opinberlega. En þessi gildi voru látin lönd og leið og það viðhorf varð ofan á að allt væri leyfilegt.4 Þriðji áratugur 20. aldarinnar hefur verið kallaður taumlausi áratugurinn (the Roaring Twenties) og einkenndist af víðtækum þjóðfélagsbreytingum. „Hið kynferðislega varð áberandi þáttur í kvikmyndum, leikritum, lagatextum, skáldsögum og auglýsingum,“ að sögn rannsóknarmanns. Dansarnir urðu meira eggjandi á þessum árum og klæðnaður meira ögrandi. Eins og spáð var í Biblíunni um síðustu daga varð mjög augljóst að fólk ,elskaði munaðarlífið‘. – 2. Tím. 3:4.
5. Hvernig hafa viðhorf heimsins í siðferðismálum breyst frá og með sjöunda áratug síðustu aldar?
5 Á sjöunda áratugnum varð algengt að fólk byggi í óvígðri sambúð, líferni samkynhneigðra var haldið á lofti og lögð var áhersla á að hjónum væri gert auðvelt að skilja. Í skemmtanaiðnaðinum var farið að sýna kynlíf á enn opinskárri hátt en áður. Léttúðin í siðferðismálum hefur komið niður á fólki á ýmsa vegu á síðustu áratugum. Bókarhöfundur nokkur segir að „þjóðfélagið mótist af því að siðferðisgildi hafi verið afnumin“ og rekja megi upplausn fjölskyldna, aukinn fjölda einstæðra foreldra, tilfinningaleg sár, klámfíkn og önnur áþekk samfélagsmein til þess. Tíðni samræðissjúkdóma eins og alnæmis er aðeins ein af mörgum vísbendingum um hve heimskuleg viska heimsins er. – 2. Pét. 2:19.
6. Hvernig þjóna viðhorf heimsins í kynferðismálum markmiðum Satans?
6 Viðhorf heimsins í kynferðismálum þjóna markmiðum Satans. Hann hefur eflaust ánægju af því að sjá fólk óvirða hjónabandið með því að stunda kynlíf utan þess ramma sem Guð ætlaðist til. (Ef. 2:2) Jehóva gaf mönnunum þá yndislegu gjöf að geta eignast börn. Með því að vera léttúðugt í siðferðismálum vanvirðir fólk þessa gjöf og getur auk þess fyrirgert tækifæri sínu til að hljóta eilíft líf. – 1. Kor. 6:9, 10.
VIÐHORF BIBLÍUNNAR Í KYNFERÐISMÁLUM
7-8. Hvaða heilbrigðu viðhorf til kynlífs koma fram í Biblíunni?
7 Þeir sem hafa visku heimsins að leiðarljósi gera margir gys að siðferðisreglum Kól. 3:5) Auk þess hefur Jehóva gefið okkur tækifæri til að fullnægja eðlilegum kynferðislegum löngunum á heiðvirðan hátt innan vébanda hjónabandsins. (1. Kor. 7:8, 9) Innan þess ramma geta hjón stundað kynlíf án eftirsjár og öryggisleysis sem er oft fylgifiskur siðleysis.
Biblíunnar og fullyrða að þær séu óraunhæfar. Þetta fólk hugsar sem svo að varla hafi Guð gefið okkur kynferðislegar langanir og ætlist svo til að við höldum aftur af þeim. Þessi hugsunarháttur byggist á þeirri ranghugmynd að mennirnir eigi að veita öllum hvötum sínum útrás. En Biblían er á öðru máli. Hún kennir að við þurfum ekki að láta undan öllum löngunum okkar heldur að við getum haft stjórn á röngum tilhneigingum. (8 Biblían hvetur fólk til að tileinka sér heilbrigð viðhorf til kynlífs, ólíkt því sem viska heimsins gerir. Í Biblíunni kemur fram að kynlíf geti veitt fólki ánægju. (Orðskv. 5:18, 19) En hún segir einnig: „Sérhvert ykkar temji sér að halda líkama sínum í helgun og heiðri en ekki í losta eins og heiðingjarnir er ekki þekkja Guð.“ – 1. Þess. 4:4, 5.
