,Ég hef von til Guðs‘
„Hinn síðari Adam [varð] lífgandi andi.“ – 1. KOR. 15:45.
1-3. (a) Hvað ættum við að líta á sem eitt af undirstöðuatriðum trúar okkar? (b) Hvers vegna er upprisan svona mikilvæg? (Sjá mynd í upphafi greinar.)
HVERJU myndirðu svara ef einhver spyrði þig hver væru undirstöðuatriði trúar þinnar? Þú myndir örugglega leggja áherslu á að Jehóva sé skaparinn og sá sem gaf okkur lífið. Sennilega myndirðu nefna að þú trúir á Jesú Krist og að hann hafi dáið sem lausnargjald. Þú myndir glaður bæta við að paradís verði á jörð þar sem þjónar Guðs munu lifa að eilífu. En myndirðu nefna upprisuna sem eitt af þeim trúaratriðum sem eru þér hvað kærust?
2 Við höfum góðar ástæður til að líta á upprisuna sem undirstöðuatriði í trú okkar, jafnvel þótt við vonumst sjálf til að lifa af þrenginguna miklu og lifa að eilífu á jörð. Páll postuli sýndi fram á hvers vegna svo sé. Hann sagði: „Ef ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur ekki heldur upprisinn.“ Ef Kristur hefði ekki verið reistur upp væri hann ekki ríkjandi konungur okkar og það sem við kenndum um stjórn hans væri þá til einskis. (Lestu 1. Korintubréf 15:12-19.) Við vitum hins vegar að Jesús var reistur upp. Þannig erum við ólík saddúkeum Gyðinga sem afneituðu með öllu að hinir dánu gætu lifað á ný. Við höldum fast í trú okkar á upprisu jafnvel þótt aðrir geri grín af okkur. – Mark. 12:18; Post. 4:2, 3; 17:32; 23:6-8.
3 Páll sagði að ,kenningin um upprisu dauðra‘ væri hluti af „byrjendafræðslunni um Krist“. (Hebr. 6:1, 2) Hann lagði ríka áherslu á að hann tryði á upprisuna. (Post. 24:10, 15, 24, 25) En þó að upprisan sé grundvallarkenning, eitt af ,undirstöðuatriðum Guðs orða‘, þurfum við samt að fræðast betur um hana og hugleiða þessa von. (Hebr. 5:12) Hvers vegna?
4. Hvaða spurningar gætu vaknað varðandi upprisuna?
4 Þegar fólk byrjar að kynna sér Biblíuna les það yfirleitt frásögur af upprisum sem hafa átt sér stað, til dæmis af upprisu Lasarusar. Það lærir líka að Abraham, Job og Daníel hafi verið fullvissir um að hinir dánu myndu lifa á ný í framtíðinni. En hvernig myndirðu svara ef einhver spyrði þig hvaða sannanir við höfum fyrir því að loforð um upprisu séu enn í gildi mörgum öldum eftir að þau voru gefin? Og gefur Biblían til kynna hvenær upprisan verður? Svörin við þessum spurningum styrkja trú okkar.
UPPRISA ÖLDUM SÍÐAR
5. Um hvað ætlum við fyrst að ræða varðandi upprisuna?
5 Það er eitt að ímynda sér að hægt sé að reisa upp einhvern sem er nýlega dáinn. (Jóh. 11:11; Post. 20:9, 10) En hvað með loforð um að upprisa muni eiga sér stað árum eða jafnvel öldum eftir að það var gefið? Er hægt að treysta slíku loforði, hvort sem það á við um einhvern sem er nýdáinn eða einhvern sem hefur verið dáinn lengi? Þú trúir reyndar þegar á upprisu sem átti sér stað öldum eftir að loforð um hana var gefið. Hvaða upprisa er það? Og hvernig tengist hún von þinni um upprisu í framtíðinni?
6. Hvaða þátt átti Jesús í uppfyllingu Sálms 118?
6 Ræðum nú um upprisu sem spáð var um með löngum fyrirvara. Í Sálmi 118, sem Davíð orti ef til vill, er að finna þessa beiðni: „Drottinn, hjálpa þú ... Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins.“ Sennilega manstu að fólk vitnaði í þennan Messíasarspádóm þegar Jesús reið inn í Jerúsalem 9. nísan, skömmu áður en hann dó. (Sálm. 118:25, 26; Matt. 21:7-9) En hvernig gaf Sálmur 118 til kynna að upprisa myndi eiga sér stað löngu síðar? Taktu eftir að þar er líka spáð: „Steinninn, sem smiðirnir höfnuðu, er orðinn að hyrningarsteini.“ – Sálm. 118:22.
