LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA
„Verndaðu hjartað“
Salómon skrifaði undir innblæstri: „Verndaðu hjartað meira en allt annað.“ (Okv 4:23) Því miður hætti fólk Guðs, Ísraelsmenn, að ganga frammi fyrir Jehóva „af öllu hjarta.“ (2Kr 6:14) Salómon konungur lét jafnvel heiðnar eiginkonur sínar snúa hjarta hans til annarra guða. (1Kon 11:4) Hvernig geturðu verndað hjarta þitt? Fjallað var um þetta efni í námsgrein sem birtist í Varðturninum í janúar 2019 á bls. 14–19.
HORFÐU Á MYNDBANDIÐ ÞAÐ SEM LÆRA MÁ AF VARÐTURNINUM – VERNDAÐU HJARTAÐ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvaða slæmu áhrifum hefðu eftirtaldir vottar getað orðið fyrir og hvernig hjálpaði efnið í þessari námsgrein þeim að vernda hjartað?
-
Brent og Lauren
-
Umjay
-
Happy Layou
Hvernig hefur efnið í þessari námsgrein hjálpað þér?