NÁMSGREIN 29
„Þegar ég er veikburða er ég sterkur“
„Ég gleðst ... yfir að mega þola veikleika, smán, ofsóknir, erfiðleika og að líða skort vegna Krists.“ – 2. KOR. 12:10.
SÖNGUR 38 Hann mun styrkja þig
YFIRLIT *
1. Hvað viðurkenndi Páll postuli hreinskilnislega?
PÁLL postuli viðurkenndi hreinskilnislega að honum fyndist hann stundum veikburða. Hann sagði að líkami sinn ,hrörnaði‘, að sér fyndist erfitt að gera það sem var rétt og að Jehóva svaraði ekki alltaf bænum hans eins og hann hafði vonast til. (2. Kor. 4:16; 12:7–9; Rómv. 7:21–23) Páll sagði líka að andstæðingar sínir álitu hann veikburða. * En hann lét ekki neikvætt álit annarra eða eigin veikleika verða til þess að honum fyndist hann gagnslaus. – 2. Kor. 10:10–12, 17, 18.
2. Hvaða mikilvægu sannindi lærði Páll samkvæmt 2. Korintubréfi 12:9, 10?
2 Páll dró dýrmætan lærdóm af þessu öllu – það er hægt að vera sterkur þótt manni finnist maður veikur. (Lestu 2. Korintubréf 12:9, 10.) Jehóva sagði Páli að kraftur sinn ,fullkomnaðist í veikleika‘, í þeirri merkingu að kraftur Jehóva myndi bæta upp það sem Pál skorti. Fyrst skulum við skoða hvers vegna við ættum ekki að láta það koma okkur úr jafnvægi að óvinir smáni okkur.
,GLEÐJUMST YFIR AÐ MEGA ÞOLA SMÁN‘
3. Hvers vegna getum við glaðst yfir því að verða fyrir smán?
3 Ekkert okkar hefur ánægju af því að verða fyrir smán. En ef við höfum of miklar áhyggjur af því sem óvinir okkar Orðskv. 24:10) Hvernig ættum við þá að taka móðgunum og háði andstæðinga? Við getum, líkt og Páll, ,glaðst yfir að mega þola smán‘. (2. Kor. 12:10) Hvers vegna? Vegna þess að smán og andstaða ber vitni um að við erum sannir lærisveinar Jesú. (1. Pét. 4:14) Jesús sagði að lærisveinar sínir yrðu ofsóttir. (Jóh. 15:18–20) Þannig var það á fyrstu öld. Á þeim tíma litu þeir sem voru undir áhrifum grískrar menningar niður á kristna menn og álitu þá heimska og veikburða. Og í augum Gyðinga voru kristnir menn eins og postularnir Pétur og Jóhannes „ómenntaðir almúgamenn“. (Post. 4:13) Kristnir menn virtust veikburða. Þeir höfðu hvorki pólitísk áhrif né yfir herafla að ráða og voru álitnir úrhrak samfélagsins.
segja þegar þeir smána okkur gæti það dregið úr okkur kjark. (4. Hvernig brugðust kristnir menn við neikvæðu viðhorfi þeirra sem ofsóttu þá?
4 Létu þessir frumkristnu menn neikvætt álit andstæðinga stoppa sig? Nei. Postulunum, þar á meðal Pétri og Jóhannesi, fannst heiður að vera ofsóttir fyrir að vera fylgjendur Jesú og segja frá kenningum hans. (Post. 4:18–21; 5:27–29, 40–42) Lærisveinarnir höfðu enga ástæðu til að skammast sín. Til langs tíma litið gerðu þessir auðmjúku kristnu menn á fyrstu öld fleiri góðverk fyrir mannkynið en nokkur andstæðinga þeirra. Til dæmis hafa innblásnar bækur, ritaðar af sumum þessum kristnu mönnum, haldið áfram að hjálpa fólki og gefa milljónum von. Og ríkið sem þeir boðuðu er nú við völd á himni og mun brátt ríkja yfir öllu mannkyni. (Matt. 24:14) Til samanburðar er hið mikla stjórnmálaveldi sem ofsótti kristna menn á fyrstu öld horfið af sjónarsviðinu. Aftur á móti eru þessir trúföstu lærisveinar konungar á himni. Andstæðingarnir eru hins vegar dánir. Og ef þeir rísa nokkurn tíma upp verða þeir þegnar í ríkinu sem kristnir menn boðuðu, hinir sömu og þeir hötuðu. – Opinb. 5:10.
