Esekíel 2:1–10

  • Esekíel skipaður spámaður (1–10)

    • ‚Hvort sem þeir hlusta eða ekki‘ (5)

    • Sér bókrollu með harmljóðum (9, 10)

2  Hann sagði við mig: „Mannssonur,* stattu á fætur svo að ég geti talað við þig.“+  Þegar hann talaði við mig kom andi í mig og reisti mig á fætur+ svo að ég gat hlustað á þann sem talaði við mig.  Síðan sagði hann við mig: „Mannssonur, ég sendi þig til Ísraelsmanna,+ til uppreisnargjarnra þjóða sem hafa risið gegn mér.+ Þeir og forfeður þeirra hafa brotið gegn mér allt fram á þennan dag.+  Ég sendi þig til þrjóskra og forhertra sona*+ og þú skalt segja við þá: ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva.‘  Hvort sem þeir hlusta eða neita að hlusta – því að þeir eru uppreisnargjarnir+ – skulu þeir átta sig á að spámaður var á meðal þeirra.+  En þú, mannssonur, skalt ekki hræðast þá+ og ekki hræðast orð þeirra þótt þú sért umkringdur þyrnum og þistlum*+ og búir meðal sporðdreka. Óttastu ekki orð þeirra+ og láttu ekki svip þeirra hræða þig+ því að þeir eru uppreisnargjarnir.  Flyttu þeim orð mín hvort sem þeir hlusta eða ekki því að þeir eru uppreisnargjarnir.+  En þú, mannssonur, hlustaðu á það sem ég segi þér. Vertu ekki uppreisnargjarn eins og þetta uppreisnargjarna fólk. Opnaðu munninn og borðaðu það sem ég rétti þér.“+  Nú sá ég hönd sem rétt var að mér+ og í henni var bókrolla.+ 10  Hann vafði hana sundur frammi fyrir mér og skrifuð voru á hana harmljóð, andvörp og sorgarljóð,+ bæði á framhlið og bakhlið.+

Neðanmáls

„Mannssonur“, fyrsti staðurinn af 93 þar sem þetta orð kemur fyrir í bók Esekíels.
Eða „til sona sem eru harðir á svip og forhertir“.
Eða hugsanl. „þótt fólkið sé þrjóskt og eins og þyrnar sem stinga þig“.