HALTU VÖKU ÞINNI
Gervigreind – blessun eða bölvun? – Hvað segir Biblían?
Þjóðarleiðtogar, vísindamenn og sérfræðingar hafa tjáð sig undanfarið um gervigreind. Menn viðurkenna gildi tækninnar en hafa áhyggjur af hugsanlegri misnotkun hennar.
„Gervigreind er einhver öflugasta tækni nútímans og getur bætt líf fólks … En gervigreindin getur líka ógnað öryggi okkar, skert borgaraleg réttindi og persónuvernd og grafið undan trausti og trú almennings á lýðræðið.“ – Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna, 4. maí 2023.
„Gervigreind býður upp á vænlegar lausnir í heilbrigðisþjónustu en hún skapar líka ýmiss konar ógn við heilsu fólks og velferð,“ segir í áliti alþjóðlegs hóps lækna og sérfræðinga á sviði heilbrigðisþjónustu. Hópurinn var undir forystu læknisins Frederiks Federspiels og álitið birtist í grein í BMJ Global Health 9. maí 2023. a
„Nú þegar er hægt að nota gervigreind til að dreifa röngum eða villandi upplýsingum. Áður en langt um líður gæti hún ógnað starfsöryggi fólks. Þeir sem mestar áhyggjur hafa segja að einhvern tíma geti hún stofnað mannkyninu í hættu.“ – The New York Times, 1. maí 2023.
Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort gervigreind verði notuð til góðs eða ills. Hvað segir Biblían?
Óvissan sem fylgir verkum mannanna
Biblían varpar ljósi á ástæðuna fyrir því að mennirnir geta ekki tryggt að tækniframfarir séu alltaf notaðar í góðum tilgangi.
1. Jafnvel þótt menn vilji vel sjá þeir ekki alltaf fyrir þau neikvæðu áhrif sem verk þeirra geta haft.
„Vegur virðist kannski réttur en liggur samt til dauða.“ – Orðskviðirnir 14:12.
2. Menn ráða engu um það hvernig aðrir nota – eða misnota – verk þeirra.
„Ég þarf að eftirláta [verk mín] þeim sem kemur á eftir mér. Og hver veit hvort hann verður vitur eða heimskur? Hvort heldur er þá fær hann að ráða yfir öllu sem ég hef aflað með visku minni og erfiði undir sólinni.“ – Prédikarinn 2:18, 19.
Þessi óvissa minnir á hvers vegna við þurfum á leiðsögn skapara okkar að halda.
Hverjum getum við treyst?
Skapari okkar lofar að hann leyfi aldrei mönnunum eða tækninni sem þeir skapa að eyðileggja jörðina eða útrýma mannkyninu.
„Jörðin stendur að eilífu.“ – Prédikarinn 1:4.
„Hinir réttlátu munu erfa jörðina og búa á henni að eilífu.“ – Sálmur 37:29.
Á síðum Biblíunnar gefur skaparinn leiðbeiningar sem eiga eftir að tryggja okkur friðsæla og örugga framtíð. Nánari upplýsingar er að finna í greinunum „Sönn von um bjartari framtíð“ og „Is There a Reliable Guide to a Secure Future?“.
a Úr greininni „Threats by Artificial Intelligence to Human Health and Human Existence,“ eftir Frederik Federspiel, Ruth Mitchell, Asha Asokan, Carlos Umana og David McCoy.