5. Hvers vegna er litið niður á þjóna Jehóva samkvæmt Jóhannesi 15:19?
5 Nú á dögum er stundum litið niður á okkur og við höfð að háði því að fólk álítur okkur heimsk og veikburða. Hvers vegna? Vegna þess að við höfum ekki sömu viðhorf og fólk í kringum okkur. Við leitumst við að vera auðmjúk, mild og hlýðin. Fólk í heiminum dáist að þeim sem eru stoltir, hrokafullir og uppreisnargjarnir. Þar að auki tökum við hvorki þátt í stjórnmálum né hernaði í neinu landi. Við pössum ekki í mót heimsins og þess vegna líta aðrir niður á okkur. – Lestu Jóhannes 15:19; Rómv. 12:2.
6. Hverju hjálpar Jehóva fólki sínu að áorka?
6 Sama hvernig heimurinn lítur á okkur hjálpar Jehóva okkur að áorka miklu. Hann stendur á bak við mesta boðunarátak í sögu mannkyns. Engin önnur tímarit eru þýdd á jafn mörg tungumál og eru eins útbreidd og tímaritin sem þjónar hans gefa út. Og þeir nota Biblíuna til að hjálpa milljónum manna að bæta líf sitt. Jehóva á allan heiðurinn af þessu stórkostlega verki, en hann notar til þess hóp fólks sem virðist veikburða til að framkvæma þetta mikla verk. En hvað um okkur sem einstaklinga? Getur Jehóva hjálpað okkur að vera sterk? Ef svo er, hvað þurfum við þá að gera? Skoðum nú þrennt sem við getum lært af Páli postula.
TREYSTUM EKKI Á EIGIN STYRK
7. Hvað er eitt af því sem við getum lært af Páli?
7 Eitt af því sem við lærum af Páli er að treysta ekki á eigin styrk eða getu þegar við þjónum Jehóva. Frá mannlegum sjónarhóli hafði Páll ástæðu til að vera stoltur maður sem treysti á sjálfan sig. Hann ólst upp í Tarsus sem var höfuðborg rómverska umdæmisins Kilikíu. Tarsus var blómleg borg og þar var frægt menntasetur. Páll var vel menntaður – hann hlaut kennslu frá Gamalíel, einum virtasta trúarleiðtoga Gyðinga á þeim tíma. (Post. 5:34; 22:3) Á sínum tíma hafði Páll verið áhrifavaldur í samfélagi Gyðinga. Hann sagði: „Ég var kominn lengra í gyðingdóminum en margir jafnaldrar mínir af þjóð minni.“ (Gal. 1:13, 14; Post. 26:4) En Páll treysti ekki á sjálfan sig.
8. Hvernig leit Páll á það sem hann hafði sagt skilið við samkvæmt Filippíbréfinu 3:8 og neðanmáls og hvers vegna ,gladdist hann yfir að mega þola veikleika‘?
8 Páll sagði fúslega skilið við það sem gerði hann mikilvægan í augum heimsins. Hann leit reyndar á það sem áður virtist veita honum yfirburði „sem rusl“. (Lestu Filippíbréfið 3:8 og neðanmáls.) Páll greiddi það dýru verði að gerast fylgjandi Krists. Hans eigin þjóð hataði hann. (Post. 23:12–14) Hann var barinn og fangelsaður af rómverskum samborgurum sínum. (Post. 16:19–24, 37) Auk þess gerði Páll sér sárlega grein fyrir ófullkomleika sínum. (Rómv. 7:21–25) En hann ,gladdist yfir að mega þola veikleika‘ í stað þess að leyfa andstæðingum sínum og eigin ófullkomleika að lama sig. Hvers vegna? Vegna þess að þegar hann var veikburða fann hann fyrir krafti Guðs í lífi sínu. – 2. Kor. 4:7; 12:10.
