LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Getur þú gefið af tíma þínum og kröftum?
Eins og Jesaja sagði fyrir er fordæmalaus vöxtur í söfnuði Jehóva á jörðinni. (Jes 54:2) Það kallar á byggingu nýrra ríkissala, mótshalla og deildarskrifstofa. Eftir að slíkar byggingar hafa verið reistar þurfa þær viðhald og sumar þarf með tímanum að gera upp. Hvaða tækifæri veitir þetta okkur til að gefa Jehóva af tíma okkar og kröftum?
-
Við getum hjálpað til þegar okkar starfshópur á að sjá um þrif á ríkissalnum.
-
Við getum boðið okkur fram til að fá þjálfun til að vinna við viðhald í ríkissalnum okkar.
-
Við getum fyllt út umsókn um að vera sjálfboðaliði hjá hönnunar- og byggingadeildinni á svæðinu (DC-50) til að hjálpa til öðru hvoru við byggingarvinnu og viðhald nálægt heimili okkar.
-
Við getum fyllt út umsókn (A-19) og boðið okkur fram til að hjálpa í viku eða lengur við verkefni á svæði deildarskrifstofunnar og Betel eða á svæði annarrar deildarskrifstofu.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ NÝTT BYGGINGARVERKEFNI Í BÍGERÐ – ÚTDRÁTTUR OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvaða gríðarlega aukning á notkun myndbanda hefur orðið síðan 2014?
-
Hvaða byggingarverkefni er í bígerð til að mæta vaxandi þörf fyrir myndbönd í þjónustu okkar og hvenær er áætlað að framkvæmdir hefjist og verklok verði?
-
Hvernig geta sjálfboðaliðar hjálpað til við þessar framkvæmdir?
-
Ef við óskum eftir því að hjálpa til við stórar byggingarframkvæmdir á vegum safnaðarins, hvers vegna ættum við þá að fylla út umsóknareyðublað (DC-50) og aðstoða við verkefni hönnunar- og byggingardeildarinnar nálægt heimili okkar?
-
Hvaða sönnun höfum við fyrir því að Jehóva leiðbeini okkur við þetta verkefni?
-
Hvernig getum við stutt við verkefnið þótt við getum ekki hjálpað til við framkvæmdirnar sjálfar?