Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

Átak til að bjóða fólki á mótið

Átak til að bjóða fólki á mótið

Á hverju ári hlökkum við til andlegu veislunnar sem við njótum á umdæmismótunum. Til að aðrir geti líka notið gæsku Jehóva bjóðum við eins mörgum og mögulegt er að sækja mótið með okkur. (Slm 34:9) Öldungaráðið á hverjum stað ákveður hvernig heppilegast sé að nýta boðsmiðana eins vel og hægt er.

NOKKUR ATRIÐI TIL AÐ HAFA Í HUGA

  • Hvenær er mótið mitt?

  • Hvenær hefst átakið í mínum söfnuði?

  • Hvenær verða samansafnanir í mínum söfnuði?

  • Hvaða markmið hef ég sett mér fyrir átakið?

  • Hverjum ætla ég að bjóða?

HVAÐ ÆTLARÐU AÐ SEGJA?

Þegar þú ert búinn að heilsa gætirðu sagt:

„Við tökum þátt í alþjóðlegu átaki að gefa fólki boðsmiða á mjög þýðingarmikinn viðburð. Upplýsingar um stað og stund eru á boðsmiðanum. Þú ert hjartanlega velkominn.“

HVERNIG GETURÐU GLÆTT ÁHUGA?

Þótt okkur langi til að bjóða eins mörgum og mögulegt er á mótið ættum við að vera vakandi fyrir því að glæða hvern þann áhuga sem við verðum vör við.

Um helgar geturðu boðið blað með boðsmiðanum.