Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

„Hugfestið það“

„Hugfestið það“

Hugfesta hvað? Í Filippíbréfinu erum við hvött til að hugfesta það sem er satt, göfugt, rétt og hreint, elskuvert, gott afspurnar, hvað sem er dygð og lofsvert. Kristnu fólki leyfist auðvitað að hugsa um fleira en það sem tengist Biblíunni. En það sem við veljum að hugsa um ætti að vera Jehóva þóknanlegt. Það ætti ekki veikja ásetning okkar að vera honum trú. – Sl 19:15.

Það getur reynst erfitt að forðast óæskilegar hugsanir. Við berjumst ekki bara við eigin ófullkomleika heldur líka við Satan, „guð þessarar aldar“. (2Kor 4:4) Þar sem hann stjórnar fjölmiðlum heimsins er mikið af siðspilltu efni í sjónvarpi, útvarpi, á netinu og á prenti. Ef við vöndum ekki valið á því sem við hugsum um spillir það huganum og hefur að lokum áhrif á breytni okkar. – Jak 1:14, 15.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ FORÐUMST ALLT SEM GREFUR UNDAN TRÚFESTI OKKAR – ÓVIÐEIGANDI AFÞREYING, OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM: