Hvaða þýðingu hafa páskar fyrir fólk Jehóva?
Til að Ísraelsmönnum yrði ekki meint af tíundu plágunni var mikilvægt fyrir þá að fylgja fyrirmælum. (2Mó 12:28) Að kvöldi 14. nísan áttu fjölskyldur að safnast saman á heimilum sínum. Þær áttu að slátra lýtalausu veturgömlu hrútlambi eða kiðlingi. Það átti að sletta blóðinu á dyrastafina, sitt hvoru megin og fyrir ofan dyrnar. Síðan átti að steikja allt dýrið yfir eldi og borða það í flýti. Enginn mátti yfirgefa húsið fyrr en morguninn eftir. – 2Mó 12:9–11, 22.
Í hvaða tilfellum veitir hlýðni okkur vernd?