NÁMSGREIN 52
Foreldrar – kennið börnum ykkar að elska Jehóva
„Synir eru gjöf frá Drottni.“ – SÁLM. 127:3.
SÖNGUR 134 Ykkur er trúað fyrir börnunum
YFIRLIT *
1. Hverju treystir Jehóva foreldrum fyrir?
JEHÓVA áskapaði fyrstu hjónunum löngunina til að eignast börn. Biblían segir réttilega: „[Börn] eru gjöf frá Drottni.“ (Sálm. 127:3) Hvað þýðir það? Ímyndaðu þér að náinn vinur biðji þig að geyma fyrir sig háa peningaupphæð. Hvaða áhrif hefði það á þig? Þér fyndist líklega heiður að hann skyldi sýna þér þetta traust. En þú gætir haft áhyggjur af því hvernig þú ættir að geyma peningana. Jehóva, besti vinur okkar, hefur falið foreldrum að gæta nokkurs sem er langtum verðmætara en peningar. Hann treystir þeim fyrir velferð og hamingju barnanna.
2. Hvaða spurningar ætlum við að skoða?
2 Hverjir eiga að ákveða hvort og hvenær hjón eignast börn? Og hvað geta foreldrar gert til að hjálpa börnunum að lifa hamingjuríku lífi? Við skulum skoða nokkrar meginreglur í orði Guðs sem geta hjálpað kristnum hjónum að taka viturlegar ákvarðanir.
VIRÐUM ÁKVÖRÐUN HJÓNA
3. (a) Hverjir eiga að ákveða hvort hjón eignast börn? (b) Hvaða meginreglu ættu vinir og fjölskylda að hafa hugfasta?
3 Í sumum menningarsamfélögum er ætlast til að hjón eignist börn sem fyrst. Fjölskylda þeirra og aðrir þrýsta kannski á þau til að halda í þá hefð. Jethro, bróðir í Asíu, segir: „Sum hjón í söfnuðinum þrýsta á barnlaus hjón til að eignast börn.“ Jeffrey, annar bróðir í Asíu, Gal. 6:5, neðanmáls) Vinir og fjölskylda vilja skiljanlega að nýgift hjón séu hamingjusöm. En allir verða að muna að það er hjónanna að ákveða hvað þau gera. – 1. Þess. 4:11.
segir: „Sumir segja barnlausum hjónum að þau hafi engan til að annast sig í ellinni.“ En hjón verða sjálf að ákveða hvort þau eignast börn. Ákvörðunin er þeirra og ábyrgðin er það líka. (4, 5. Hvaða tvær spurningar þurfa hjón að ræða og hvenær er best að gera það? Skýrðu svarið.
4 Hjón sem ákveða að eignast börn ættu að ræða tvær mikilvægar spurningar. Í fyrsta lagi: Hvenær vilja þau eignast barn? Í öðru lagi: Hversu mörg börn vilja þau eignast? Hvenær er besti tíminn til að ræða málið? Og hvers vegna er mikilvægt að ræða þessar tvær spurningar?
5 Í flestum tilfellum er best að par ræði áður en það gengur í hjónaband hvort það vilji eignast börn. Hvers vegna? Ein ástæðan er sú að það er mikilvægt að vera samhuga í svona máli. Parið þarf líka að meta hvort það sé tilbúið að axla slíka ábyrgð. Sum hjón hafa ákveðið að bíða í eitt eða tvö ár áður en þau eignast barn vegna þess að það fer mikill tími og orka í að vera foreldrar. Þau hafa gert það til að fá tíma til að venjast að vera í hjónabandi og fá tækifæri til að kynnast hvort öðru vel. – Ef. 5:33.
