Nehemíabók 10:1–39
10 Þeir sem staðfestu það með innsigli sínu+ voru:
Nehemía landstjóri* Hakalíasonog Sedekía,
2 Seraja, Asarja, Jeremía,
3 Pashúr, Amarja, Malkía,
4 Hattús, Sebanja, Mallúk,
5 Harím,+ Meremót, Óbadía,
6 Daníel,+ Ginnetón, Barúk,
7 Mesúllam, Abía, Míjamín,
8 Maasja, Bilgaí og Semaja. Þetta eru prestarnir.
9 Levítarnir sem staðfestu það auk þeirra voru: Jesúa Asanjason, Binnúí, einn af sonum Henadads, Kadmíel+
10 og bræður þeirra, þeir Sebanja, Hódía, Kelíta, Pelaja, Hanan,
11 Míka, Rehób, Hasabja,
12 Sakkúr, Serebja,+ Sebanja,
13 Hódía, Baní og Benínú.
14 Höfðingjar fólksins sem staðfestu það voru: Parós, Pahat Móab,+ Elam, Sattú, Baní,
15 Búní, Asgad, Bebaí,
16 Adónía, Bigvaí, Adín,
17 Ater, Hiskía, Assúr,
18 Hódía, Hasúm, Besaí,
19 Haríf, Anatót, Nóbaí,
20 Magpías, Mesúllam, Hesír,
21 Mesesabel, Sadók, Jaddúa,
22 Pelatja, Hanan, Anaja,
23 Hósea, Hananja, Hassúb,
24 Hallóhes, Pílha, Sóbek,
25 Rehúm, Hasabna, Maaseja,
26 Ahía, Hanan, Anan,
27 Mallúk, Harím og Baana.
28 Allir hinir – prestarnir, Levítarnir, hliðverðirnir, söngvararnir, musterisþjónarnir* og allir sem aðgreindu sig frá nágrannaþjóðunum til að fylgja lögum hins sanna Guðs+ ásamt konum sínum, sonum og dætrum, öllum sem höfðu þekkingu og skilning* –
29 slógust í hóp með bræðrum sínum, framámönnunum. Þeir skuldbundu sig með bölvun* og eiði til að fylgja lögum hins sanna Guðs sem gefin voru fyrir milligöngu Móse, þjóns hins sanna Guðs, og lofuðu að halda vandlega öll boðorð Jehóva Drottins okkar og fylgja úrskurðum hans og ákvæðum.
30 Við munum ekki gefa þjóðunum í landinu dætur okkar og ekki taka dætur þeirra handa sonum okkar.+
31 Ef þjóðirnar í landinu koma með vörur sínar og ýmiss konar korn til sölu á hvíldardegi kaupum við ekkert af þeim á þeim degi+ og hið sama er að segja um aðra helgidaga.+ Við munum ekki yrkja landið sjöunda árið+ og við munum gefa eftir allar útistandandi skuldir.+
32 Við gengumst líka undir að gefa hver og einn þriðjung úr sikli* árlega til þjónustunnar í húsi* Guðs okkar,+
33 fyrir brauðstaflana,*+ daglegu kornfórnina,+ brennifórnirnar á hvíldardögum+ og tunglkomudögum,+ fyrir árlegu hátíðirnar,+ helgigjafirnar, syndafórnirnar+ til að friðþægja fyrir Ísrael og fyrir alla vinnu við hús Guðs.
34 Við vörpum hlutkesti til að ákveða hvenær á árinu hvaða ætt presta, Levíta og fólks almennt skuli koma með eldivið til húss Guðs okkar ár hvert. Viðinn á að brenna á altari Jehóva Guðs okkar eins og kveðið er á um í lögunum.+
35 Við munum einnig koma með fyrstu afurð akra okkar og fyrstu þroskuðu ávextina af hvers kyns ávaxtatrjám til húss Jehóva á hverju ári.+
36 Í samræmi við lögin ætlum við auk þess að koma með frumburði sona okkar og húsdýra+ og frumburði nautgripa okkar, sauðfjár og geita. Við komum með þá í hús Guðs, til prestanna sem þjóna þar.+
37 Við færum prestunum framlög okkar til að setja í geymslurnar* í húsi Guðs okkar:+ fyrsta grófmalaða kornið,+ ávexti af hvers kyns trjám,+ nýtt vín og olíu.+ Og við gefum Levítunum tíundina+ af því sem vex á landi okkar en það eru Levítarnir sem taka við tíundinni í öllum akuryrkjuborgum okkar.
38 Presturinn, sonur Arons, á að vera með Levítunum þegar þeir taka við tíundinni, og Levítarnir eiga síðan að gefa tíund af tíundinni til húss Guðs okkar+ og leggja í geymslurnar* í birgðahúsinu.
39 Ísraelsmenn og Levítarnir eiga sem sagt að færa framlögin+ í geymslurnar,* það er að segja kornið, nýja vínið og olíuna.+ Þar eru áhöld helgidómsins geymd og þar hafa prestarnir sem gegna þjónustu, hliðverðirnir og söngvararnir aðsetur. Við munum ekki vanrækja hús Guðs okkar.+
Neðanmáls
^ Á hebr. tirshata, persneskur titill skattlandsstjóra.
^ Á hebr. netiním sem þýðir ‚hinir gefnu‘, það er, til að þjóna Guði.
^ Eða hugsanl. „öllum sem höfðu aldur til að skilja“.
^ Sjá orðaskýringar.
^ Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.
^ Eða „musteri“.
^ Það er, skoðunarbrauðin.
^ Eða „matsalina“.
^ Eða „matsalina“.
^ Eða „matsalina“.