Sálmur 58:1–11

  • Til er Guð sem dæmir á jörðinni

    • Bæn um að hinum illu verði refsað (6–8)

Til tónlistarstjórans. Við „Eyddu ekki“. Miktam* eftir Davíð. 58  Getið þið varið réttlætið þegar þið þegið?+ Getið þið dæmt af réttvísi, þið mannssynir?+   Nei, hjörtu ykkar eru full ranglætis+og hendur ykkar dreifa ofbeldi um landið.+   Hinir illu fara afvega* allt frá fæðingu,*þeir eru á villigötum, lygarar frá því að þeir líta dagsins ljós.   Eitur þeirra er eins og höggormseitur,+þeir eru heyrnarlausir eins og kóbraslanga sem lokar eyrunum.   Hún hlustar ekki á rödd slöngutemjarans,sama hve vel hann beitir töfrum sínum.   Guð, sláðu tennurnar úr munni þeirra! Brjóttu kjálka ljónanna, Jehóva!   Láttu þá hverfa eins og vatn sem rennur burt,spenntu bogann og felldu þá með örvum þínum.   Þeir verði eins og snigill sem leysist upp á leið sinni,eins og barn sem fæðist andvana og sér aldrei sólina.   Áður en pottar ykkar finna hitann af brennandi þyrninummun Guð feykja burt greinunum eins og stormur, hvort sem þær eru grænar eða glóandi.+ 10  Hinn réttláti fagnar þegar hann sér hefndina,+fætur hans verða ataðir blóði hinna illu.+ 11  Þá segja menn: „Hinn réttláti fær laun sín að lokum.+ Til er Guð sem dæmir á jörðinni.“+

Neðanmáls

Eða „eru spilltir“.
Orðrétt „móðurlífi“.