6. Hvaða áhrif hefur vitneskjan um að við lifum á síðustu dögum haft á sum hjón?
6 Sum hjón hafa kosið að gera eins og synir Nóa og eiginkonur þeirra. Þau biðu með að eignast börn. (1. Mós. 6:18; 9:18, 19; 10:1; 2. Pét. 2:5) Jesús sagði að tímar okkar yrðu „eins og dagar Nóa“ og á því leikur enginn vafi að við lifum á ,hættulegum og erfiðum tímum‘. (Matt. 24:37; 2. Tím. 3:1) Þess vegna hafa sum hjón ákveðið að fresta því að eignast börn til að geta notað meiri tíma í þjónustu Jehóva.
7. Hvernig geta meginreglurnar í Lúkasi 14:28, 29 og Orðskviðunum 21:5 hjálpað hjónum?
7 Skynsöm hjón ,reikna kostnaðinn‘ þegar þau ákveða hvort þau ætla að eignast börn og hversu mörg. (Lestu Lúkas 14:28, 29.) Hjón sem hafa alið upp börn vita að það er kostnaðarsamt. Það kostar líka tíma og orku. Það er því mikilvægt að hjón hugleiði spurningar eins og: Þurfum við bæði að vinna til að sjá fyrir nauðsynjum fjölskyldunnar? Hver myndi líta eftir börnunum ef við þyrftum bæði að vinna? Hverjir myndu hafa áhrif á hugsun þeirra og hegðun? Hjón sem ræða málin í ró og næði fara eftir orðunum í Orðskviðunum 21:5. – Lestu.
8. Hvaða erfiðleikum þurfa kristin hjón að gera ráð fyrir og hvað gerir kærleiksríkur eiginmaður?
8 Barn þarf og á skilið að báðir foreldrarnir gefi því talsvert af tíma sínum og orku. Ef hjón eignast nokkur börn á stuttum tíma getur verið erfitt að veita hverju barni næga athygli. Sumir foreldrar viðurkenna að sér hafi fundist yfirþyrmandi að eiga nokkur ung börn á sama tíma. Móðir er ef til vill úrvinda, bæði líkamlega og tilfinningalega. Hún gæti verið það þreytt að hún hefur ekki orku til að lesa í Biblíunni, biðja og taka þátt í boðuninni reglulega. Það getur líka verið erfitt fyrir hana að fylgjast með á samkomum og hafa gagn af þeim. Kærleiksríkur eiginmaður gerir auðvitað sitt besta til að styðja konuna sína þegar börnin þurfa athygli, hvort heldur á samkomum eða heima fyrir. Hann gæti til dæmis hjálpað til við húsverkin. Og hann leggur hart að sér til að allir í fjölskyldunni hafi gagn af reglulegri biblíunámsstund fjölskyldunnar. Kristnir feður taka þátt í boðuninni að staðaldri ásamt fjölskyldu sinni.
AÐ KENNA BÖRNUM AÐ ELSKA JEHÓVA
9, 10. Hvað þurfa foreldrar að gera til að hjálpa börnum sínum?
9 Hvað geta foreldrar gert til að hjálpa börnum sínum að elska Jehóva? Hvernig geta þeir verndað börnin gegn hættum í þessum illa heimi? Skoðum sumt af því sem foreldrar geta gert.
10 Biðjið Jehóva um hjálp. Skoðum fordæmi Manóa og konu hans en þau voru foreldrar Samsonar. Þegar Manóa komst að því að þau hjónin ættu von á syni leitaði hann til Jehóva til að fá að vita hvernig þau ættu að ala upp drenginn.
11. Hvernig geta foreldrar líkt eftir Manóa, samanber Dómarabókina 13:8?
11 Nihad og Alma frá Bosníu og Hersegóvínu lærðu af fordæmi Manóa. Þau segja: „Líkt og Manóa báðum við Jehóva að leiðbeina okkur um hvernig Dómarabókina 13:8.
við gætum verið góðir foreldrar. Og Jehóva svaraði bænum okkar með ýmsum hætti – með Biblíunni, biblíutengdum ritum, á samkomum og mótum.“ – Lestu12. Hvaða fordæmi settu Jósef og María börnum sínum?
