Sálmur 5:1–12
Til tónlistarstjórans. Með nehílot.* Söngljóð eftir Davíð.
5 Hlustaðu á orð mín, Jehóva,+heyrðu andvörp mín.
2 Taktu eftir þegar ég hrópa á hjálp,konungur minn og Guð minn, því að til þín bið ég.
3 Á morgnana heyrir þú bæn mína, Jehóva,+ég tjái þér áhyggjur mínar snemma dags+ og bíð með eftirvæntingu.
4 Þú ert ekki Guð sem gleðst yfir illsku,+vondir menn fá ekki að vera gestir þínir.+
5 Hrokafullir standast ekki fyrir augliti þínu,þú hatar alla sem gera illt.+
6 Þú tortímir lygurum.+
Jehóva hefur andstyggð á ofbeldismönnum* og svikurum.+
7 En ég má ganga í hús þitt+ vegna þíns trygga kærleika,*+krjúpa frammi fyrir heilögu musteri þínu* af ótta og virðingu fyrir þér.+
8 Leiddu mig eftir réttlæti þínu, Jehóva, sakir óvina minna,gerðu veg þinn greiðan fyrir mér.+
9 Engu sem þeir segja er treystandi,innra með þeim býr illskan ein.
Kok þeirra er opin gröf,þeir smjaðra með tungu sinni.*+
10 En Guð mun sakfella þá,þeir falla á eigin bragði.+
Hrektu þá burt vegna hinna mörgu afbrota þeirraþví að þeir hafa risið gegn þér.
11 En allir sem leita athvarfs hjá þér munu fagna,+þeir hrópa af gleði að eilífu.
Þú skýlir þeimog þeir sem elska nafn þitt fagna yfir þér
12 því að þú, Jehóva, blessar hina réttlátu.
Velþóknun þín skýlir þeim eins og skjöldur.+
Neðanmáls
^ Sjá orðaskýringar.
^ Eða „þeim sem úthella blóði“.
^ Eða „vegna þess að tryggur kærleikur þinn er mikill“.
^ Eða „helgidómi þínum“.
^ Eða „þeir eru tungumjúkir“.