7. Hvernig höfnuðu Gyðingarnir Jesú?
7 „Smiðirnir,“ trúarleiðtogar Gyðinga, höfnuðu Messíasi. Þeir sneru ekki aðeins baki við Jesú og neituðu að viðurkenna hann sem Krist heldur gengu þeir mun lengra. Margir Gyðingar höfnuðu honum í þeim skilningi að þeir heimtuðu að fá hann tekinn af lífi. (Lúk. 23:18-23) Já, þeir áttu þátt í lífláti Jesú.
8. Hvernig gat Jesús orðið að „hyrningarsteini“?
8 Hvernig gat Jesús orðið að „hyrningarsteini“ fyrst honum var hafnað og hann tekinn af lífi? Það gat aðeins gerst með því að hann yrði reistur til lífs á ný. Jesús gaf það sjálfur til kynna með dæmisögu einni. Landeigandi sendi sendiboða til vínyrkja sem unnu fyrir hann en vínyrkjarnir misþyrmdu þeim, rétt eins og Ísraelsmenn misþyrmdu spámönnunum sem Guð sendi til þeirra. Að lokum sendi Sálmi 118:22. (Lúk. 20:9-17) Pétur postuli notaði sama vers þegar hann talaði við ,höfðingja, öldunga og fræðimenn Gyðinga sem höfðu komið saman í Jerúsalem‘. Hann talaði um ,Jesú Krist frá Nasaret, þann er þeir krossfestu en Guð uppvakti frá dauðum‘. Síðan sagði Pétur skýrum orðum: „Jesús er steinninn sem þér, húsasmiðirnir, virtuð einskis, hann er orðinn að hyrningarsteini.“ – Post. 3:15; 4:5-11; 1. Pét. 2:5-7.
landeigandinn ástkæran son sinn og erfingja. Var tekið vel á móti honum? Síður en svo. Vínyrkjarnir gengu svo langt að drepa hann. Eftir að hafa sagt dæmisöguna vitnaði Jesús í spádóminn í9. Hvaða merkilega atburði var spáð fyrir í Sálmi 118:22?
9 Já, spádómurinn í Sálmi 118:22 gaf til kynna að upprisa myndi eiga sér stað mörgum öldum síðar. Messíasi yrði hafnað og hann myndi deyja en hann yrði reistur til lífs á ný til að verða að hyrningarsteini. Þegar Jesús var reistur upp fékk hann einn það hlutverk að bera nafnið sem „mönnum [er] gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur“. – Post. 4:12; Ef. 1:20.
10. (a) Hverju var spáð í Sálmi 16:10? (b) Hvernig vitum við að Sálmur 16:10 rættist ekki á Davíð?
10 Lítum á annað vers þar sem spáð var fyrir um upprisu. Það var skrifað með meira en þúsund ára fyrirvara, og sú staðreynd ætti að styrkja traust okkar á að upprisa geti átt sér stað löngu eftir að hún var sögð fyrir eða henni lofað. Í Sálmi 16 skrifaði Davíð: „Þú ofurselur helju ekki líf mitt, sýnir ekki gröfina þeim sem treystir þér.“ (Sálm. 16:10) Davíð var ekki að segja að hann myndi aldrei deyja eða lenda í hinni almennu gröf mannkyns. Í orði Guðs kemur greinilega fram að Davíð varð aldraður. Þegar hann dó var hann „lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og var grafinn í borg Davíðs“. (1. Kon. 2:1, 10) Við hvern er þá átt í Sálmi 16:10?
11. Hvenær ræddi Pétur um Sálm 16:10?
11 Við þurfum ekki að velkjast í vafa um það. Rúmum þúsund árum eftir að sálmurinn var skrifaður og nokkrum vikum eftir að Jesús dó og reis upp útskýrði Pétur Sálm 16:10 fyrir þúsundum Gyðinga og trúskiptinga. (Lestu Postulasöguna 2:29-32.) Hann minntist á að Davíð hefði dáið og verið grafinn. Þeir sem hlustuðu vissu það. Og frásagan segir ekki að neinn þeirra hafi véfengt orð Péturs um að Davíð hefði séð fyrir og talað um upprisu hins komandi Messíasar.
