Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | KÓLOSSUBRÉFIÐ 1–4

Afklæðumst hinum gamla manni og íklæðumst hinum nýja

Afklæðumst hinum gamla manni og íklæðumst hinum nýja

3:5–14

Þurftir þú að breyta miklu hjá þér þegar þú komst í sannleikann? Þú getur verið viss um Jehóva var ánægður með það sem þú lagðir á þig. (Esk 33:11) Við þurfum samt að halda stöðugt áfram að koma í veg fyrir að eiginleikar frá hinum gamla manni geri vart við sig og halda áfram að íklæðast hinum nýja. Svaraðu eftirfarandi spurningum til að ganga úr skugga um á hvaða sviðum þú getur tekið framförum:

  • Held ég áfram að vera reiður út í einhvern sem hefur gert á hlut minn?

  • Sýni ég þolinmæði jafnvel þegar ég er að flýta mér eða er þreyttur?

  • Er ég fljótur að losa mig við siðlausar hugsanir ef þær koma upp í huga minn?

  • Er ég neikvæður gagnvart fólki af öðrum kynþætti eða þjóðerni?

  • Hef ég nýlega talað óvinsamlega við einhvern eða misst stjórn á skapi mínu?