Þriðja Mósebók 22:1–33

  • Hreinleiki presta og meðferð heilagra fórna (1–16)

  • Fórnardýr verða að vera gallalaus (17–33)

22  Jehóva sagði síðan við Móse:  „Segðu Aroni og sonum hans að gæta að því hvernig þeir fara með* heilagar fórnir Ísraelsmanna+ og að vanhelga ekki heilagt nafn mitt.+ Ég er Jehóva.  Segðu við þá: ‚Ef einhver af afkomendum ykkar, nú og um komandi kynslóðir, er óhreinn en kemur samt nálægt þeim heilögu fórnum sem Ísraelsmenn helga Jehóva á að taka hann af lífi.+ Ég er Jehóva.  Enginn afkomandi Arons sem er holdsveikur+ eða er með útferð+ má borða af hinum heilögu fórnum fyrr en hann er orðinn hreinn.+ Hið sama er að segja um mann sem snertir manneskju sem er óhrein vegna látinnar manneskju*+ og um mann sem hefur haft sáðlát,+  mann sem snertir óhreint smádýr+ og mann sem snertir manneskju sem er óhrein af einhverri ástæðu og hann getur orðið óhreinn af.+  Sá sem snertir eitthvað af þessu verður óhreinn til kvölds og má ekki borða neitt af hinum heilögu fórnum. Hann á að baða sig í vatni.+  Hann verður hreinn eftir sólsetur og þá má hann borða af hinum heilögu fórnum því að það er maturinn hans.+  Hann má ekki borða kjöt af sjálfdauðu dýri eða nokkuð sem villidýr hafa rifið og verða þannig óhreinn.+ Ég er Jehóva.  Þeir eiga að halda skuldbindingar sínar við mig svo að þeir baki sér ekki synd og þurfi að deyja fyrir að vanhelga hinar heilögu fórnir. Ég er Jehóva sem helgar þá. 10  Enginn óviðkomandi* má borða nokkuð sem er heilagt.+ Enginn erlendur gestur prests eða lausráðinn maður má borða neitt sem er heilagt. 11  En ef prestur kaupir einhvern fyrir eigið fé má sá borða af því. Þrælar sem fæðast á heimili hans mega líka borða af mat hans.+ 12  Ef dóttir prests giftist manni sem er ekki prestur* má hún ekki borða af hinum heilögu fórnum sem gefnar eru í framlag. 13  En ef dóttir prests verður ekkja eða er fráskilin og hún er barnlaus og snýr aftur á heimili föður síns þar sem hún bjó í æsku má hún borða af mat hans.+ En enginn óviðkomandi* má borða af honum. 14  Ef maður borðar óvart eitthvað heilagt á hann að færa prestinum andvirði þess og fimmtung að auki að heilagri fórn.+ 15  Prestarnir mega ekki vanhelga hinar heilögu fórnir sem Ísraelsmenn færa Jehóva í framlag+ 16  með því að leyfa þeim að borða af þeim. Þá myndu þeir baka Ísraelsmönnum sekt og kalla refsingu yfir þá. Ég er Jehóva, sá sem helgar þá.‘“ 17  Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 18  „Segðu við Aron, syni hans og alla Ísraelsmenn: ‚Þegar Ísraelsmaður eða útlendingur búsettur í Ísrael færir Jehóva brennifórn+ til að efna heit sín eða færir hana að sjálfviljafórn+ 19  á hann að bera fram gallalaust naut, hrútlamb eða geithafur+ til að hljóta velþóknun Guðs. 20  Þið megið ekki bera fram gallaða skepnu+ því að þá hljótið þið ekki velþóknun. 21  Ef maður færir Jehóva samneytisfórn+ til að efna heit eða færir hana að sjálfviljafórn á það að vera gallalaus nautgripur, sauðkind eða geit til að hann hljóti velþóknun Guðs. Skepnan á að vera alveg gallalaus. 22  Ekkert fórnardýr má vera blint eða beinbrotið eða með skurð, vörtu, kláða eða útbrot.* Þið megið ekki færa Jehóva slíka skepnu eða fórna henni á altarinu fyrir Jehóva. 23  Þið megið færa naut eða sauðkind með of langan eða of stuttan útlim að sjálfviljafórn en ekki verður tekið við henni sem heitfórn. 24  Þið megið ekki færa Jehóva skepnu sem er með sködduð eða kramin eistu eða skepnu sem þau hafa verið slitin eða skorin af, og þið megið ekki fórna slíkum skepnum í landi ykkar. 25  Og þið megið ekki taka við nokkurri slíkri skepnu frá útlendingi og bera fram sem brauð handa Guði ykkar því að þær eru skaddaðar og gallaðar. Guð viðurkennir ekki slíka fórn.‘“ 26  Jehóva sagði einnig við Móse: 27  „Þegar nautkálfur, hrútlamb eða kiðlingur fæðist á ungviðið að vera hjá móður sinni í sjö daga+ en frá og með áttunda degi er tekið við því sem fórn, sem eldfórn handa Jehóva. 28  Þið megið ekki slátra kú eða kind á sama degi og afkvæmi hennar.+ 29  Ef þið færið Jehóva þakkarfórn+ skuluð þið fórna henni þannig að þið hljótið velþóknun. 30  Það á að borða hana samdægurs. Þið megið ekki skilja neitt eftir til morguns.+ Ég er Jehóva. 31  Þið skuluð halda boðorð mín og fara eftir þeim.+ Ég er Jehóva. 32  Þið megið ekki vanhelga heilagt nafn mitt+ heldur á að helga mig meðal Ísraelsmanna.+ Ég er Jehóva, sá sem helgar ykkur+ 33  og leiddi ykkur út úr Egyptalandi til að sýna að ég er Guð ykkar.+ Ég er Jehóva.“

Neðanmáls

Orðrétt „að halda sig frá“.
Eða „vegna sálar“.
Orðrétt „ókunnugur“, það er, ekki af ætt Arons.
Eða „giftist ókunnugum“.
Orðrétt „ókunnugur“, það er, ekki af ætt Arons.
Eða „hringskyrfi“.