9. (a) Hvaða hvatningu fengu þjónar Jehóva snemma á 20. öld til að fylgja framúrskarandi visku Biblíunnar? (b) Hvaða viturlegu ráð er að finna í 1. Jóhannesarbréfi 2:15, 16? (c) Hvaða siðlausu athafnir eigum við að forðast sem lýst er í Rómverjabréfinu 1:24-27?
9 Þjónar Jehóva létu ekki innantómar blekkingar manna sem höfðu „glatað allri siðferðisvitund“ á fyrri hluta 20. aldar leiða sig af réttri braut. (Ef. 4:19, NW) Þeir reyndu að fylgja siðferðismælikvarða Jehóva í einu og öllu. Í Varðturninum 15. maí 1926 segir að „karl og kona eigi að vera hrein og siðsöm í hugsun og verki, sérstaklega í samskiptum við hitt kynið“. Þjónar Jehóva fylgdu framúrskarandi visku Biblíunnar í siðferðismálum óháð því hvað umheimurinn gerði. (Lestu 1. Jóhannesarbréf 2:15, 16.) Við erum Jehóva innilega þakklát fyrir að gefa okkur orð sitt og tímabæra andlega fæðu svo að við látum ekki visku þessa heims í siðferðismálum villa um fyrir okkur. * – Rómverjabréfið 1:24-27.
BREYTT VIÐHORF TIL SJÁLFSELSKU
10-11. Hvað sagði Biblían að myndi gerast á síðustu dögum?
10 Í Biblíunni er varað við því að menn yrðu „sérgóðir“ eða sjálfselskir á síðustu dögum. (2. Tím. 3:1, 2) Það kemur því ekki á óvart að heimurinn skuli hvetja til sjálfselsku. Í heimildarriti segir að á áttunda áratug síðustu aldar hafi „útgáfa sjálfshjálparbóka margfaldast“. Í sumum bókum eru lesendur „hvattir til að þekkja sjálfa sig og vera fullkomlega ánægðir með það hvernig þeir séu“. Lítum til dæmis á það sem segir í einni af þessum bókum: „Elskaðu sjálfan þig – fallegustu, mest spennandi og hrífandi manneskju sem til er.“ Bókin mælir með að „hver og einn ákveði sjálfur hvernig hann hegði sér í samræmi við eigin samvisku og þau gildi samfélagsins sem henta honum“.
11 Hljómar þetta kunnuglega? Satan hvatti Evu til að gera eitthvað í þessa áttina. Hann sagði að hún gæti ,orðið eins og Guð og skynjað gott og illt‘. (1. Mós. 3:5) Margir líta svo stórt á sjálfa sig nú á tímum að þeim finnst enginn – ekki einu sinni Guð – geta sagt þeim hvað sé rétt og rangt. Þetta sjónarmið er sérstaklega áberandi þegar litið er á afstöðu fólks til hjónabands.
12. Hvernig lítur heimurinn á hjónaband?
12 Í Biblíunni er hjónum sagt að þau eigi að virða hvort annað og hjúskaparheitið. Hún hvetur hjón til að vera staðráðin í að halda tryggð hvort við annað. Hún segir að ,maður yfirgefi föður sinn og móður sína og búi með eiginkonu sinni og þau verði eitt‘. (1. Mós. 2:24) Þeir sem aðhyllast visku heimsins halda því hins vegar fram að hjónin eigi hvort um sig að hugsa um sínar eigin þarfir. Í bók um hjónaskilnað er talað um að „við hjónavígslu sé hinu hefðbundna heiti að vera gift ,svo lengi sem við bæði lifum‘ stundum skipt út fyrir ,svo lengi sem við bæði elskum‘“. Slík léttúð gagnvart hjónabandinu hefur valdið ótal hjónaskilnuðum og ólýsanlegum sársauka. Virðingarleysi heimsins gagnvart hjónabandinu er greinilega heimskulegt.
13. Nefndu eina ástæðu fyrir því að Jehóva hefur andstyggð á hrokafullu fólki.
13 „Sérhver hrokagikkur er Drottni andstyggð,“ segir í Biblíunni. (Orðskv. 16:5) Hvers vegna hefur Jehóva andstyggð á hrokafullu fólki? Ein ástæðan er sú að þeir sem hafa taumlausa ást á sjálfum sér og hvetja aðra til þess líka endurspegla hroka Satans. Þótt ótrúlegt sé fannst Satan að Jesús ætti að falla á kné og tilbiðja sig – Jesús sem hafði aðstoðað Guð við að skapa alla hluti! (Matt. 4:8, 9; Kól. 1:15, 16) Þeir sem hafa svona mikið álit á sjálfum sér eru talandi dæmi um að viska heimsins sé heimska í augum Guðs.
