Sigrast á þunglyndi á unglingsárum
Sigrast á þunglyndi á unglingsárum
SKÓLANEMAR í Mexíkó, sem voru á enskunámskeiði, voru beðnir að semja erindi um málefni að eigin vali. Maritza skýrir svo frá: „Ég hafði átt við þunglyndi að stríða og greinaröðin ‚Hjálp handa þunglyndum unglingum‘, sem birtist í Vaknið! (á ensku) 8. september 2001, hafði hjálpað mér. Ég notaði þess vegna upplýsingarnar sem komu fram í blaðinu og fékk fyrstu einkunn fyrir erindið. Ég gaf síðan nemendum og kennurum afrit af greinunum.“
Tveimur árum síðar, þegar Maritza var í boðunarstarfinu, hitti hún nemanda sem var núna á sama enskunámskeiði og hún hafði sótt. Henni til mikillar undrunar sýndi nemandinn henni afrit af greinunum úr Vaknið! um þunglyndi unglinga. Svo virðist sem kennarinn kunni svo vel að meta þessar greinar að hann gefi öllum nemendum sínum eintak.
Finna má frekari upplýsingar um þunglyndi unglinga í bókinni Spurningar unga fólksins — svör sem duga. Í henni eru meðal annars kaflarnir „Af hverju er ég óánægður með sjálfan mig?,“ „Hvers vegna verð ég svona þunglyndur?“ og „Hvernig get ég losnað við einmanaleikann?“ Þú getur pantað eintak með því að fylla út og senda miðann hér að neðan.
□ Vinsamlegast sendið mér þessa bók án allra skuldbindinga.
□ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis biblíunámskeið.