Tillögur að kynningum
VARÐTURNINN
Kynning: Reið riddaranna fjögurra er ein þekktasta sýnin í Opinberunarbókinni. Sumum finnst hún ógnvekjandi en öðrum finnst hún mjög athyglisverð.
Biblíuvers: Opb 1:3
Tilboð: Í þessu tölublaði Varðturnsins er bent á að reið riddaranna fjögurra getur fært okkur góðar fréttir.
KENNUM SANNLEIKANN
Spurning: Heldurðu að það sé hægt að vita hvað framtíðin ber í skauti sér?
Biblíuvers: Jes 46:10
Sannleikur: Guð hefur sagt fyrir um framtíðina í orði sínu Biblíunni.
HAMINGJURÍKT FJÖLSKYLDULÍF
Kynning: Við erum að sýna fólki stutt myndskeið sem fjallar um fjölskyldulíf. [Spilaðu kynningarmyndskeiðið fyrir Hamingjuríkt fjölskyldulíf.]
Tilboð: Ef þig langar að lesa bæklinginn sem er minnst á í myndskeiðinu get ég gefið þér eintak eða sýnt þér hvernig hægt er að sækja hann á vefsíðuna.
BÚÐU TIL ÞÍNA EIGIN KYNNINGU
Búðu til þína eigin kynningu fyrir boðunina og líktu eftir uppsetningunni að ofan.