Fjórða Mósebók 35:1–34

  • Borgir handa Levítunum (1–8)

  • Griðaborgir (9–34)

35  Jehóva sagði síðan við Móse á eyðisléttum Móabs við Jórdan+ gegnt Jeríkó:  „Segðu Ísraelsmönnum að gefa Levítunum borgir til búsetu á erfðalöndum sínum.+ Þeir eiga einnig að gefa Levítunum beitilandið kringum borgirnar.+  Þeir eiga að búa í borgunum og beitilandið er ætlað búfé þeirra og öðrum skepnum þeirra og eignum.  Beitilönd borganna sem þið gefið Levítunum eiga að ná 1.000 álnir* í allar áttir frá borgarmúrunum.  Þið skuluð mæla 2.000 álnir fyrir utan borgina austan megin, 2.000 álnir sunnan megin, 2.000 álnir vestan megin og 2.000 álnir norðan megin. Borgin er í miðjunni. Þetta eru beitilöndin sem tilheyra borgum þeirra.  Af borgunum sem þið gefið Levítunum skulu sex vera griðaborgir+ svo að sá sem verður manni að bana geti flúið þangað.+ Auk þeirra eiga þeir að fá 42 borgir.  Samtals eiga Levítarnir að fá 48 borgir ásamt beitilöndum þeirra.+  Borgirnar sem þið gefið þeim skulu teknar af öðrum Ísraelsmönnum.+ Takið margar borgir frá fjölmennum ættkvíslum en fáar frá fámennum.+ Hver ættkvísl á að gefa Levítunum nokkrar af borgum sínum í réttu hlutfalli við það erfðaland sem hún fær.“  Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 10  „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Þið farið nú yfir Jórdan inn í Kanaansland.+ 11  Veljið ykkur hentugar borgir til að vera griðaborgir. Þangað getur sá flúið sem verður manni* óviljandi að bana.+ 12  Hann á að leita hælis í þessum borgum til að hefnandinn bani honum ekki+ áður en hann er leiddur fyrir dómstól safnaðarins.+ 13  Griðaborgirnar sex sem þið veljið skulu þjóna þessum tilgangi. 14  Þið skuluð sjá fyrir þrem griðaborgum hérna megin Jórdanar+ og þrem borgum í Kanaanslandi.+ 15  Þessar sex borgir skulu vera griðaborgir fyrir Ísraelsmenn, útlendinga+ og innflytjendur. Þangað getur hver sá flúið sem verður manni* óviljandi að bana.+ 16  En ef hann slær mann með járntóli og maðurinn deyr er hann morðingi. Morðinginn skal tekinn af lífi.+ 17  Ef hann slær mann með steini sem getur orðið manni að bana og maðurinn deyr er hann morðingi. Morðinginn skal tekinn af lífi. 18  Og ef hann slær mann með tréáhaldi sem getur orðið manni að bana og maðurinn deyr er hann morðingi. Morðinginn skal tekinn af lífi. 19  Sá sem á blóðs að hefna á að bana morðingjanum. Hann á að gera það þegar hann mætir honum. 20  Ef einhver hrindir öðrum sökum haturs eða kastar einhverju í hann með illt í huga* og hann deyr,+ 21  eða hann slær hann sökum haturs og hann deyr skal sá sem sló hann tekinn af lífi. Hann er morðingi. Sá sem á blóðs að hefna á að bana morðingjanum þegar hann mætir honum. 22  En ef maður hrindir öðrum óvart og ekki sökum haturs eða kastar einhverju í hann án þess að hafa illt í huga*+ 23  eða sér ekki manninn og veldur því að steinn fellur á hann og hann deyr en hann var ekki óvinur hans né vildi honum illt, 24  þá á söfnuðurinn að dæma milli banamannsins og hefnandans í samræmi við þessi fyrirmæli.+ 25  Söfnuðurinn á að forða banamanninum undan hefnandanum og fara með hann aftur til griðaborgarinnar þangað sem hann flúði. Þar á hann að dvelja þangað til æðstipresturinn, sem var smurður heilagri olíu,+ deyr. 26  En ef banamaðurinn fer út fyrir mörk griðaborgarinnar sem hann flúði til 27  og sá sem á blóðs að hefna finnur hann fyrir utan mörk griðaborgar hans og banar honum er hann ekki blóðsekur. 28  Banamaðurinn verður að dvelja í griðaborginni þar til æðstipresturinn deyr. En eftir að æðstipresturinn deyr má hann snúa aftur til eignarlands síns.+ 29  Þetta skal vera ákvæði í lögum ykkar kynslóð eftir kynslóð hvar sem þið búið. 30  Sá sem drepur mann skal tekinn af lífi sem morðingi+ eftir framburði* vitna,+ en framburður eins vitnis nægir ekki til að taka mann af lífi. 31  Þið megið ekki taka lausnargjald fyrir líf morðingja sem er dauðasekur því að hann skal líflátinn.+ 32  Og þið megið ekki taka lausnargjald fyrir mann sem hefur flúið til griðaborgar svo að hann geti snúið heim til jarðar sinnar áður en æðstipresturinn deyr. 33  Þið megið ekki vanhelga landið þar sem þið búið. Blóð vanhelgar landið+ og það er ekki hægt að friðþægja fyrir blóð sem er úthellt í landinu nema með blóði þess sem úthellti því.+ 34  Þið megið ekki óhreinka landið þar sem þið búið, þar sem ég bý, því að ég, Jehóva, bý mitt á meðal Ísraelsmanna.‘“+

Neðanmáls

Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.
Eða „sál“.
Eða „sál“.
Orðrétt „úr launsátri“.
Orðrétt „að liggja í launsátri“.
Orðrétt „munni“.