Þriðja Mósebók 9:1–24

  • Aron færir fórnir (1–24)

9  Á áttunda degi+ kallaði Móse saman Aron, syni hans og öldunga Ísraels.  Hann sagði við Aron: „Taktu þér kálf í syndafórn+ og hrút í brennifórn, gallalaus dýr, og leiddu þá fram fyrir Jehóva.  En Ísraelsmönnum skaltu segja: ‚Takið geithafur í syndafórn, kálf og hrútlamb, veturgömul og gallalaus, í brennifórn,  og naut og hrút í samneytisfórn+ til að fórna frammi fyrir Jehóva ásamt olíublandaðri kornfórn+ því að í dag mun Jehóva birtast ykkur.‘“+  Þeir komu með allt sem Móse hafði fyrirskipað að samfundatjaldinu. Síðan gekk allur söfnuðurinn fram og tók sér stöðu frammi fyrir Jehóva.  Móse sagði: „Þetta er það sem Jehóva hefur sagt ykkur að gera svo að dýrð Jehóva geti birst ykkur.“+  Síðan sagði Móse við Aron: „Gakktu að altarinu og færðu syndafórn+ þína og brennifórn og friðþægðu fyrir sjálfan þig+ og ætt þína. Færðu því næst fórn fólksins+ og friðþægðu fyrir það+ eins og Jehóva hefur gefið fyrirmæli um.“  Aron gekk tafarlaust að altarinu og slátraði kálfinum sem var syndafórn fyrir hann sjálfan.+  Synir Arons færðu honum blóðið+ og hann dýfði fingri í það, bar það á horn altarisins og hellti því sem eftir var niður við altarið.+ 10  Hann tók fituna, nýrun og fituna á lifrinni úr syndafórninni og brenndi það á altarinu eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.+ 11  Kjötið og húðina brenndi hann í eldi fyrir utan búðirnar.+ 12  Síðan slátraði Aron brennifórninni, synir hans létu hann fá blóðið og hann sletti því á allar hliðar altarisins.+ 13  Þeir réttu honum brennifórnina í stykkjum ásamt hausnum og hann brenndi hana á altarinu. 14  Hann þvoði líka garnirnar og skankana og lét það brenna ofan á brennifórninni á altarinu. 15  Hann bar nú fram fórn fólksins. Hann tók geithafurinn, slátraði honum og færði hann í syndafórn fyrir fólkið á sama hátt og hina syndafórnina. 16  Hann færði síðan brennifórnina og fór með hana á hefðbundinn hátt.+ 17  Að því búnu færði hann kornfórnina.+ Hann tók handfylli af henni og brenndi á altarinu auk morgunbrennifórnarinnar.+ 18  Þessu næst slátraði Aron nautinu og hrútnum, samneytisfórninni í þágu fólksins. Synir hans færðu honum blóðið og hann sletti því á allar hliðar altarisins.+ 19  Fituna úr nautinu,+ feitan dindil hrútsins, netjuna, nýrun og fituna á lifrinni+ 20  lögðu þeir ofan á bringurnar og Aron brenndi síðan fituna á altarinu.+ 21  En bringunum og hægra lærinu veifaði hann fram og aftur sem veififórn frammi fyrir Jehóva eins og Móse hafði gefið fyrirmæli um.+ 22  Aron sneri sér nú að fólkinu, lyfti upp höndunum og blessaði það.+ Eftir að hafa fært syndafórnina, brennifórnina og samneytisfórnirnar kom hann niður frá altarinu. 23  Að lokum gengu Móse og Aron inn í samfundatjaldið, komu síðan út aftur og blessuðu fólkið.+ Dýrð Jehóva birtist nú fólkinu öllu+ 24  og eldur kom frá Jehóva+ og gleypti brennifórnina og fituna á altarinu. Fólkið hrópaði af gleði þegar það sá þetta og féll á grúfu.+

Neðanmáls