VIÐHORF BIBLÍUNNAR TIL SJÁLFSELSKU
14. Hvernig er Rómverjabréfið 12:3 hjálp til að sjá sjálf okkur í réttu ljósi?
14 Í Biblíunni erum við hvött til að sjá sjálf okkur í réttu ljósi. Biblían neitar því ekki að það sé viðeigandi að elska sjálfan sig að vissu marki. „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig,“ sagði Jesús, og Matt. 19:19) Biblían kennir hins vegar ekki að við megum upphefja okkur yfir aðra heldur segir: „Gerið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillát og metið hvert annað meira en ykkur sjálf.“ – Fil. 2:3; lestu Rómverjabréfið 12:3.
það gefur til kynna að við eigum að gefa hæfilegan gaum að okkar eigin þörfum. (15. Hvers vegna finnst þér leiðbeiningar Biblíunnar varðandi sjálfselsku vera raunhæfar?
15 Margir sem eru álitnir vitrir gera gys að því sem Biblían segir um sjálfselsku. Þeir segja kannski að þeir sem meta aðra meira en sjálfa sig séu auðveld bráð fyrir þá sem vilja notfæra sér aðra. En hvað hefur sjálfselskan sem heimur Satans ýtir undir haft í för með sér? Hverju hefurðu tekið eftir? Er sjálfselskt fólk hamingjusamt? Á það hamingjuríkt fjölskyldulíf? Á það sanna vini? Á það náið samband við Guð? Hvort skilar betri árangri að þínu mati – að fylgja visku þessa heims eða viskunni sem er að finna í Biblíunni?
16-17. Hvað megum við vera þakklát fyrir og hvers vegna?
16 Að fylgja ráðum þeirra sem eru vitrir í augum heimsins er ekki ósvipað því að ferðamaður biðji annan rammvilltan ferðamann að vísa sér til vegar. Jesús sagði um „vitra“ menn sinnar samtíðar: „Þeir eru blindir, leiðtogar blindra. Ef blindur leiðir blindan falla báðir í gryfju.“ (Matt. 15:14) Já, viska heimsins er heimska í augum Guðs.
17 Viturleg ráð Biblíunnar hafa alltaf verið „nytsöm til fræðslu, umvöndunar, leiðréttingar og menntunar í réttlæti“. (2. Tím. 3:16) Við getum verið Jehóva innilega þakklát fyrir að nota söfnuð sinn til að vernda okkur gegn visku heimsins. (Ef. 4:14) Andlega fæðan frá honum gefur okkur þann styrk sem við þurfum til að lifa eftir meginreglum Biblíunnar. Það er ómetanlegt að Jehóva skuli gefa okkur þá haldgóðu visku sem Biblían hefur að geyma.
SÖNGUR 54 „Þetta er vegurinn“
^ gr. 5 Þessi grein styrkir þá sannfæringu okkar að einu öruggu leiðsögnina sé að fá hjá Jehóva. Hún sýnir einnig fram á að það hafi hörmulegar afleiðingar að fylgja visku heimsins en að það sé til góðs að fara eftir viskunni í orði Guðs.
^ gr. 9 Sjá til dæmis fyrra bindi bókarinnar Spurningar unga fólksins – svör sem duga, kafla 23-26, og síðara bindi, kafla 4-5.
^ gr. 50 MYND: Við sjáum svipmyndir úr lífi hjóna í söfnuðinum á ýmsum tímum. Hjónin boða fagnaðarerindið seint á sjöunda áratugnum.
^ gr. 52 MYND: Maðurinn annast konu sína í veikindum hennar á níunda áratugnum. Ung dóttir þeirra fylgist með.
^ gr. 54 Mynd: Hjónin komin á efri ár og rifja upp ánægjulegar minningar úr þjónustu Jehóva. Uppkomin dóttir þeirra og fjölskylda hennar gleðjast með þeim.