12. Hvernig uppfylltist Sálmur 16:10 og hvað staðfestir það um loforðið um upprisu?
12 Pétur vitnaði í orð Davíðs í Sálmi 110:1 máli sínu til stuðnings. (Lestu Postulasöguna 2:33-36.) Rök Péturs, byggð á Ritningunni, áttu þátt í að sannfæra mannfjöldann um að Jesús væri ,bæði Drottinn og Kristur‘. Fólkið viðurkenndi að Sálmur 16:10 hefði ræst þegar Jesús var reistur upp frá dauðum. Síðar notaði Páll postuli sömu rök þegar hann talaði við Gyðinga í borginni Antíokkíu í Pisidíu. Rökfærsla hans hafði mikil áhrif á fólkið og það vildi heyra meira. (Lestu Postulasöguna 13:32-37, 42.) Það sá að þessir biblíuspádómar um upprisu í framtíðinni voru áreiðanlegir jafnvel þótt aldir hefðu liðið frá því að þeir voru bornir fram, og það ætti sömuleiðis að vekja traust hjá okkur.
HVENÆR VERÐUR UPPRISAN?
13. Hvaða spurningar gætu vaknað varðandi upprisuna?
13 Það er uppörvandi að vita að upprisa getur átt sér stað mörgum öldum eftir að henni hefur verið lofað. Sumir gætu þó spurt sig: Þýðir það að ég gæti þurft að bíða lengi áður en ég fæ að sjá ástvin minn aftur? Hvenær verður upprisan? Jesús sagði reyndar postulunum að það væri ýmislegt sem þeir vissu ekki og gætu ekki vitað. Sumt sem varðar ,tíma eða tíðir hefur faðirinn sjálfur ákveðið‘. (Post. 1:6, 7; Jóh. 16:12) En það þýðir ekki að við höfum engar upplýsingar um hvenær upprisan verður.
14. Að hvaða leyti var upprisa Jesú ólík fyrri upprisum?
14 Upprisa Jesú er mikilvægasta upprisan sem sagt er frá í Biblíunni. Ef hann hefði ekki verið reistur upp hefði ekkert okkar von um að sjá látna ástvini okkar á ný. Þeir sem voru reistir upp fyrir tíma Jesú, eins og þeir sem Elía og Elísa reistu til lífs, lifðu ekki að eilífu. Þeir dóu aftur og urðu að mold í gröfinni. Jesús hefur hins vegar verið „vakinn frá dauðum [og] deyr ekki framar. Dauðinn drottnar ekki lengur yfir honum.“ Hann lifir „um aldir alda“ á himnum og mun aldrei deyja. – Rómv. 6:9; Opinb. 1:5, 18; Kól. 1:18; 1. Pét. 3:18.
15. Af hverju skiptir máli að Jesús skuli vera „frumgróðinn“?
15 Upprisa Jesú var sú fyrsta sinnar tegundar og hún er tvímælalaust sú mikilvægasta. (Post. 26:23) Hann er þó ekki sá eini sem hefur fengið loforð um að rísa upp til himna sem andavera. Jesús fullvissaði trúfasta postula sína um að þeir myndu ríkja með honum á himnum. (Lúk. 22:28-30) En áður en þeir hlytu þessi laun þyrftu þeir að deyja. Þá var hægt að reisa þá upp sem andaverur eins og Krist. Páll skrifar að ,Kristur hafi verið reistur upp frá dauðum, frumgróði þeirra sem sofnuð eru‘. Síðan bendir hann á að fleiri yrðu reistir til lífs á himnum. Hann sagði: „Sérhver í sinni röð: Kristur er frumgróðinn, næst koma þeir sem játa hann þegar hann kemur.“ – 1. Kor. 15:20, 23.
