Sálmur 103:1–22

  • „Ég vil lofa Jehóva“

    • Guð fjarlægir syndir okkar (12)

    • Föðurleg miskunn Guðs (13)

    • Guð minnist þess að við erum mold (14)

    • Hásæti og konungsvald Jehóva (19)

    • Englar fylgja fyrirmælum Guðs (20)

Eftir Davíð. 103  Ég vil lofa Jehóva,allt sem í mér býr lofi heilagt nafn hans.   Ég vil lofa Jehóvaog aldrei gleyma því sem hann hefur gert.+   Hann fyrirgefur allar misgerðir þínar+og læknar öll þín mein.+   Hann endurheimtir líf þitt úr gröfinni+og krýnir þig kærleika* sínum og miskunn.+   Hann seður þig með gæðum+ alla ævidaga þínasvo að þú sért síungur og sterkur eins og örninn.+   Jehóva er réttlátur+ og réttvísgagnvart öllum kúguðum.+   Hann gerði Móse vegi sína kunna+og Ísraelsmönnum afrek sín.+   Jehóva er miskunnsamur og samúðarfullur,+seinn til reiði og sýnir tryggan kærleika* í ríkum mæli.+   Hann finnur ekki stöðugt að okkur+og er ekki reiður að eilífu.+ 10  Hann kemur ekki fram við okkur í samræmi við syndir okkar+né endurgeldur okkur eftir mistökum okkar+ 11  því að eins hátt og himinninn er yfir jörðinni,eins mikill er tryggur kærleikur hans til þeirra sem óttast hann.+ 12  Eins langt og sólarupprásin er frá sólsetrinu,*eins langt hefur hann fjarlægt afbrot okkar frá okkur.+ 13  Eins og faðir sýnir börnum sínum miskunnhefur Jehóva miskunnað þeim sem óttast hann+ 14  því að hann veit vel hvernig við erum sköpuð,+hann minnist þess að við erum mold.+ 15  Ævidagar mannsins eru eins og grasið.+ Hann blómstrar eins og blóm á engi+ 16  en vindurinn blæs og blómið hverfureins og það hafi aldrei verið til.* 17  En Jehóva sýnir tryggan kærleika um alla eilífð*þeim sem óttast hann+og réttlæti sitt barnabörnum þeirra,+ 18  þeim sem halda sáttmála hans+og fara vandlega eftir fyrirmælum hans. 19  Jehóva hefur grundvallað hásæti sitt á himnum+og konungsvald hans nær yfir allt.+ 20  Lofið Jehóva, þið voldugu englar+sem fylgið fyrirmælum hans+ og hlýðið orði hans.* 21  Lofið Jehóva, allar hersveitir hans,+þjónar hans sem gerið vilja hans.+ 22  Lofið Jehóva, öll verk hans,alls staðar þar sem hann ríkir. Allt sem í mér býr lofi Jehóva.

Neðanmáls

Eða „tryggum kærleika“.
Eða „ástúðlega umhyggju“.
Eða „austrið er frá vestrinu“.
Orðrétt „hverfur og staður þess þekkir það ekki lengur“.
Eða „frá eilífð til eilífðar“.
Orðrétt „og heyrið hljóminn af orði hans“.