Persónuverndarstillingar

Við notum vefkökur og álíka tækni til að upplifun þín verði sem best. Sumar vefkökur eru nauðsynlegar og þeim er ekki hægt að hafna. Aðrar vefkökur geturðu valið að samþykkja eða hafna en þær notum við aðeins til að auka notagildi síðunnar. Gögnin verða aldrei seld eða notuð í markaðsskyni. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni Notkun vefkakna og tengdrar tækni í söfnuði Votta Jehóva um allan heim. Þú getur breytt stillingunum hvenær sem er í persónuverndarstillingunum.

Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 1. MÓSEBÓK 15–17

Hvers vegna gaf Jehóva Abram og Saraí ný nöfn?

Hvers vegna gaf Jehóva Abram og Saraí ný nöfn?

17:1, 3–5, 15, 16

Abram var óaðfinnanlegur í augum Jehóva. Þegar Jehóva útskýrði nánar loforðið sem hann hafði gefið Abram gaf hann Abram og Saraí nöfn sem höfðu spádómlega merkingu.

Abraham var faðir margra þjóða og Sara formóðir konunga eins og nöfnin gáfu til kynna.

  • Abraham.

    Abraham

    Faðir fjölda

  • Sara.

    Sara

    Prinsessa

Klippimynd: Ung systir tekur framförum í trúnni. 1. Hún lætur skírast. 2. Hún er með verkefni á samkomunni í miðri viku. 3. Hún sýnir konu myndband í boðuninni.

Við getum ekki valið hvaða nöfn við fáum við fæðingu. En eins og Abraham og Sara getum við sjálf ákveðið hvaða mannorð við fáum. Spyrðu þig:

  • „Hvernig get ég verið óaðfinnanlegur í augum Jehóva?“

  • „Hvernig mannorð hef ég hjá Jehóva?“