Jesaja 44:1–28

  • Útvalin þjóð Guðs hlýtur blessun (1–5)

  • Enginn Guð er til nema Jehóva (6–8)

  • Fáránlegt að tilbiðja skurðgoð sem menn gera sér (9–20)

  • Jehóva, endurlausnari Ísraels (21–23)

  • Kýrus lætur endurreisa borgina (24–28)

44  Hlustaðu nú, Jakob þjónn minn,þú Ísrael sem ég hef valið.+   Þetta segir Jehóva,sá sem skapaði þig og mótaði+og hefur hjálpað þér síðan þú fæddist:* ‚Vertu ekki hræddur, þjónn minn, Jakob,+þú Jesjúrún*+ sem ég hef valið.   Ég gef hinum þyrsta* vatn+og læt ár streyma um þurra jörðina. Ég úthelli anda mínum yfir börn þín+og blessun minni yfir afkomendur þína.   Þeir munu spretta eins og grængresið,+eins og aspir á árbökkum.   Einn mun segja: „Ég tilheyri Jehóva.“+ Annar nefnir sig nafni Jakobsog enn einn skrifar á hönd sína: „Eign Jehóva,“og hann tekur sér nafnið Ísrael.‘   Þetta segir Jehóva,konungur Ísraels+ og endurlausnari,+ Jehóva hersveitanna: ‚Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti.+ Enginn Guð er til nema ég.+   Hver er eins og ég?+ Hann svari hátt og skýrt og sanni það fyrir mér!+ Þeir geri eins og ég hef gert síðan ég myndaði þjóð endur fyrir löngu. Þeir segi frá því sem er ókomiðog því sem á eftir að gerast.   Skelfist ekkiog lamist ekki af ótta.+ Hef ég ekki sagt þetta fyrir og boðað ykkur öllum það? Þið eruð vottar mínir.+ Er nokkur Guð til nema ég? Nei, enginn annar klettur er til.+ Ég veit ekki af neinum.‘“   Þeir sem höggva út líkneski eru ekki neittog elskaðar styttur þeirra eru einskis nýtar.+ Þær geta ekki borið vitni því að þær sjá ekkert og vita ekki neitt.+ Þeir sem gerðu þær verða sér til skammar.+ 10  Hver myndi búa til guð eða steypa málmlíkneskisem ekkert gagn er í?+ 11  Allir félagar hans verða sér til skammar!+ Handverksmennirnir eru bara menn. Látið þá alla safnast saman og ganga fram. Þeir fyllast skelfingu og verða sér til skammar. 12  Málmsmiðurinn formar járnið með verkfæri sínu yfir kolunum. Hann mótar það með hamriog smíðar úr því með sterkri hendi.+ Síðan verður hann svangur og missir máttinnog hann þreytist ef hann drekkur ekki vatn. 13  Tréskurðarmaður strekkir mælisnúruna og teiknar útlínur með rauðri krít. Hann sker út tréð með sporjárni og merkir fyrir með sirkli. Hann heggur út mannsmynd,+fallega mannsmynd,til að setja upp í húsi.*+ 14  Maður nokkur vinnur við að fella sedrustré. Hann velur ákveðið tré, eikartré,og lætur það vaxa meðal skógartrjánna.+ Hann gróðursetur lárviðartré og það vex í rigningunni. 15  Annar notar það síðan í eldivið. Hann notar hluta af viðnum til að hlýja sér,kveikir eld og bakar brauð. En hann gerir sér líka guð og tilbiður hann. Hann heggur sér líkneski og fellur fram fyrir því.+ 16  Helminginn af viðnum brennir hann í eldi. Við þann helminginn steikir hann kjöt og borðar sig saddan. Hann hlýjar sér líka og segir: „Mikið er notalegt að hlýja sér og horfa í eldinn.“ 17  En úr afganginum býr hann til guð, skurðgoð. Hann fellur fram fyrir því og tilbiður það. Hann biður til þess og segir: „Bjargaðu mér því að þú ert guð minn.“+ 18  Þeir vita ekkert og skilja ekki neitt+því að augu þeirra eru lokuð svo að þeir sjá ekkiog hjörtu þeirra eru skilningslaus. 19  Enginn staldrar við og hugsar,enginn hefur vit né skynsemi til að segja: „Helminginn brenndi ég í eldiog ég bakaði brauð og steikti kjöt á glóðunum. Ætti ég þá að búa til viðurstyggilegan hlut úr afganginum?+ Á ég að tilbiðja trjádrumb?“* 20  Hann nærist á ösku. Táldregið hjarta hans hefur leitt hann afvega. Hann bjargar hvorki sjálfum sér né hugsar hann með sér: „Er þetta ekki vita gagnslaust sem ég er með í hægri hendinni?“ 21  „Mundu þetta, Jakob, og þú, Ísrael,því að þú ert þjónn minn. Ég myndaði þig og þú ert þjónn minn.+ Ég mun ekki gleyma þér, Ísrael.+ 22  Ég þurrka út afbrot þín eins og þau hverfi bak við ský+og syndir þínar bak við skýjaþykkni. Snúðu aftur til mín því að ég endurleysi þig.+ 23  Hrópið af gleði, þið himnar,því að Jehóva hefur látið til sín taka. Rekið upp siguróp, djúp jarðar! Hrópið fagnandi, þið fjöll,+þið skógar og öll tré,því að Jehóva hefur endurleyst Jakobog með Ísrael sýnir hann dýrðarljóma sinn.“+ 24  Þetta segir Jehóva, endurlausnari þinn,+sem mótaði þig jafnvel áður en þú fæddist: „Ég er Jehóva sem skapaði allt. Ég þandi út himininn aleinn+og breiddi út jörðina.+ Hver var með mér þegar ég gerði það? 25  Ég geri að engu tákn þeirra sem fara með innantóm orð*og læt spásagnarmenn haga sér eins og heimskingja.+ Ég rugla vitringana í ríminuog geri þekkingu þeirra að heimsku.+ 26  Ég læt orð þjóna minna verða að veruleikaog læt spár sendiboða minna rætast að fullu.+ Ég segi um Jerúsalem: ‚Hún verður byggð á ný,‘+og um borgir Júda: ‚Þær verða endurreistar,+og ég reisi Jerúsalem úr rústum.‘+ 27  Ég segi við djúpt vatnið: ‚Gufaðu upp,og ég þurrka upp allar ár þínar.‘+ 28  Ég segi um Kýrus:+ ‚Hann er hirðir minnog hann kemur til leiðar öllu sem ég hef ákveðið.‘+ Ég segi um Jerúsalem: ‚Hún verður endurreist,‘og við musterið: ‚Grunnur þinn verður lagður.‘“+

Neðanmáls

Orðrétt „frá móðurlífi“.
Sem þýðir ‚hinn ráðvandi‘. Heiðurstitill gefinn Ísrael.
Eða „þyrstu landinu“.
Eða „helgidómi“.
Eða „þurran viðarbút“.
Eða „falsspámannanna“.