9. Hvernig ættum við að líta á aðstæður sem virðast óhagstæðar?
9 Ef við viljum að Jehóva styrki okkur megum við ekki ætla að líkamlegur styrkur, menntun, menningarlegur bakgrunnur eða efnisleg velmegun segi til um hversu dýrmæt við erum. Þetta er 1. Kor. 1:26, 27) Við megum þess vegna ekki líta á aðstæður sem virðast óhagstæðar sem hindrun í að þjóna Jehóva. Lítum frekar á þær sem tækifæri til að sjá kraft Jehóva að verki í lífi okkar. Ef þú finnur til dæmis til minnimáttarkenndar gagnvart þeim sem gera lítið úr trú þinni skaltu biðja Jehóva um hugrekki til að verja hana. (Ef. 6:19, 20) Ef þú ert að glíma við langvarandi veikindi skaltu biðja Jehóva um nauðsynlegan styrk til að vera eins upptekinn í þjónustunni og aðstæður þínar leyfa. Í hvert sinn sem þú sérð hvernig Jehóva hjálpar þér styrkist trú þín og þú verður sterkari.
ekki það sem gerir okkur hæf í augum Jehóva. Það eru reyndar ekki margir af þjónum Guðs sem eru ,vitrir í augum manna, ekki margir valdamiklir og ekki margir af göfugum ættum‘. Jehóva hefur öllu heldur valið að nota „hið veikburða í heiminum“. (LÆRUM AF TRÚFÖSTU FÓLKI TIL FORNA
10. Hvers vegna ættum við að skoða sögu trúfastra þjóna Jehóva í Biblíunni, eins og þeirra sem eru nefndir í Hebreabréfinu 11:32–34?
10 Páll var duglegur að rannsaka Ritningarnar. Hann öðlaðist mikla þekkingu, en hann lærði líka af reynslu fólks sem sagt er frá í orði Guðs. Þegar Páll skrifaði kristnum Hebreum hvatti hann þá til að hugleiða fordæmi þjóna Jehóva sem höfðu verið trúfastir í gegnum tíðina. (Lestu Hebreabréfið 11:32–34.) Skoðum fordæmi eins þessara þjóna, Davíðs konungs. Hann þurfti ekki einungis að þola andstöðu óvina heldur líka þeirra sem höfðu verið vinir hans. Þegar við skoðum sögu Davíðs getum við gert okkur í hugarlund hvaða styrk Páll hefur fengið þegar hann hugleiddi ævi hans. Við skoðum líka hvernig við getum líkt eftir Páli.
11. Hvers vegna virtist Davíð veikburða? (Sjá mynd á forsíðu.)
11 Hermaðurinn Golíat var líkamlega sterkur og í hans augum var Davíð veikburða. Þegar Golíat sá Davíð ,leit hann til hans með fyrirlitningu‘. Golíat var jú stærri, betur vopnum búinn og hafði hlotið herþjálfun. Davíð á hinn boginn var bara óreyndur strákur sem virtist illa búinn til bardaga. En Davíð sneri því sem virtist veikleiki í styrkleika. Hann reiddi sig á styrk Jehóva og sigraði óvininn. – 1. Sam. 17:41–45, 50.
12. Hvaða fleiri erfiðleika þurfti Davíð að takast á við?
12 Davíð þurfti að takast á við annars konar erfiðleika sem hefðu getað gert hann veikburða og vanmáttugan. Davíð þjónaði Sál trúfastlega, en Jehóva hafði smurt Sál til konungs í Ísrael. Í fyrstu bar Sál konungur virðingu fyrir Davíð. En síðar leiddi stolt til þess að Sál varð öfundsjúkur út í Davíð. Hann kom illa fram við Davíð og reyndi jafnvel að koma honum fyrir kattarnef. – 1. Sam. 18:6–9, 29; 19:9–11.
13. Hvernig brást Davíð við óréttlætinu sem hann varð fyrir af hendi Sáls konungs?
13 Þótt Davíð hafi þurft að þola óréttlæti af hendi Sáls konungs hélt hann áfram að sýna þessum smurða konungi virðingu. (1. Sam. 24:7) Hann kenndi Jehóva ekki um það slæma sem Sál gerði. Þess í stað treysti Davíð að Jehóva gæfi sér þann styrk sem hann þurfti til að halda út í þessum erfiðleikum. – Sálm. 18:1.
14. Hverju stóð Páll postuli frammi fyrir líkt og Davíð?
2. Kor. 12:11; Fil. 3:18) En Páll lét ekkert af þessu buga sig. Hvernig fór hann að því? Hann hélt áfram að boða trúna þrátt fyrir andstöðu. Hann sýndi bræðrum sínum og systrum hollustu, líka þegar þau ollu honum vonbrigðum. Og umfram allt var hann trúfastur Guði allt til dauða. (2. Tím. 4:8) Hann gat ekki tekist á við allt þetta vegna þess að hann var líkamlega sterkur heldur vegna þess að hann treysti á Jehóva.