12 Verið góð fyrirmynd. Það skiptir máli hvað þú segir en það sem þú gerir hefur líklega meiri áhrif á barnið þitt. Við getum gengið að því vísu að Jósef og María hafi verið börnum sínum, líka Jesú, góðar fyrirmyndir. Jósef vann hörðum höndum við að annast fjölskylduna. Hann hvatti hana líka til að þjóna Jehóva með gleði. (5. Mós. 4:9, 10) Hann tók fjölskylduna með til Jerúsalem „á hverju ári“ til að halda páska þótt lögmálið hafi ekki farið fram á það. (Lúk. 2:41, 42) Sumir feður á þeim tíma hafa ef til vill álitið það óhentugt, tímafrekt og dýrt að fara með fjölskylduna í slíkt ferðalag. En Jósef kunni greinilega að meta andleg mál og kenndi börnum sínum að hafa sama hugarfar. María þekkti líka Ritningarnar vel. Hún kenndi börnunum eflaust bæði í orði og verki að elska orð Guðs.
13. Hvernig fylgdu hjón nokkur fordæmi Jósefs og Maríu?
13 Nihad og Alma, sem minnst var á fyrr í greininni, vildu fylgja fordæmi Jósefs og Maríu. Hvernig auðveldaði það þeim að ala upp son sinn til að elska Guð og þjóna honum? „Við reyndum með lífsstefnu okkar að sýna syni okkar fram á hversu gott það væri að fylgja meginreglum Jehóva,“ segja þau. Nihad bætir við: „Vertu þess konar manneskja sem þú vilt að barnið þitt verði.“
14. Hvers vegna þurfa foreldrar að vita hverja börnin þeirra eiga í samskiptum við?
14 Hjálpið börnum ykkar að velja góða vini. Báðir foreldrarnir þurfa að vita hverja börnin þeirra eiga í samskiptum við og hvað þau gera. Það felur í sér að vita hverja börnin eru í sambandi við á samfélagsmiðlum og í símanum sínum. Sá félagsskapur getur haft áhrif á hugsun og hegðun barnanna. – 1. Kor. 15:33.
15. Hvað geta foreldrar lært af fordæmi Jessie?
15 Hvað geta foreldrar gert ef þeir vita lítið um tölvur eða snjalltæki? Jessie, faðir í Filippseyjum, segir: „Við kunnum lítið á þessi tæki. En það hindraði okkur ekki í að ræða við börnin um mögulegar hættur sem fylgja notkun þeirra.“ Þótt Jessie hefði takmarkaða þekkingu á slíkum tækjum bannaði hann ekki börnunum að nota þau. Hann segir: „Ég hvatti börnin mín til að nota tækin til að læra nýtt tungumál, undirbúa sig fyrir samkomur og lesa daglega í Biblíunni.“ Eruð þið foreldrar? Hafið þið þá lesið með börnum ykkar og rætt góðu ráðin um að senda smáskilaboð og setja myndir á netið sem er að finna á jw.org® undir flokknum „Unglingar“? Hafið þið rætt við þau um myndskeiðin Hver ræður – þú eða snjalltækin? og Skynsemi á samskiptasíðum? * Þau geta verið verðmæt hjálp þegar þið kennið börnum ykkar að nota snjalltæki af skynsemi. – Orðskv. 13:20.
16. Hvað hafa margir foreldrar gert og með hvaða árangri?
16 Margir foreldrar leitast við að haga málum þannig að börnin þeirra geti
umgengist þá sem sýna gott fordæmi í þjónustunni við Guð. N’Déni og Bomine, hjón á Fílabeinsströndinni, buðu oft farandhirðinum gistingu. „Það hafði mjög góð áhrif á son okkar. Hann gerðist brautryðjandi og er nú staðgengill farandhirðis,“ segir N’Déni. Getur þú gert eitthvað svipað fyrir börnin þín?17, 18. Hvenær ættu foreldrar að byrja að kenna börnum sínum?
