Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | VARÐVEITUM FRIÐINN Á HEIMILINU

Hvernig geturðu stuðlað að friði í fjölskyldunni?

Hvernig geturðu stuðlað að friði í fjölskyldunni?

HELDUR þú að hægt sé að stuðla að friði á heimilinu með því að fara eftir ráðum Biblíunnar? Lestu eftirfarandi ráð hennar og berðu þau saman við það sem hjálpað hefur viðmælendum blaðsins. Hugleiddu hvaða ráð geta hjálpað þér að forðast deilur, varðveita friðinn og styrkja hjónabandið.

BIBLÍULEG RÁÐ SEM STUÐLA AÐ FRIÐI

VERIÐ JÁKVÆÐ Í GARÐ HVORT ANNARS.

„Gerið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillát og metið hvert annað meira en ykkur sjálf. Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra.“ – Filippíbréfið 2:3, 4.

„Það hefur reynst okkur vel að taka makann fram yfir sjálfan sig og aðra.“ – C. P., gift í 19 ár.

HLUSTAÐU AF ATHYGLI OG MEÐ OPNUM HUGA.

„Minn þau á að ... vera friðsöm, sanngjörn og sýna öllum mönnum vinsemd.“ – Títusarbréfið 3:1, 2.

„Koma má í veg fyrir spennu með því að svara ekki makanum í nöldursömum tón. Það er mikilvægt að hlusta án þess að dæma fyrirfram og virða sjónarmið hans, jafnvel þó að þið séuð ekki sammála.“ – P. P., gift í 20 ár.

RÆKTAÐU MEÐ ÞÉR ÞOLINMÆÐI OG MILDI.

„Með þolinmæði má telja höfðingja hughvarf, mjúk tunga mylur bein.“ – Orðskviðirnir 25:15.

„Öllum hjónum greinir á af og til en afleiðingarnar ráðast af því hvernig við bregðumst við. Það er nauðsynlegt að sýna þolinmæði. Þegar við gerum það leysast málin yfirleitt farsællega.“ – G. A., gift í 27 ár.

GRÍPTU ALDREI TIL ANDLEGS EÐA LÍKAMLEGS OFBELDIS.

„Nú skuluð þið segja skilið við allt þetta: reiði, bræði, vonsku, lastmæli, svívirðilegt orðbragð.“ – Kólossubréfið 3:8.

„Ég dáist af sjálfsstjórn mannsins míns. Hann heldur alltaf ró sinni og brýnir aldrei raustina við mig eða talar niðrandi til mín.“ – B. D., gift í 20 ár.

VERTU FÚS TIL AÐ FYRIRGEFA OG ÚTKLJÁÐU DEILUR FLJÓTT.

„Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum.“ – Kólossubréfið 3:13.

„Það er ekki alltaf auðvelt að halda rónni undir álagi og þú gætir sagt eða gert eitthvað sem særir makann. Við þannig kringumstæður er aðdáunarvert að fyrirgefa. Það er ekki hægt að eiga gott hjónaband ef hjónin eru ekki fús til að fyrirgefa hvort öðru.“ – A. B., gift í 34 ár.

TEMDU ÞÉR ÓEIGINGIRNI OG GJAFMILDI.

„Gefið og yður mun gefið verða ... Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.“ – Lúkas 6:38.

„Eiginmaður minn veit hvað gleður mig og hann kemur mér sífellt á óvart. Ég hugsa líka oft um hvernig ég geti glatt hann á móti. Þess vegna höfum við hlegið mikið saman og gerum enn.“ – H. K., gift í 44 ár.

HALTU ÁFRAM AÐ STUÐLA AÐ FRIÐI Á HEIMILINU

Milljónir manna um allan heim hafa notfært sér ráð Biblíunnar til að rækta með sér góða eiginleika sem stuðla að friðsælla fjölskyldulífi. * Viðmælendur Vaknið! eru aðeins örfá dæmi um það. Jafnvel þótt sumir á heimilinu virðast ekki leggja sig fram um að fylgja þessum ráðum hafa viðmælendur okkar komist að raun um að það sé þess virði að halda áfram að stuðla að friði vegna þess að Biblían lofar: „Sá gleðst sem stuðlar að friði.“ – Orðskviðirnir 12:20.

^ gr. 24 Nánari upplýsingar um hvernig hægt sé að gera fjölskyldulífið hamingjuríkt er að finna í 14. kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían? Hún er gefin út af Vottum Jehóva og er fáanleg á www.jw.org/is. Sjá einnig BIBLÍAN OG LÍFIÐ > GÓÐ RÁÐ HANDA FJÖLSKYLDUNNI.