14 Páll postuli upplifði svipaðar aðstæður og Davíð. Óvinir Páls voru miklu sterkari en hann. Margir áhrifamiklir leiðtogar hötuðu hann. Þeir létu oft berja hann og fangelsa. Og svokallaðir vinir Páls komu illa fram við hann, rétt eins og gerðist hjá Davíð. Sumir í kristna söfnuðinum snerust meira að segja gegn honum. (15. Hvert er markmið okkar og hvernig náum við því?
15 Þarft þú að þola smán eða andstöðu af hendi skólafélaga, vinnufélaga eða ættingja sem eru ekki vottar? Hefur einhver í söfnuðinum komið illa fram við þig? Þá skaltu muna eftir Davíð og Páli. Þú getur ,sigrað illt með góðu‘. (Rómv. 12:21) Markmið okkar er ekki að slöngva steini í enni einhvers eins og Davíð gerði heldur að láta orð Guðs snerta huga og hjarta þeirra sem eru móttækilegir fyrir því. Þú getur það með því að nota Biblíuna til að svara spurningum fólks, sýna þeim virðingu og góðvild sem koma illa fram við þig og gera öllum gott, líka óvinum þínum. – Matt. 5:44; 1. Pét. 3:15–17.
ÞIGGJUM HJÁLP ANNARRA
16, 17. Hverju gleymdi Páll aldrei?
16 Áður en Páll postuli gerðist lærisveinn Krists var hann ósvífinn ungur maður sem ofsótti fylgjendur Jesú. (Post. 7:58; 1. Tím. 1:13) Jesús stöðvaði ofsóknir Páls sem var þá þekktur undir nafninu Sál. Jesús talaði við Pál frá himni og sló hann blindu. Til að endurheimta sjónina neyddist Páll til að leita hjálpar einmitt hjá þeim sem hann hafði ofsótt. Hann þáði auðmjúkur hjálp lærisveinsins Ananíasar, en hann hjálpaði Páli að fá sjónina á ný. – Post. 9:3–9, 17, 18.
17 Páll varð síðar vel þekktur innan kristna safnaðarins. En hann gleymdi aldrei lexíunni sem hann lærði af því sem gerðist þegar Jesús talaði við hann á leiðinni til Damaskus. Páll var áfram auðmjúkur og þáði fúslega hjálp trúsystkina sinna. Hann sagði að þau hefðu verið sér „mikill styrkur“. – Kól. 4:10, 11, neðanmáls.
18. Hvers vegna gætum við verið treg til að þiggja hjálp frá öðrum?
18 Hvað getum við lært af Páli? Þegar við byrjuðum að umgangast fólk Jehóva þáðum við kannski fúslega hjálp annarra því að við áttuðum okkur á að við vorum andleg ungbörn og áttum margt ólært. (1. Kor. 3:1, 2) En núna? Ef við höfum þjónað Jehóva árum saman og öðlast mikla reynslu gætum við átt erfiðara með að þiggja hjálp, sérstaklega frá einhverjum sem hefur ekki verið eins lengi í sannleikanum og við. En Jehóva notar oft bræður okkar og systur til að styrkja okkur. (Rómv. 1:11, 12) Við þurfum að gera okkur grein fyrir því ef við viljum fá þann kraft sem Jehóva gefur.
19. Hvers vegna gat Páll áorkað miklu?
19 Páll áorkaði gríðarlega miklu eftir að hann gerðist kristinn. Hvað varð til þess? Hann áttaði sig á að árangur er ekki háður líkamlegum styrk, menntun, auði eða þjóðfélagsstöðu heldur auðmýkt og trausti á Jehóva. Við skulum öll líkja eftir Páli með því að (1) treysta á Jehóva, (2) læra af trúföstu fólki til forna og (3) þiggja hjálp trúsystkina okkar. Þá mun Jehóva gera okkur sterk, sama hversu veikburða okkur finnst við vera.
SÖNGUR 71 Við erum hersveit Jehóva
^ gr. 5 Í þessari grein skoðum við fordæmi Páls postula. Ef við erum auðmjúk gefur Jehóva okkur þann styrk sem við þurfum til að þola háð annarra og til að sigrast á veikleikum.
^ gr. 1 ORÐASKÝRING: Okkur gæti fundist við veikburða af ýmsum ástæðum – vegna þess að við erum ófullkomin, fátæk, glímum við veikindi eða höfum litla menntun. Auk þess gætu óvinir okkar ráðist á okkur bókstaflega eða í tali til að reyna að láta okkur finnast við einskis virði.