17 Byrjið að kenna börnunum eins snemma og hægt er. Því fyrr sem foreldrar byrja að kenna börnum sínum því betra. (Orðskv. 22:6) Þegar Tímóteus var vaxinn úr grasi ferðaðist hann með Páli postula. Evnike móðir hans og Lóis amma hans höfðu kennt honum „frá blautu barnsbeini“. – 2. Tím. 1:5; 3:15.
18 Hjónin Jean-Claude og Peace eru líka frá Fílabeinsströndinni. Þau kenndu öllum sex börnum sínum að elska Jehóva og þjóna honum. Hvað auðveldaði þessum hjónum að ná svona góðum árangri? Þau fylgdu fordæmi Evnike og Lóisar. Þau segja: „Við brýndum orð Guðs fyrir börnum okkar frá blautu barnsbeini, nánast frá fæðingu.“ – 5. Mós. 6:6, 7.
19. Hvað felur það í sér að brýna orð Guðs fyrir börnunum?
19 Hvað felur það í sér að ,brýna‘ orð Jehóva fyrir börnunum? Að brýna felur í sér að „kenna og innprenta með tíðum endurtekningum“. Til að geta gert það þurfa foreldrar reglulega að verja tíma með börnum sínum. Það gæti stundum reynt á að þurfa að endurtaka leiðbeiningar við börnin. En foreldrar geta litið á það sem tækifæri til hjálpa börnunum að skilja orð Guðs og fara eftir því.
20. Útskýrðu hvernig má heimfæra Sálm 127:4 upp á barnauppeldi?
20 Sýnið dómgreind. Í Sálmi 127 er börnum líkt við örvar. (Lestu Sálm 127:4.) Engin tvö börn eru eins rétt eins og örvar geta verið úr ólíkum efnivið og af mismunandi stærð. Foreldrar þurfa því að haga kennslunni eftir hverju barni. Hjón í Ísrael nútímans segja hvað hjálpaði þeim að ala upp tvö börn í trúnni með góðum árangri: „Við áttum biblíunámstundir með hvoru barni fyrir sig.“ Að sjálfsögðu ákveður höfuð fjölskyldunnar hvort það sé nauðsynlegt eða mögulegt að kenna þannig.
JEHÓVA HJÁLPAR YKKUR
21. Hvaða hjálp geta foreldrar alltaf fengið frá Jehóva?
21 Foreldrum getur stundum fundist yfirþyrmandi að kenna börnum sínum, en börnin eru gjöf frá Jehóva. Hann er alltaf reiðubúinn að veita hjálp. Hann hlustar fúslega á bænir foreldra. Og hann notar Biblíuna, ritin okkar og fordæmi og ráð reyndra foreldra í söfnuðinum til að svara þessum bænum.
22. Hvað er með því besta sem foreldrar geta gefið börnum sínum?
22 Sagt hefur verið að það sé 20 ára verkefni að ala upp barn en í raun hætta foreldrar aldrei að vera foreldrar. Kærleikur, tími og biblíufræðsla er með því besta sem þeir geta gefið börnum sínum. Börn bregðast ekki öll eins við kennslunni. En mörgum þeirra sem hafa alist upp af foreldrum sem elska Jehóva er eins innanbrjósts og Joönnu Mae, systur í Asíu: „Ég er svo þakklát fyrir kennsluna sem foreldrar mínir veittu mér. Þeir öguðu mig og kenndu mér að elska Jehóva. Þeir gáfu mér ekki bara líf heldur líf sem hefur tilgang.“ (Orðskv. 23:24, 25) Sömu sögu er að segja af milljónum bræðra og systra.
SÖNGUR 59 Lofum öll Guð
^ gr. 5 Ættu hjón að eignast börn? Ef þau kjósa það, hversu mörg börn ættu þau þá að eignast? Og hvernig geta þau kennt börnum sínum að elska Jehóva og þjóna honum? Í þessari grein skoðum við nútímafrásögur og meginreglur í Biblíunni sem geta auðveldað okkur að finna svör við þessum spurningum.
^ gr. 15 Sjá einnig greinina „Stjórna rafræn samskipti lífi mínu?“ í Vaknið! apríl 2011, bls. 24.