16. Hvaða vísbendingu höfum við um það hvenær upprisan til himna átti að eiga sér stað?
16 Þetta gefur okkur vísbendingu um hvenær upprisan til himna átti að eiga sér stað. Hún átti að verða „þegar hann kemur“, það er að segja á nærverutíma Krists. Langt er liðið síðan Vottar Jehóva sýndu fyrst fram á með hjálp Biblíunnar að nærvera Krists hófst árið 1914. Hún stendur enn yfir og endir þessa illa heimskerfis er nú mjög nærri.
17, 18. Hvað verður um suma hinna andasmurðu við nærveru Krists?
17 Biblían gefur nánari upplýsingar um upprisuna til himna þegar sagt er: „Ekki vil ég, systkin, láta ykkur vera ókunnugt um þau sem sofnuð eru ... Því að ef við trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð ... leiða ásamt honum fram þau sem sofnuð eru ... Við, sem verðum eftir á lífi við komu [,nærveru‘, NW] Drottins, munum alls ekki fyrri verða en þau sem sofnuð eru. Þegar Guð skipar fyrir ... mun sjálfur Drottinn stíga niður af himni og þau sem dóu í trú á Krist munu fyrst upp rísa. Þá munum við sem eftir lifum verða hrifin burt ásamt þeim í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum við vera með Drottni alla tíma.“ –18 Upprisan til himna myndi verða einhvern tíma eftir að ,nærvera‘ Krists hófst. Þeir hinna andasmurðu, sem verða enn á jörð í þrengingunni miklu, verða ,hrifnir burt í skýjum‘. (Matt. 24:31) Þeir sem verða ,hrifnir burt‘ ,munu ekki deyja‘ í þeim skilningi að þeir sofi löngum dauðasvefni. Þeir munu allir „umbreytast, í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður“. – 1. Kor. 15:51, 52.
19. Hvaða ,betri upprisa‘ er fram undan?
19 Fæstir þjóna Guðs nú á dögum eru andasmurðir og kallaðir til að ríkja á himnum með Kristi. Þeir bíða öllu heldur eftir að þetta illa heimskerfi líði undir lok á ,degi Drottins‘. Enginn getur vitað nákvæmlega hvenær það gerist en allt bendir til þess að stutt sé í það. (1. Þess. 5:1-3) Eftir það mun annars konar upprisa eiga sér stað, upprisa til lífs í paradís á jörð. Þeir sem rísa upp þá eiga von um að verða fullkomnir og þurfa aldrei að deyja aftur. Það verður ,betri upprisa‘ en þær sem áttu sér stað til forna þegar „konur heimtu sína framliðnu úr helju“, þar sem þeir dóu aftur síðar. – Hebr. 11:35.
20. Hvers vegna getum við treyst því að upprisan fari fram með skipulegum hætti?
20 Í Biblíunni segir að þeir sem rísa upp til himna verði reistir upp „sérhver í sinni röð“. (1. Kor. 15:23) Við getum treyst því að upprisan á jörð eigi sömuleiðis eftir að fara fram með skipulegum hætti. Það er athyglisvert að velta þessu fyrir sér. Verða þeir sem hafa nýlega dáið reistir upp við upphaf þúsundáraríkis Krists þannig að ástvinir þeirra fái að taka á móti þeim? Munu trúfastir menn fortíðar, sem voru góðir leiðtogar, rísa upp snemma til að hjálpa til við að skipuleggja þjóna Guðs í nýja heiminum? Hvað um þá sem þjónuðu ekki Jehóva? Hvar og hvenær verða þeir reistir upp? Það er margt sem mætti velta fyrir sér. En er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu núna? Er ekki betra að bíða og sjá hvað verður? Við getum treyst að það verður spennandi að sjá hvernig Jehóva fer að þegar þar að kemur.
21. Hvaða von hefur þú?
21 Þangað til skulum við styrkja trú okkar á Jehóva sem lofaði fyrir milligöngu Jesú að hann geymi hina dánu í minni sér og reisi þá upp. (Jóh. 5:28, 29; 11:23) Til að sanna að Jehóva geti reist hina dánu til lífs á ný sagði Jesús eitt sinn að Abraham, Ísak og Jakob væru lifandi í augum Jehóva. (Lúk. 20:37, 38) Við höfum ærna ástæðu til að taka undir með Páli sem sagði: ,Þá von hef ég til Guðs að fólk muni upp rísa.‘ – Post. 24:15.