Esekíel 32:1–32

  • Sorgarljóð um faraó og Egyptaland (1–16)

  • Egyptaland grafið með hinum óumskornu (17–32)

32  Á 12. árinu, á fyrsta degi 12. mánaðarins, kom orð Jehóva aftur til mín:  „Mannssonur, syngdu sorgarljóð um faraó Egyptalandskonung og segðu við hann: ‚Þú varst eins og sterkt ungljón meðal þjóðannaen þaggað var niður í þér. Þú varst eins og sæskrímsli+ og braust um í ám þínum,þú gruggaðir vatnið með fótunum og mengaðir árnar.‘   Alvaldur Drottinn Jehóva segir: ‚Ég læt hóp margra þjóða kasta neti mínu yfir þigog þær draga þig upp í netinu.   Ég kasta þér upp á land,ég læt þig liggja úti á bersvæði. Ég læt alla fugla himins setjast á þigog villidýr allrar jarðarinnar seðjast af þér.+   Ég kasta kjöti þínu á fjöllinog fylli dalina með leifunum af þér.+   Ég drekki landinu með blóðinu sem gusast úr þér allt upp til fjallaog það fyllir árfarvegina.‘*   ‚Þegar líf þitt slokknar byrgi ég himininn og myrkva stjörnurnar. Ég hyl sólina skýjumog tunglið skín ekki lengur.+   Ég myrkva öll skínandi himintunglin vegna þínog læt myrkur hylja land þitt,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.   ‚Ég hrelli hjörtu margra þjóðflokka þegar ég flyt fanga frá þér til annarra þjóða,til landa sem þú þekkir ekki.+ 10  Margar þjóðir verða óttaslegnarog konunga þeirra hryllir við afdrifum þínum þegar ég bregð sverði mínu frammi fyrir þeim. Þær titra og skjálfa og óttast um líf sittdaginn sem þú fellur.‘ 11  Alvaldur Drottinn Jehóva segir: ‚Sverð konungsins í Babýlon kemur yfir þig.+ 12  Ég læt landsmenn þína falla fyrir sverði hraustra hermanna,þeirra grimmustu meðal allra þjóða.+ Þeir tortíma öllu sem Egyptar eru stoltir af og öllu fólkinu verður útrýmt.+ 13  Ég eyði öllu búfénu við vatnsföllin mörgu+og hvorki mannsfótur né klaufir nokkurrar skepnu grugga þau framar.‘+ 14  ‚Þá læt ég vatnsföllin verða tærog fljótin streyma eins og olíu,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva. 15  ‚Þegar ég geri Egyptaland að óbyggðum öræfum og það verður svipt öllu sem var þar,+þegar ég felli alla íbúa þess,munu þeir skilja að ég er Jehóva.+ 16  Þetta er sorgarljóð og fólk mun syngja það,dætur þjóðanna söngla það. Þær syngja það um Egyptaland og allt fólkið,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“ 17  Á 12. árinu, á 15. degi mánaðarins, kom orð Jehóva til mín: 18  „Mannssonur, kveinaðu yfir manngrúa Egyptalands og boðaðu að Egyptum og dætrum voldugra þjóða verði steypt niður til landsins fyrir neðan, ásamt þeim sem fara niður í djúp grafarinnar. 19  ‚Berðu af einhverjum að fegurð? Farðu niður og leggstu hjá hinum óumskornu!‘ 20  ‚Egyptar munu falla meðal þeirra sem falla fyrir sverði.+ Egyptaland er gefið sverðinu á vald. Dragið það burt með öllu fólkinu. 21  Öflugustu hermenn tala úr djúpi grafarinnar* til faraós og þeirra sem aðstoða hann. Þeir falla fyrir sverði og leggjast í gröfina eins og hinir óumskornu. 22  Assýría er þar með öllu sínu liði. Grafir þeirra eru allt í kringum hann,* þeir féllu allir fyrir sverði.+ 23  Grafir hennar* liggja djúpt og fólkið liggur allt í kringum gröf hennar. Allir féllu fyrir sverði því að þeir ollu skelfingu í landi hinna lifandi. 24  Elam+ er þar með öllu sínu fólki í kringum gröf sína. Allir féllu fyrir sverði og fóru óumskornir niður til landsins fyrir neðan, en þeir ollu skelfingu í landi hinna lifandi. Nú þurfa þeir að bera skömm sína með þeim sem fara niður í djúp grafarinnar. 25  Menn hafa búið Elam hvíldarstað meðal hinna föllnu og fólkið liggur allt í kringum gröf hans. Allir eru óumskornir og voru felldir með sverði því að þeir ollu skelfingu í landi hinna lifandi. Þeir þurfa að bera skömm sína með þeim sem fara niður í djúp grafarinnar. Elam var lagður meðal hinna föllnu. 26  Þar eru Mesek og Túbal+ og allt þeirra lið. Grafir fólksins eru allt í kringum höfðingjann. Allir eru óumskornir og reknir í gegn með sverði því að þeir ollu skelfingu í landi hinna lifandi. 27  Munu þeir ekki liggja meðal öflugra óumskorinna hermanna sem fallnir eru, manna sem fóru ofan í gröfina* með stríðsvopnum sínum? Menn leggja sverð þeirra undir höfuð þeirra* og syndir þeirra á beinin því að þessir öflugu hermenn ollu skelfingu í landi hinna lifandi. 28  En þú* verður kraminn meðal hinna óumskornu og munt liggja hjá þeim sem féllu fyrir sverði. 29  Edóm+ er þar með konungum sínum og öllum höfðingjum. Þótt öflugir væru voru þeir lagðir meðal þeirra sem féllu fyrir sverði. Þeir liggja líka með hinum óumskornu+ og þeim sem fara niður í djúp grafarinnar. 30  Þar eru allir höfðingjar* norðursins ásamt öllum Sídoningum.+ Þeir fóru með smán niður í gröfina með hinum föllnu þrátt fyrir skelfinguna sem þeir ollu með valdi sínu. Þeir liggja óumskornir með þeim sem féllu fyrir sverði og þurfa að bera skömm sína með þeim sem fara niður í djúp grafarinnar. 31  Faraó sér allt þetta og lætur huggast eftir allt sem þjóð hans varð fyrir.+ Faraó og allt herlið hans fellur fyrir sverði,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva. 32  ‚Þar sem faraó olli skelfingu í landi hinna lifandi verður hann og öll þjóð hans lögð til hvíldar hjá hinum óumskornu, hjá þeim sem falla fyrir sverði,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“

Neðanmáls

Orðrétt „og árfarvegirnir fyllast af þér“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Hugsanlega er átt við konung Assýríu.
Það er, Assýríu.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Hugsanlega vísun til þess að hermenn voru grafnir með sverðum sínum en það var gert sem virðingarvottur.
Hugsanlega er átt við faraó eða Egyptaland.
Eða „leiðtogar“.