Jeremía 9:1–26

  • Djúp sorg Jeremía (1–3a)

  • Jehóva dregur Júda til ábyrgðar (3b–16)

  • Harmakvein yfir Júda (17–22)

  • Að stæra sig af að þekkja Jehóva (23–26)

9  Æ, hvað ég vildi að höfuð mitt væri tjörn,augu mín táralind!+ Þá gréti ég dag og nóttyfir hinum föllnu meðal þjóðar minnar.   Ég vildi að ég vissi um húsaskjól fyrir ferðalanga í óbyggðunum! Þá yfirgæfi ég þjóð mína og færi burt frá henniþví að þeir fremja allir hjúskaparbrot+og eru svikahyski.   Þeir spenna tunguna eins og boga,lygar ríkja í landinu en ekki trygglyndi.+ „Þeir fremja hvert illskuverkið á fætur öðruog taka ekkert mark á mér,“+ segir Jehóva.   „Varið ykkur hver á öðrumog treystið ekki einu sinni bróður ykkarþví að hver einasti bróðir er svikari+og hver einasti vinur rógberi.+   Þeir blekkja allir hver annanog enginn segir sannleikann. Þeir hafa þjálfað tungu sína í að fara með lygar,+þeir strita við að gera það sem er rangt.   Þú býrð mitt á meðal svikara. Þeir ljúga og vilja ekki þekkja mig,“ segir Jehóva.   Þess vegna segir Jehóva hersveitanna: „Ég ætla að bræða þá og reyna þá+því að hvað annað get ég gert við dótturina, þjóð mína?   Tunga þeirra er banvæn ör sem fer með blekkingar. Með munninum tala þeir um frið við náunga sinnen í hjartanu íhuga þeir launsátur.“   „Ætti ég ekki að draga þá til ábyrgðar fyrir þetta?“ segir Jehóva. „Ætti ég ekki að hefna mín á þjóð sem hegðar sér svona?+ 10  Ég græt og kveina yfir fjöllunumog syng sorgarljóð vegna beitilandanna í óbyggðunumþví að þau eru sviðin og enginn fer þar umog menn heyra ekki lengur í búfénu. Fuglar himins og villidýrin eru flúin, þau eru á bak og burt.+ 11  Ég geri Jerúsalem að grjóthrúgum,+ að bæli sjakala,+og borgir Júda að auðn þar sem enginn býr.+ 12  Hver er nógu vitur til að skilja þetta? Við hvern hefur Jehóva talað svo að hann geti boðað það? Hvers vegna er landið í eyði? Hvers vegna er það sviðið eins og óbyggðirnarsvo að enginn fer þar um?“ 13  Jehóva svaraði: „Vegna þess að þeir hafa hafnað lögunum* sem ég gaf þeim. Þeir fylgdu þeim ekki og hlýddu mér ekki 14  heldur þrjóskuðust við og fylgdu sínu eigin hjarta.+ Þeir tilbáðu Baalslíkneskin eins og feður þeirra höfðu kennt þeim.+ 15  Þess vegna segir Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels: ‚Ég læt þessa þjóð borða malurt og drekka eitrað vatn.+ 16  Ég tvístra þeim meðal þjóða sem hvorki þeir né feður þeirra þekktu+ og sendi sverð á eftir þeim þar til ég hef útrýmt þeim.‘+ 17  Jehóva hersveitanna segir: ‚Sýnið skynsemi. Kallið á konurnar sem syngja sorgarljóð+og sendið eftir grátkonunum færu. 18  Þær skulu flýta sér og hefja harmakvein yfir okkursvo að augu okkar flói í tárumog þau streymi niður kinnarnar.+ 19  Kveinstafir heyrast frá Síon:+ „Við höfum verið illa leikin! Skömm okkar er mikilþví að við höfum yfirgefið landið og hús okkar verið jöfnuð við jörðu.“+ 20  Þið konur, heyrið orð Jehóva,eyru ykkar meðtaki orðin af munni hans. Kennið dætrum ykkar þetta harmkvæðiog kennið hver annarri þetta sorgarljóð+ 21  því að dauðinn er kominn inn um glugga okkar,hann ruddist inn í virkisturna okkartil að hrifsa burt börnin af strætunumog unglingana af torgunum.‘+ 22  Segðu: ‚Jehóva segir: „Líkin munu liggja á jörðinni eins og mykja,eins og nýskorið korn sem liggur eftir kornskurðarmanninnog enginn tínir upp.“‘“+ 23  Jehóva segir: „Hinn vitri ætti ekki að stæra sig af visku sinni+né hinn sterki af styrk sínumné hinn ríki af auði sínum.“+ 24  „Sá sem stærir sig ætti frekar að stæra sig af þessu: að hann skilji og þekki mig,+að hann viti að ég er Jehóva, sá sem sýnir tryggan kærleika, réttvísi og réttlæti á jörðinni+því að ég hef yndi af því,“+ segir Jehóva. 25  „Þeir dagar koma,“ segir Jehóva, „þegar ég dreg alla til ábyrgðar sem eru umskornir en samt óumskornir,+ 26  Egypta,+ Júdamenn,+ Edómíta,+ Ammóníta,+ Móabíta+ og alla sem hafa skorið hár sitt við gagnaugun og búa í óbyggðunum,+ því að allar þjóðirnar eru óumskornar og allir Ísraelsmenn eru óumskornir á hjarta.“+

Neðanmáls

Eða „fræðslunni; leiðsögninni“.