Jobsbók 10:1–22
10 Ég hef óbeit á lífi mínu.+
Ég ætla að gefa kvörtunum mínum lausan tauminn.
Ég ætla að tala í örvæntingu minni!*
2 Ég ætla að segja við Guð: ‚Dæmdu mig ekki sekan.
Segðu mér af hverju þú berst gegn mér.
3 Hefur þú hag af því að kúga,að fyrirlíta verk handa þinna+en láta ráðabrugg hinna illu heppnast?
4 Hefur þú augu úr holdi?
Sérðu eins og dauðlegur maður?
5 Eru dagar þínir eins og dagar hinna dauðleguog eru ár þín eins og æviár manns+
6 fyrst þú leitar að mistökum hjá mérog grennslast eftir syndum mínum?+
7 Þú veist að ég er ekki sekur.+
Enginn getur bjargað mér úr hendi þinni.+
8 Þínar eigin hendur mótuðu mig og sköpuðu+en nú ætlarðu að tortíma mér.
9 Minnstu þess að þú gerðir mig úr leir+en nú læturðu mig verða aftur að mold.+
10 Helltirðu mér ekki eins og mjólkog hleyptir mig eins og ost?
11 Þú klæddir mig húð og holdiog ófst mig saman úr beinum og sinum.+
12 Þú hefur gefið mér líf og sýnt mér tryggan kærleika.
Umhyggja þín hefur verndað mig.*+
13 En í leynum ætlaðirðu samt að gera þetta.*
Ég veit að þetta kemur frá þér.
14 Þú myndir sjá til mín ef ég syndgaði+og ekki sýkna mig af sekt minni.
15 Ef ég væri sekur væri ég illa staddur!
Og þótt ég væri saklaus gæti ég ekki borið höfuðið hátt+því að líf mitt er fullt af skömm og þjáningum.+
16 Þó að ég bæri höfuðið hátt eltirðu mig eins og ljón+og beittir aftur valdi þínu gegn mér.
17 Þú leiðir fram ný vitni gegn mérog reiðist mér enn meir.
Erfiðleikarnir koma hverjir á fætur öðrum.
18 Af hverju léstu mig yfirleitt fæðast?+
Ég hefði átt að deyja áður en nokkur sá mig.
19 Ég hefði horfið eins og ég hefði aldrei verið til,ég hefði farið beint úr móðurkviði í gröfina.‘
20 Á ég ekki fáa daga ólifaða?+ Ég vildi að hann léti mig í friði,tæki augun af mér svo að ég fengi smá hvíld*+
21 áður en ég fer burt í land svartamyrkurs*+– og sný ekki aftur+ –
22 í land niðamyrkurs,land dimmra skugga og óreiðuþar sem jafnvel ljósið er eins og myrkur.“
Neðanmáls
^ Eða „í biturð sálar minnar“.
^ Eða „anda minn; andardrátt minn; líf mitt“.
^ Orðrétt „Og þetta faldirðu í hjarta þér“.
^ Eða „gæti glaðst örlítið“.
^ Eða „myrkurs og skugga dauðans“.